Heima er bezt - 01.11.1984, Page 27

Heima er bezt - 01.11.1984, Page 27
fyrir ofan suðurendann á Miklagarði, þá var pabbi hans að koma í kaffi. Drengurinn stökk út úr runnanum þegar hann heyrði í bílnum hans pabba síns erfiða upp brekkuna. Hann vissi það, að pabbi hans hefði heyrt um Jesú og að hann vissi líka hvað væri að heiðra. Þess vegna fór hann aftur inn kjall- aramegin og læddist niður stigann inn af dyrunum. Hann faldi sig bak við veggstúf í kjallaranum. Pabbi hans kom ætíð inn kjallaramegin. Hann stillti sér upp með lúðurfnn við munninn og hægri höndin gaf honn- or. Þegar pabbi hans kom fyrir vegg- hornið blés hann af öllum kröftum til að sýna, að hann hefði lært að heiðra föður sinn og móður. Faðirinn kipptist til þarna í rökkr- inu og datt um kartöflupoka í fátinu. Drengurinn þaut út um dyrnar og skaust eins og kólfi væri skotið yfir garðinn og í gegnum gat á girðingunni sunnan við húsið og lengst suður í móa. Hann skalf af ótta. Nú átti hann von á flengingu. Hann lá á bakinu milli stórra þúfna og starði upp í himininn þar sem himnaríkið var. Hann fór að gráta og sofnaði um síðir. Hann sat uppi í rúmi um kvöldið. Hann hafði ekki verið flengdur en lúðurinn tekinn af honum. Hann var að reyna að muna það sem herfólkið hafði sagt þeim niðri á túni, sumt mundi hann ekki. „Þú skalt ekki stela. Þú skalt ekki stela öngli frá Axel og ekki frá Valda. Og ekki frá Agnari," tautaði drengur- inn og lagaði náttfötin sín, „þú skalt ekki skrökva, þú skalt ekki.“ Hann hafði sigið niður á koddann og tautaði svo varla heyrðist: „Þú skalt ekki heiðra föður þinn og móður með lúðri.“ Kötturinn Kalli kom inn í herberg- ið hljóðlaust eins og skugginn. Hann stökk lipurlega upp í rúmið til drengsins. Malið barst inn um eyra drengsins í gegnum svefnnnn og hann lagði hendina ósjálfrátt utan um kött- inn sem sofnaði einnig innan stundar. Engill næturinnar var kominn til að gæta lífsins. Heima er bezl 347

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.