Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.11.1984, Blaðsíða 30
SIGURLAUG GUÐMUNDSDÓTTIR frá Eyvindarstöðum „Blessaður gamli Rauður minn “ Sigurlaug segir hér átakanlega sögu af athyglisgáfu og tryggð hests, sem reyndist mun skarpari en „mannskepnan“, þegar á reyndi. Ekki var nóg með að „gamli Rauður“ hefði stálminni, heldur tjáði hann sig á sterkan hátt. Heima er bezt hvetur lesendur til að senda blaðinu frásagnir af þessu tagi. Mig hefur lengi langað til að skrásetja eina dýrasögu sem móðir mín sagði mér er ég var ung að aldri, Læt ég nú loks verða af því, enda ekki seinna vænna. En áður en ég segi söguna verð ég að rita nokkur formálsorð. Móðir mín, Þorbjörg Jónatansdóttir, þingeyingur að ætt, var fædd á Hámund- arstöðum í Vopnafirði 7/12 1871. Þar bjuggu þá foreldrar hennar og föðursyst- kini, því þar var tvíbýli. Hún var yngst fjögurra systkina, og aðeins tveggja ára, þegar hún missti móður sína. Hin syst- kinin voru þá orðin nokkuð stálpuð og tveir eldri bræðurnir komnir undir ferm- ingu. Faðir hennar var fátækur, enda vín- hneigður, en þó gat hann einhvernvegin baslað við að sjá um eldri systkinin með aðstoð systkina sinna og annarra skyld- menna. Fyrir móður minni virtist þá ekk- ert liggja annað en sveitin, svo sem var ekki óalgengt á þeim tíma. Þá buðust bamlaus hjón, sem bjuggu á hluta af Strandhöfn í Vopnafirði, til að taka litla munaðarleysingjann meðgjafarlaust, og fór hún til þeirra, en faðir hennar mun samt hafa greitt þeim eitthvað með henni eftir því sem hann mögulega gat. Ekki var hægt að segja að mamma yrði eins óheppin eins og margir munaðar- leysingjar urðu oft hér áður. Fóstra henn- ar var henni aldrei vond og lét hana kalla sig mömmu, en lítið var um móðurblíð- una sem hún sýndi henni, og lét hún hana vinna mikið meira en þrek hennar þoldi. En mamma var seinþroska líkamlega, lengi frameftir. Tvíbýli var í Strandhöfn, og þar eins og annarsstaðar var fært frá ám. Voru ærnar af báðum bæjunum látnar ganga saman og voru það vanalega 90 ær af báðum bæjum. Þegar mamma fór að stálpast var hún látin sitja ein yfir þeim öllum, nema rétt fyrstu dagana. Þætti það sjálfsagt of- ætlun nú, bami langt innan við fermingu. En þetta tókst þó sæmilega. Sagði mamma að líklega hefði það verið sér hjálp, að hún var mjög söngelsk, og lærði snemma mik- ið af ljóðum og lögum. Sagðist hún oft hafa sungið mikið í hjásetunni og hefðu æmar þá sýnilega orðið spakari er hún fór að syngja. Aldrei skorti mömmu fatnað eða mat, en oft sagðist hún hafa grátið í einrúmi þegar fóstra hennar, sem var mjög verk- hög og saumaði allt upp á heimilisfólkið, var að sauma föt handa dóttur sinni, því hún hafði verið gift áður og átti eina dótt- ur af fyrra hjónabandi. Hefði dóttirin alltaf fengið föt úr fínna efni en hún, — tökubarnið. Fóstra hennar var mikil hannyrðakona og kenndi hún dóttur sinni allar mögulegar hannyrðir, en mömmu kenndi hún ekkert svoleiðis, nema kross- saum og glitsaum, og svo líka spjaldvefn- að og að stíma. En mamma, sem var mjög næm á allt, bæði bóklegt og verklegt, lærði samt ýmislegt af því að horfa á þegar verið var að kenna fóstursystur hennar. Þá voru auðvitað engir barnaskólar, en fóstra hennar kenndi henni sjálf að lesa og líka að skrifa, því hún kunni það, þó ekki væri það algengt þá að konur lærðu skrift. Sambýlismaður fósturforeldra mömmu hafði verið lengi í siglingum, sem svo var kallað, og var vel að sér, bráðskýr maður. Var hann mömmu mjög góður, og ef hún átti nokkra frístund, var hann alltaf að fræða hana um lönd og álfur er hann hafði komið til. Einnig kenndi hann henni undirstöðuatriði í reikningi. Fósturfor- eldrar hennar létu það afskiptalaust, en hún hafði mikið gagn af þessu. Fóstri mömmu var henni alltaf mjög góður, en hann réði litlu á heimilinu, enda mikill óreglumaður. Systir fóstru hennar, sem líka var á heimilinu var henni góð og einnig fóstursystirin. Þannig liðu árin þar til mamma fermd- ist. Þá fluttu fósturforeldrar hennar til Ameríku og öll sú fjölskylda. Einnig föð- ursystkini mömmu og yngsti bróðir. Það frændfólk hennar vildi endilega taka hana með, en hún kvaðst ómögulega hafa getað hugsað sér að fara af landi burt. Hefðu þó kjör hennar þá sjálfsagt orðið önnur. Réðist hún eftir þetta í vist til hjóna sem bjuggu á hálfum Eyvindarstöðum í Vopnafirði. Þar var hún í eitt ár. Þá fluttu þau hjón á aðra jörð. Mamma réðist loks vinnukona til systkinanna, sem bjuggu á hinni hálflendunni af Eyvindarstöðum. Og að nokkrum árum liðnum giftist hún elsta bróðumum þar, Friðriki að nafni. 350 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.