Heima er bezt - 01.11.1984, Síða 37

Heima er bezt - 01.11.1984, Síða 37
Sverrir Guðmundsson, formaður Búnað- arfélags Grýtubakkahrepps í mörg ár. þyrfti ekki að ræða, þar sem ekki hafði komið til þess. Þá sagði ég þarna, að ef þeir samþykktu að láta mig borga þennan klukkutíma, sem hvorki mig né félagið munaði neitt um, þá liti ég svo á að þeir kærðu sig ekkert um að hafa mig áfram með vélina. Var þetta síðan borið undir at- kvæði. Var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum, nema einu sem var á móti, að láta mig greiða þennan klukkutíma. Verið getur að einhverjir hafi setið hjá, man ég það ekki. Ég var svolitið undrandi yfir þessu, vegna þess að næstum allir sem tóku til máls þarna á fundinum hældu mér á hvert reipi sem dráttarvélarstjóra_ og töldu sumir mig þann besta sem hefði unnið hjá þeim með dráttarvélina. Strax eftir fundinn bað stjórnin mig að vera með dráttarvélina næsta vor. Sagði ég þeim að um það þýddi ekkert að tala fyrst svona fór, ég væri vanur að reyna að standa við það sem ég segði og mundi gera það einnig nú. Eftir þessu dauðsá ég reyndar. Þessi vinna með dráttarvélina var sú skemmtilegasta vinna sem ég hafði verið við og var ég þó bæði gefinn fyrir smíðar, og hafði mikið unnið við þær. Eins hafði ég mikið unnið með hesta og líkaði það vel enda gefinn fyrir hesta, en hvorug þessi vinna fannst mér komast í hálfkvisti við að vinna með dráttarvélina. En þessu var nú lokið og þýddi ekkert að tala um það fyrst ég var með þennan þráa. Aldrei fékk ég neitt borgað fyrir þá daga sem ég var frá verkum vegna þess sem fór upp í augað á mér. Enda gekk ég aldrei eftir því. Hjálpaði mér hulin hönd? Var nú ráðinn annar maður til að vera með dráttarvélina um vorið. Var hann miklu lærðari en ég. Var hann búfræðingur eins og ég, en þar skildi á milli að dráttarvélin hafði komist í gang þann dag sem hann átti að læra á hana. Svo hann hafði bæði lært að setja hana í gang og aka henni lítil- lega. Auk þess hafði hann bílpróf, sem þótti ekkert lítið í þá daga. Þótti nú vel fyrir öllu séð og voru menn bjartsýnir með dráttarvélarvinnuna á næsta vori, þar sem svo álitlegur dráttarvél- arstjóri var ráðinn og vélin hafði verið í toppstandi þegar ég skildi við hana. En margt fer öðruvísi en ætlað er, og sannaðist það hér. Sjaldan hef ég orðið eins hissa og að kvöldi þess dags, sem nýi dráttarvél- arstjórinn átti að byrja með vélina. Þá hringir formaður Búnaðarfélagsins í mig og segir mér, að nýi dráttarvélar- stjórinn tjónki ekkert við dráttarvél- ina. Hún fari að vísu í gang en það sé ekkert hægt að vinna með hana. Biður hann mig rtú að skreppa suður í Grýtubakka og vita, hvort ég geti komið einhverju tauti við vélina. Ég varð svo hissa að ég lofaði þessu strax. Ekki var ég fyrr búinn að sleppa tólinu en ég fór að hugsa um hverju ég hefði verið að lofa. Þó ég væri búinn að vinna með vélina þetta, þá kunni ég í sjálfu sér ekkert á hana og vissi ekk- ert hvað átti að gera ef eitthvað var að. Kanski mest fyrir það að vélin hafði eiginlega aldrei bilað þann tíma sem ég var með hana. Þó fór ég morguninn eftir og leit á vélina, en hvað átti ég að gera? Ég gat í sjálfu sér ekkert gert, þó tók ég upp blöndunginn. Það var það eina sem ég kunni á. Síðan leit ég inn á pönnurnar, undir stimpilstangar- legunum, þær voru fullar af smurn- ingu og allt virtist vera í lagi. Fór ég síðan og setti vélina í gang. Nú var ég ekki í neinum vafa um hvernig átti að fara að því, enda fór hún í gang á fyrsta snúningi. Settist ég síðan upp í vélina og ók af stað, gat ég ekki annað fundið en að vélin væri í besta lagi. Vann ég þama í flagi, (kannski eins og naut í flagi) meiri hluta dagsins, og sló vélin aldrei feilpúst. Fannst mér að hún mundi aldrei hafa verið betri. Ekki sá ég dráttarvélarstjórann nýja þann dag og veit ekkert hvar hann var. Þegar ég hætti að vinna með vél- ina seinnipart dagsins langaði mig mest til að ríða heim til formanns Búnaðarfélagsins og biðja hann að lofa mér að vera með vélina áfram. Auðvitað hætti ég strax við þessa hugdettu, vegna þess að búið var að ráða hæfari mann með vélina en mig. Ekki veit ég hvenær nýi dráttarvélar- stjórinn byrjaði með vélina, eða hvernig honum gekk. Ekki veit ég heldur, hvað liðu margir dagar frá því hann byrjaði að vinna, en þeir voru ekki margir, þar til vélin bræddi úr sér. Var þá fenginn maður frá Akur- eyri til að líta á vélina. Var mér sagt að hann heíöi talið vélina svo illa farna, að ekki borgaði sig að gera við hana. Endaði þar saga þeirrar fyrstu drátt- arvélar sem kom í Grýtubakkahrepp. Aldrei fékk ég neitt borgað fyrir þennan dagpart sem ég var með vél- ina, þegar nýi dráttarvélarstjórinn tjónkaði ekkert við hana, enda sendi ég Búnaðarfélaginu ekki reikning fyrir vinnunni. Oft hef ég verið að hugsa um hvað valdið hafi því láni, sem var yfir mér þegar ég var með dráttarvélina. Ekki get ég þakkað mínum hæfileikum eða kunnáttu. Helst kemur mér í hug að annaðhvort hafi þetta verið einhver slembilukka, eins og virðist fylgja sumum mönnum, eða einhver hulin hönd sem hafði hönd í bagga. En hvort var það? Því verður aldrei svar- að með vissu. Verður hver að geta sér þess til, eftir því sem hann vill. Þó að ég hafi mínar ákveðnu skoð- anir á þessu, skipta þær ekki máli fyrst ekki er hægt að sanna eða afsanna þær. n HöfSahverfí, syðri hluti. Þarna vann Valdimar mikið með dráttarvélinni. Lauf- áshnjúkur erfyrir miðri mynd. Heima er bezt 357

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.