Heima er bezt - 01.11.1984, Qupperneq 39
RAFN JÓNSSON:
PERLUR í MOLD
"****# y
Júnínótt
Það var sumar við fjörðinn, þennan mikla fjörð, er svo
margir smærri firðir gengu inn úr.
Það lögmál breyttist ekki, að vorið kæmi, þótt stundum
þætti það koma nokkuð seint. En mannlífið tók stöðugum
breytingum, sumir fóru, aðrir komu, bújarðir lögðust í eyði,
og margar þeirra mundu aldrei byggjast aftur.
Svo voru þeir staðir, er taldir voru eiga framtíðina fyrir
sér, til dæmis úti á nesinu. Það var talið víst, að þar héldist
byggð um ókomin ár.
Þarna bjó rótgróið bændafólk mann fram af manni, en
það var annað, er blasti við augum þeirra framsýnustu:
Þarna var jarðhiti, og alls staðar, þar sem hann var fyrir
hendi, var staður þróunarinnar.
En fleira getur átt sínar uppsprettur en hugvit mannsins,
og enginn gæti til lengdar verið þræll sinnar iðju, kannski
ævina á enda, — látið brauðstritið eitt ráða öllum sínum
hugsunum og gerðum, hafa aldrei um frjálst höfuð strokið,
— vera aldrei hann sjálfur.
Stundum er svo auðvelt að lifa í hinum margslungna
einfaldleika tilverunnar og sannfærast um að allt sé það,
sem við sjáum og heyrum, en rekast svo á andstæðuna einn
góðan veðurdag, mótsögn, er kemur manni gersamlega í
opna skjöldu, brýtur í bága við allt, sem talið er eðlilegt. Við
neitum að trúa þessu, — slíkt getur alls ekki verið. Hér
hlýtur að vera um mishermi og ofsjónir að ræða, segir fólk,
en nóg um það. Eitt var víst: Vorið við fjörðinn var engin
ofskynjun, enda hafði það komið í fyrra og árið þar áður.
Það kæmi um ókomin ár, og alltaf fól það eitthvað nýtt í
skauti sínu, mönnunum til dásemdar. Sumir fengu fleiri
lömb en í fyrra, sprettan leit betur út þetta árið, þeir er
stunduðu hrognkelsaveiðar öfluðu betur og svo framvegis.
Þeir voru líka til, er mest glöddust af fegurð umhverfisins
og hinu nývaknaða lífi, hvert sem litið var.
Vorið hafði komið sunnan yfir fjörðinn, lagt undir sig
eyjarnar og skerin, gætt þessi smáríki frjómagni sínu og yl,
en haldið svo upp að ströndinni, inn með hlíðunum, fram í
dalbotna, áfram yfir hálendið, tiltölulega stutta leið, í
daladrögin handan þess.
Það var eins og bæirnir svæfu. Djúp þögn hvíldi yfir öllu
þessa björtu júnínótt, einn og einn máfur flaug fram með
fjöruborðinu og rauf kyrrðina. Ærnar móktu á víð og dreif
uppi í hlíðunum, og lömbin lágu við hlið mæðra sinna,
áhyggjulaus og frjáls í æskugleði sinni, grunlaus um kom-
andi tíma.
En heima á Miðbæ hafði engum orðið svefnsamt. Einnig
þar, í ríki mannanna, var lífið að boða komu sína.
Von bráðar varpaði morgunsólin roðaflóði sínu á brúnir
fjallanna, er teygðu sig óðfluga niður hallann, og vakti
mófuglana af værum blundi. Bóndinn hélzt ekki við inni,
og þess vegna hafði hann ranglað út. Konan hans var að ala
barn. Ljósmóðirin hafði komið í gærkvöldi, og það voru
bókstaflega allir á þönum að hjálpa eitthvað til. Vonandi
gengi þetta vel, en það var einhvern veginn svona....
Hann gat ekki hugsað sér að vera viðstaddur.
Honum varð litið upp í brekkurnar, þangað sem dagur-
inn var risinn, — kindurnar komnar á beit, og spóinn vall
glaðlega. Ósjálfrátt komu fram í hugann ljóðlínurnar, er
lýstu þessu umhverfi svo vel:
Hlíðin mín fríða,
hjalla meður grœna,
blágresið blíða,
berjalautu vœna.
A þér ástaraugu
ungur réð ég festa,
blómmóðir besta.
Hann söng þessi ljóðstef hálfupphátt fyrir munni sér.
Annars var hann ekki vanur neinni sönglist, en í þetta sinn
gerði það ekkert til. Nú heyrði enginn til hans.
Hugurinn var svo bundinn við kvæðið og innihald þess,
að hann tók varla eftir að kallað var til hans.
„Steini! Þorsteinn! Ætlar þú ekki að koma og heilsa upp
á hana dóttur þína?“
Ljósmóðirin var að enda við að baða þá litlu og ganga frá
henni í körfunni. Konan svaf djúpum svefni, en ósköp var
hún föl á vangann.
Hann hætti sér ekki lengra en í dyrnar, — þar stóð hann
líkt og negldur niður. Þessi fnykur af svæfingarlyfinu kom
illa við hann.
„Sjáðu, hvað hún er myndarleg, litla manneskjan. Hún
orgaði ekki mikið, bara örlítið. Hún er fædd í tvíbura-
merkinu, og óvíst, að henni verði svo grátgjarnt í lífinu,"
sagði ljósmóðirin brosandi. „Það kæmi mér ekki á óvart,
þótt hún hefði eitthvað það til að bera í framtíðinni, sem
fjöldanum er hulið, og út á það kann hún að þola bæði súrt
og sætt,“ bætti hún við. En að þessu sinni var brosið henni
fjarlægt.
Þorsteini fannst alvöruþungi í rödd hennar. Hún mælti
þessi orð með svo mikilli festu. Hver setning smaug inn í
hugskot hans, sat þar bókstaflega rígföst, þótt hann reyndi
að varpa þessu frá sér eins og hverju öðru marklausu hjali.
Hann leit ofan í körfuna og virti fyrir sér þennan litla
anga. Þetta var dóttir hans, og hann skyldi reynast henni
góður faðir, á hverju sem gengi. Hann lokaði herbergis-
hurðinni og yfirgaf þennan vettvang að sinni.
Frá eldhúsinu heyrðust háværar samræður. Það voru
tvær nágrannakonur, sem boðið höfðu aðstoð sína, en voru
nú farnar að hnotabítast um völdin. Þær tóku ekkert eftir
honum, er hann settist við borðið.
„Hvernig er það? Er kaffikannan tóm?“ spurði Þor-
steinn, en j?ær heyrðu ekki til hans.
„Ég ætla bara að segja þér það, að svona hefur húsmóð-
irin aldrei látið sér detta í hug að hafa þetta,“ mælti önnur
þeirra.
„Hvað ætli þú vitir mikið um það? Mér eru hlutirnir
kunnugri hér en þér, enda á ég heldur styttra að sækja en
þú,“ svaraði hin.
„Já, það vantar ekki í þig forvitnina og frekjuna, enda
með nefið niðri í hvers manns koppi. Mér væri nær að
halda, að sumt af slúðrinu hérna ætti ætt sína að rekja til
þín. Ekki veit ég, hvað Guð hefur verið að hugsa, þegar
hann skapaði annað eins óhræsi og þig. Að þú skulir ekki
skammast þín, að láta þér slíkt um munn fara. Ég hef ekki
hingað til borið óhróður milli fólks. Það veiztu, og hana-
nú.“
Hún rauk á dyr og skellti á eftir sér hurðinni, svo hvein í
öllu.
„Það er naumast. Er hún orðin vitlaus, kerlingin?" sagði
sú, er eftir var og sneri sér við. Hún leit stórum augum á
Þorstein, og auðséð var, að henni líkaði miður að hann
skyldi hafa orðið áheyrandi að samtalinu. Hún forðaðist að
líta til hans, en fór strax að laga á könnuna.
Kaffið var óðara komið á borðið, og hann hlakkaði til að
drekka það. En rétt í þessu kom ljósmóðirin fram, opnaði
dyrnar með hægð og gæðist inn fyrir.
„Ég rann á þessa ilmandi góðu kaffilykt. Vonandi hefur
húsbóndinn ekki á móti því að ég drekki með honum.“
„Langt frá því,“ mælti Þorsteinn. „Gerðu svo vel.“ Og
hann dró fram stól handa henni. En nágrannakonunni
þótti sér misboðið, og hún fór út úr eldhúsinu í fússi.
„Hvað er að henni? Af hverju fær hún sér ekki sopa með
okkur?“ spurði yfirsetukonan.
„Sjálfsagt hefur hún farið á eftir stöllu sinni, annað hvort
til að sleikja úr henni fýluna eða halda áfram að rífast,“
ansaði hann.
Rafn Jónsson
höfundur þessarar nýju framhaldssögu, erfrá Einifelli
í Stafholtstungum, Borgarfirði, en býrnú í Borgarnesi.
Hann hefur starfað hjá Kaupfélaginu, m.a. við mjólk-
ureftirlit. Rafn rekur œttir sínar í Húsafellsætt og Deild-
artunguœtt, auk skyldleika við Thoroddsena. Hann er
m.a. skyldur Guðmundi Gíslasyni Hagalín.
358 Heima er bezt
Heima er bezt 359