Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 5
Nóttin ætlaði aldrei að líða. Og leið þó að lokum. Þeg-
ar stofuklukkan sló sjö, tók vekjari til að hringja, og
hreyfjng heyrðist í hjónaherberginu. Rétt á eftir heyrði
Ingi hjónin tala saman í eldhúsinu. Hann gat ekki stillt
Slg um að smeygja sér í föt og fara fram til þeirra. Halla
stóð álút við eldavélina, en Þorvaldur var að klæða sig
1 sokka. Þau spurðu undrandi, hvort hann væri vanur
vakna svona snemma.
Ingi gat engu svarað.
l'au litu hvort á annað þegjandi.
Halla gaf honum mjólk og stóra jólabrauðsneið, sagði
bonum að fara i vaðstígvél og labba að gamni sínu með
h°num Þorvaldi út í girðingu, hún yrði búin að hita
kaííið, þegar þeir kæmu aftur.
Ingi varð þessu feginn. Þeir héldu af stað út túnið,
fóru gegnum hlið og voru þá komnir út í hagann, þar
Setn lambféð var. Þeir fundu þrjár nýbornar ær. Einu
fambinu þurftu þeir að koma á spena. Þorvaklur talaði
ekki mikið við hann, en hlýlega það, sem það var. Drengn-
Ul11 leið vel, en hann óskaði þess, að hann þyrfti aldrei
a® fara heim að bænum aftur.
í*eir gengu heim. Krakkarnir sváfu enn. Þorvaldur
^akk kaffi. Ingi fékk „kaffilit“ í mjólk. Hann var eins
°g á nálum, beið þess með óþreyju, að Þorvaldur færi
ut og elti hann. Hann ætlaði að elta hann, hvert sem
kann færi.
í’orvaldur fór að stinga upp í kálgarði efst í túninu.
ftlgi bað hann að lána sér reku og fór að pjakka líka.
f>°rvaldur spurði öðru hverju, hvort hann væri ekki
Þreyttur. Ingi neitaði því. En þreyttur var hann. Hvað
atti hann að gera af sér. Honum yrði kalt að sitja á jörð-
,n»i, og Þorvaldur mundi skipa honum heim. En heim
Þ°tði hann ekki.
í’orvaldur leit á úrið sitt. „Klukkan er orðin tíu. Nú
f°fnm við og fáum okkur kaffisopa, karlarnir báðir.“
i'egar þeir gengu fram hjá fjárhúsunum, voru allir
strákarnir þar uppi á veggnum, buðu kurteislega góðan
^ag og báðu Inga að koma í Saltabrauðsleik.
»Gerðu það, góði,“ sagði Þorvaldur og hélt áfram lieim
að bænum.
Nú er bezti tíminn til að njóta sumars og sólar.
Inga hvarf nú allur ótti. Frændur hans voru svo vin-
gjarnlegir. Nú ætluðu þeir auðvitað að vera góðir við
hann hér eftir. Og hann ætlaði að fyrirgefa þeim.
Hann átti að vera við Saltabrauðið. Svo taldi hann til
sextíu og fór að leita. Nú var allt orðið eins og það átti
að vera.
Hann fór lengra og lengra frá Saltabrauðinu, og gaf
því þó alltaf gætur. Eitthvað var á hreyfingu þarna við
tóftarbrotið. Og þangað hljóp hann.
Þá spruttu upp tveir menn, grenjandi, og óðu að hon-
um með haglabyssur á lofti.
ÆVINTÝRI í sveit.
&FTIR ODDNÝJU GUÐMUNDSDÓTTUR
££*★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★*★ ★★★★★★★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
153