Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 7

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 7
Hægt og þungt íótatak heyrðist innan úr húsinu og hurðin þokaðist seinlega frá stöfum. Gömul kona í síð- um, rósóttum náttkjól kom í gættina. ..Hvaða drengur er þetta?“ ..lig heiti Ingimundur Jónsson.“ ..Hvaðan ber þig að, barn?“ ..Ég bara fór frá Leiti. Ég ætla að fara heim aftur. Ég a heirna á Mýri í Laugasveit. Ég veit, að ég fæ að vera a einhverjum bæ, þangað til mamma kemur heim. Mamma er á spítala." „Komdu fljótt inn, barn, þú skelfur. Ég á nú ekkert einasta orð til.“ Hún ýtti honum á undan sér inn gang og inn í her- bergi, þar sem var hjónarúm. Gamall maður svaf í öðru rúminu. Gamla konan klæddi Inga úr öllu nema nærfötunum °g lét hann fara niður í glóðvolgt rúmið sitt. Þá vaknaði gamli maðurinn, öldungis forviða og spurði Inga spjör- Ul>um úr. Hann svaraði því öllu. Konan fór í peysu utan yfir náttkjólinn, var góða stund frammi og kom inn aft- Ur með heita mjólk og tvær þykkar brauðsneiðar. Ingi Var þá að sofna, en hún reisti hann upp og lét hann borða. Svo valt hann út af sofandi. — — Hann vaknaði við, að rjálað var við hurð, hrökk yið og mundi á svipstundu, hvernig hann hafði vakað °g óttast, að hurð opnaðist. Og þarna var þá strákur í úyrunum. Ingi áttaði sig og mundi, livar hann var staddur. Og þetta var ókunnur drengur, á stærð við hann sjálfan, ’úeð rauðan hártopp niður á ennið, smáeygur, hýr á Svipinn, með tveggja tanna skarð í eíri gómnum. „Komdu sætt. Þú ert vaknaður." Drengurinn gekk til inga og rétti honuni höndina. Síðan þögðu báðir um stund. »Ég á skip,“ sagði þá heimadrengurinn. Ingi var syfjaður og svaraði engu. „Ég kann að srníða skip,“ hélt heimadrengurinn áfrarn. Nú beið hann ekki eftir svari, en hljóp út og skildi eftir °pið. Eftir andartak kom hann inn aftur með skip sitt í Hnginu. Það var seglskip. »Flýtur það?“ spurði Ingi. »Já, það lekur nú, en seglin eru góð og stýrið. Sjáðu.“ Inga þótti skipið fallegt. „Viltu lofa mér að smíða með Þer skip?“ »Já, já, ég á nógar spýtur," sagði heimadrengurinn. »Heyrðu, veiztu það, að Baula er komin. Hún er við bl7ggjuna.“ »Ég kom með Esjunni," sagði Ingi. „Og ég ætla að fara ^ð henni heim aftur næst. Baula er að fara í öluga átt.“ Oscarsverðlaunin fyrir bezt- an leik í karliilutverki 1963 féllu í lilut blökkuniannsins Sidney Poitiers, og fyrir bezta leik i kvenlilutverki féllu Jiau i hlut ieikkonunnar Patriciu Neal. Báðir hessir leikarar eru löngu kunnir, þótt undanfarin ár liafi verið heldur hljótt um Patrieiu Neal. Sidney Poitier Oscars- verðlaunin 1963. hefur Iiins vegar leikið í mörg- um kvikmyndum síðari árin. Sidney Poitier er fæddur 24. febrúar árið 1924. Hann starf- aði fyrst í nokkur ár við leik- bús sem tjaldamaður, og fór þá að leika smáhlutverk. Hann fékk fljótt svo góða dóma fyr- ir leik sinn, að hann var ráð- inn til Hollywood og hefur starfað þar síðan 1950. Patricia Sidney Poitier. Neal er fædd af fátæku náma- fólki í Kentucky. Hún gat þó stundað nám í tvö ár við há- skóla. Síðan hélt hún til New York og fór að fást við leiklist, og aðeins einu ári siðar voru henni veitt verðlaun listagagn- rýnenda í New York fyrir bezta leik í kvenhlutverki 1946. Skömmu síðar var hún komin á samninga í Hollywood og lék meðal annars i myndum á móti Gary Cooper. Árið 1959 giftist hún brezka rithöfundinum Dor- is Klein og hefur aðeins leikið í nokkrum myndum síðan. „Þú átt að fara aftur að Leiti.“ „Nei.“ „Jú, víst. Amma segir, að hann Þorvaldur ætli að sækja þig-“ Skipið góða féll úr höndum Inga. Hann horfði í fáti í kringum sig. Svo stökk hann fram úr, greip fötin sín, sem lágu þurr og samanbrotin á stól, og flýtti sér í þau. Heimadrengurinn var alltaf að yrða á liann, en Ingi tók ekki eftir, hvað hann sagði. Hann þaut út, hljóp gegn- um næstu húsasund, kom inn á beina götu, hljóp eftir henni og leit ekki um öxl. Það var leitað — leitað fyrst um þorpið, skyggnzt frarn af bryggjunum, síðan hringt til næstu sveitabæja, þá tal- að í sírna að Leiti, þar næst komið varlegum skilaboð- um til veikrar móður drengsins. Allt á tveimur klukkustundum. Enginn hafði veitt hon- um eftirtekt frá því kona í næsta húsi sá hann hlaupa fyrir gluggann sinn. Jóhann litli var þaulspurður um, hvað Ingi hefði sagt 155

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.