Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 16

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 16
ALLT UM ÍÞRÓTTIR Útframíierj ar. I'ar sem aðalstarf útfram- Iierja er að fara liratt yfir, er bezti hæfileiki lians hraði, ]>að er auðvitað hraði í sambandi við öruggt vald yfir knettinum. Þess vegna er hæð og afl ekki sérlega nauðsynlegt fyrir ])enn- an leikmann. Ein af erfiðustu ákvörðunum hans er að ráða ])að við sig, livar hann eigi að halda sig á vellinum, staðsetja sig, eftir ])ví sem leikurinn berst fram og aftur eftir hon- um. En við þá ákvörðun verð- ur hann einkum að styðja sig við þrjár meginreglur. 1. Hann verður alltaf að taka sér stöðu 5—6 stikum frá lilið- arlinunni lil þess að hafa nóg svigrúm, annars gerir liann þeim af andstæðingunum, sem ræðst á hann, of auðvelt fyrir. 2. Þá verður hann einnig að hafa það i liuga, að félagar irans i vörninni treysta því, að þeir geti náð til hans með lang- spyrnu, alla ieið út á miðjan völl, þegar því er að skipta, og vænta ])ess, að liann sé þess al- húinn að taka við knettinum. 3. Ekki má liann halda sig um of nálægt hliðarlinunni, þegar félagi hans, útframherjinn hin- um megin, er að miðja knött- inn, heldur skal Iiann þá fara innar á völlinn og vera reiðu- búinn til ])ess að spyrna með hvorum fætinum sem er. Það var siður áður að líta svo á, að aðalstarf útframherja væri að reka knöttinn mcðfram lilið- arlínunni og alla leið upp að hornfána á vallarhelmingi and- stæðinganna, áður en hann var miðjaður, en þessi aðferð leiddi oftast til þess, að andstæðing- unum gafst tóm til að áttá sig og endurskipuleggja lið sitt. Nútíma útframherjar stefna því að markinu, en ekki að horn- fána, og samleikur milli útfram- herjanna háðum megin er því stórt atriði í leiktækninni. Svæðið, sem útframherjarnir geta leikið á, takmarkast á ann- an veg af hliðarlínu, þetta vita andstæðingarnir og því munu ])eir alltaf ráðast gegn þeim innan frá vellinum. Þegar svo er, er mikils um vert, að útframherji geti kom- ið hrögðum við og leikið á and- stæðingana. Geti hann látizt ætla að spyrna innanfótar, en spyrni utanfótar (cða öfugt), ]>á kemur ]>að andstæðingnum til að leika röngum fæti, en takist þetta ekki, kemst hann ekki áfram, nema með því að treysta á skjótleik sinn, er liann hefur spyrnt knettinum áfram, eða með því að senda innframlierja eða útframverði sinum knöttinn og vera kominn hæfilega langt, þegar lionum er sendur hann aftur. Helzt ætti aldrei að senda knöttinn aftur fyrir sig, ]>ví bæði er, að við það fá andstæðingarnir tíma til að fylkja betur liði sínu, og getur líka orðið til þess, að innframherji verði rangstæður. Hins vegar getur hann lilaupið inn á völlinn, áður en liann sendir knöttinn í áttina að hliðarlínu, til innframherja síns, scm liafði séð, hvað í vændum var. Þessi óvænta skipting útframherja og inn- framherja um stöður kemur oft að mjög miklu gagni, en svo er um ]>etta sem annað, að hóf er bezt I hverjum hlut. Hornspyrna er veigamikill þáttur í starfi útframlierja, og þeir ættu að vera svo leiknir í þeirri list, að láta knöttinn falla um 8 stikum fyrir fram- an markið, að þeim mistakist það sjaldan. Óafsakanlegt er, ef útframherji spyrnir knettin- um þannig, að liann lendi bak við markið. Honum verður líka að vera það vel ljóst, að það er ekki nóg að geta spyrnt með öðrum fætinum, heldur þeim, sem eðlilegt er nð nota eftir ]>vi, hvorum megin liann cr á vellinum. 'l'il þess, svona al- mennt séð, að gcta ráðið ferð knattarins og til þess að geta gjörstöðvað hann eða miðjað, og fyrst og fremst til þess að geta skotið til marks, þegar liinn útframherjinn hefur sent honum knöttinn, er nauðsynlegt að vera jafnvigur mcð háðum fótum. Þegar á allt er litið, þá er bezta sönnunin fyrir frækn- leik útframherjans, að hann sé næsta jafnfær um að nota vinstri sem hægri fót. Að miðja knöttinn er eitt af aðal- verkefnum útframherjans, og hann á að temja sér að gera þetta án þess að þurfa fyrst að reka knöttinn í áttina að marki andstæðinganna. Hann á fyrst og fremst að geta miðjað, þegar hann rekur knöttinn út að hlið- ar línu, ]>ó að stefnan, sem hann tekur, sé út að henni. Venjulega á hann að spyrna knettinum til þeirrar hliðar marksins, sem fjær er, og nógu langt frá markinu, til þess að markvörður verði ekki á undan að ná honum. Þó það sé aðal- hlutverk innframherjanna að gera árás á bakverði andstæð- inganna, verða útframherjarn- ir stundum að taka þetta verk að sér. Loks er að geta þess, að út- framherji má aldrei standa kyrr. Sérhver leikmaður á vell- inum á alltaf að vera á lireyf- ingu, bæðþ til þess að fylgjast betur með leiknum og til að vera fljótari að spretta úr spori. Árni Njálsson. Iíann er einn af beztu knatt' spyrnumönnum meistaraflokk0 Vals. Árni Njálsson er 27 áríl gamall og er íþróttakennari a® atvinnu. Hann hefur leikið yf,r 10 landsleiki. Körfiilioltí. Körfuknattleikur var fundi1111 upp af Bandarikjamanninun1 James A. Naismith árið 1891’ Tilgangurinn var að finna upP leik, sem hægt væri að leika *l vetrarkvöldum. Nú eru þúsund ir körfuknattleiksliða í Banda ríkjunum, og leikurinn er iðk aður í öllum löndum lieims V1 miklar vinsældir. Síðan 1936 liefur verið keppt í körfu- knattleik á Olympíuleikunuin- Einn hezti körfuknattleiksino ur heimsins í dag er Bill Rusc ’ og lcikur liann sem atvinnu maður fyrir félag eitt í BostoU* Bill er um 2,10 m á hæð og cr fyrst og fremst varnarleikma ur, en hann getur vissulefía cinnig skorað. Bill er örvlien ur og telst hávaxinn af kör u knattleiksmanni að vcra’ ,se að sjálfsögðu er kostur. Síða Bill fór að leika með félaf sinu í Boston, lieíur það oi 11 meistari fimm ár í röð. Knattspyrna. 164

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.