Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 11

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 11
CHARLES DICKENS DAVÍÐ COPPERFIELD >.Já, afsakið, ■ . . ég ætla aðeins að taka það fram, að e^ ég á að fara til útlanda, vil ég helzt lara eins fljótt og tinnt er! ... Hún Annie, frænka mín, segist nú reyndar helzt vilja hafa vini sína nálægt sér, og gamli doktor- inn.. >>Ligið þér við doktor Strong?“ spurði Wickfield alvöru- §efinn. »Já, auðvitað er það hann doktor Strong, maðurinn Éennar Annie, frænku minnar. ... Ég kalla hann alltaf samla doktorinn! Hann er á sömu skoðun og Annie, en Slðan þér töluðuð við hann, virðist hann hafa skipt um skoðun!“ Wickíield sagði, að hægara væri að útvega stöðu er- ^endis og loiaði að gera þetta eins fljótt og hann gæti. ''nðan kvaddi Maldon og fór leiðar sinnar. Þegar við vorum búin að borða, fórum við upp á loft, eins og daginn áður og skemmtum okkur síðan ágætlega lJað, sem eftir var dagsins. 'ðgnes gekk um herbergin, hljóðlega og vingjarnlega, e*ns og hún átti að sér, spilaði og söng og spjallaði við ntig Og föður sinn á víxl. Ég hafði komið niður með bækurnar mínar, og Agnes labbaði við mig um lexíurnar mínar og sýndi mér fram a> hvernig hægast væri að læra þær. Mér er enn sem ég sJái hana, þar sem hún gekk um í stofunni, ljós yfir- uum og blíðleg, og ómurinn af blíðu, hreimfögru rödd- "'ni hennar hljómar enn í eyrum mér. Þegar Agnes var háttuð um kvöldið og ég ætlaði að ^lra að ganga til sængur, vék Wickfield sér að mér og ’hashi: »Jæja, Trotwood, viltu vera kyrr hérna hjá okkur ... eða viltu heldur búa annars staðar?“ »Ég vil helzt vera hér áfram,“ anzaði ég hiklaust. »Ég er hræddur um, að þér finnist of dauflegt liérna, Vaer*i minn,“ mælti Wickfiekl alvarlegur. »hað er ekki dauflegra fyrir mig en fyrir hana Agnesi, ' • en það er alls ekki leiðinlegt hérna,“ anzaði ég. »Én fyrir hana Agnesi,“ át Wickfield hugsandi eftir r"ei og fór að ganga um gólf. ÉÉann drakk svo mikið þetta kvöld, að augun í hon- urðu alveg blóðhlaupin, og alltaf var hann að muldra yrir munni sér: „En fyrir hana Agnesi! .. . Jæja, það gleður mig, að þú vilt vera hérna hjá okkur. ... Það verður mér til góðs, . . . Agnesi til góðs, . . . ef til vill okkur öllum til góðs!“ „Já, ég er viss um, að það er mér fyrir beztu,“ mælti ég. „Mér líður svo fjarska vel hér.“ „Þú ert fyrirtaks drengur, Trotwood. Þú verður að gera þig heimakominn hérna. Og ef þig langar að lesa niðri í herberginu mínu, er þér það guðvelkomið, þegar þú vilt.“ Ég fór með honum þangað niður þá þegar um kvöld- ið, en er ég gekk franr hjá litlu, hringmynduðu skrif- stofunni, greip mig löngun til þess að heilsa upp á Uriali. „Þér vinnið lengi í kvöld, Uriah,“ sagði ég. „Já, herra Copperfield,“ anzaði Uriah stimamjúkur, „en ég er ekki að fást við skrifstofustörf! ... Ég er að auka þekkingu mína í lögfræðilegunr efnum.“ „Já, þér eruð víst mjög fær lögfræðingur.“ „Nei, ég er ósköp lítill bógur,“ mælti Uriah og fór all- ur hjá sér. „Hann faðir minn sálugi var af fjarska lág- unr stigunr og sama er að segja unr hana móður mína.“ „O, ég spái því, að einhvern tínra verðið þér félagi Wickliekls, Uriah minn.“ ,Éíí er að auka liekkingu mína í lögfræðilegum efnum.'

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.