Æskan

Volume

Æskan - 01.05.1964, Page 6

Æskan - 01.05.1964, Page 6
Hann rak upp skelíingaróp og hljóp eins og hann þoldi — hljóp og hljóp. En í hvert skipti, sem hann nálgaðist bæinn, var einhver strákanna kominn í veg i’yrir hann með byssu á lofti. Ari var nú kominn líka og hafði hvellbyssuna. Ingi vissi ekki, hve oft þeir hröktu hann í áttina frá bænum. En að lokum gafst hann upp og fleygði sér niður, aðframkominn af mæði og gráti. „Hvað er þetta, strákar?" Þorvaldur var kominn. „Hvað eruð þið að þvælast með þessa byssuræfla, greyin mín? Svona, Ingi minn, farðu nú heim til hennar frænku þinn- ar. Hún geiur þér eitthvað gott, og svo ert þú vís til að gefa kálfinum fyrir hana. Skammist jrið ykkar, strákar, fyrir að stríða honum litla frænda ykkar.“ Þorvaldur var góður, en hann skildi ekki neitt. Halla var líka góð, en hún skildi ekki neitt. Þess vegna átti hann engan að. Hann hljóp heim að bænum, meðan Þorvaldur var í augsýn og komst óáreittur inn. Halla hélt, að hann væri lasinn og vildi, að hann legði sig út af. En af því, að hún vísaði honum upp á loft, þorði hann ekki að sofa. Hann sat hjá henni í eldhús- inu allan daginn, lék sér að gullum, sem hún tíndi til hans, og barðist við svefninn. Þegar hún fór að ræsta húsið, elti hann hana og hún lét hann hjálpa sér. Því varð hann feginn. Stundum talaði hún við hann. Þorvaldur tók af sér skóna og hallaði sér út af í rúmið sitt eftir miðdegiskaffið. Ingi fór inn á eftir honum, sett- ist á stokkinn og lagðist út af yfir fæturna á lionum, til þess að vera viss um að vakna, um leið og hann færi. Hann sofnaði samstundis. Sjálfsagt var þetta ekki löng stund. Hann hrökk við um leið og Þorvaldur reis á fæt- ur. Hann íleygði frá sér dagblaðinu, sem liann hafði verið að lesa, sagði við Inga: „Sofðu bara, drengur, þú hefur ekki annað að gera,“ og fór svo út. * MARLON RRANDO er fædd- ur í Omaka í Bandaríkjun- um 3. april árið 1923. Hann hefur náð miklum vinsæld- um, og er í dag talinn í fremstu röð stjarnanna i Hollywood. Stærstu hlut- verk lians til þessa eru í myndunum „Viva Zapata“, „Julius Caesar“,„Villt æska“, „Uppreisnin á Bounty" og „Á eyrinni", cn fyrir ])á mynd fékk hann Óskarsverð- laun. Stjarna. Ingi elti hann fram í eldhúsið og baráttan við svefn- inn hélt áfram. ----Hann stillti sig, jrar til klukkan sló tólf. En uffl leið og hún sló fór hann fram úr og klæddi sig. Hann opnaði undur varlega. Lubbi flaðraði upp um hann- Heimalningurinn spratt á fætur, jarmaði hvellt, stóð svo í sömu sporum japlandi og horfði á drenginn. Kisa rak hausinn út um gat á kjallaraglugganum og mjálmaði- Drengurinn bældi niður hlátur, en þá kom líka gráturinn- Hann hljóp fram túnið, leit oft um öxl og hafði hjart- slátt. Veginn vildi hann ekki fara. Það gat verið hættulegt- Bílar gátu verið á ferð. Hann ætlaði ekki að láta flytja sig eins og strokumann lieim að Leiti sömu nóttina. Þess vegna tók hann stefnuna yfir holt og hæðir ofan byggðar- innar. Þannig ætlaði hann að komast klakklaust niður i Sandhöfn. Fljótt varð hann svangur — sársvangur. Kalt var hofl' um líka, því að hann blotnaði í læturna í strigaskónuffl- Heimskur var hann að fara ekki í vaðstígvél. Þoku- mökkur kom út úr fjallaskarði og lyppaðist niður ffln1 allar hliðar. Hann breiddi úr sér á lítilli stundu, svo að hvergi sást til hæða eða fjalla. Kaldur úði settist á peys' una drengsins. Hann stakk köldum höndunum í vasana- Þá datt hann áfram, hruflaði sig á enni og grét. Grátandi og sárkaldur lötraði liann upp og niður haeð- ir og hóla, mýrar og móa. En í rétta átt hlaut hann að fara, svo framarlega sem hann sneri ekki alveg við. Han'1 gat hvorki farið upp á heiðarbrúnina, né niður á lag' lendið, án þess að verða þess var. Líklega fór hann marg‘l óþarfa króka þarna í miðjum hlíðum. En hann hlaut að komast niður í kaupstaðinn löngu fyrir fótaferðartúna- Þokunni létti. Hann sá sjóinn. Hann sá þorpið. Motg unsólin ljómaði yfir því, rauðu, hvítu og grænu. Dreng urinn fór enn að gráta, en vissi ekki hvers vegna, því nú var liann hjartans feginn. Þetta var lengri leið en hann liélt — miklu, mikí11 lengri. En nú kveið hann engu. Þorpið varð því falleg1*1 og skýrara sem hann kom nær. Að lokum var hann þar. Þegar lnisin voru svona nsi'1’ sá hann að sum voru ekki falleg, heldur gömul og hr01 leg, en hann varð þeim feginn, öllum þessum blessuðuffl húsum, þar sem góðir menn áttu heima. Hann ge^^ milli kálgarða, framhjá túnblettum, framhjá fjósi heyrði kú baula inni. Nú tóku húsin sjálf við. Tvö stóðu sitt hvorum megin við götu, annað steinhús, hitt hti > gamalt timburhús. Hann barði að dyrum á litla húsu111’ barði á hurðina með blautum, köldum höndum og £an0’ að lröggin voru lin. Þá fór hann enn að gráta. Einhver var þó nógu svefnstyggur. Marlon Brando. 154

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.