Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 12
„Nei, ég er allt of auvirðileg persóna til þess, að ég
geti átt slíkt í vændum,“ anzaði Uriah.
Síðan spjölluðum við um Wickfield, frænku mína og
Agnesi litlu, það er að segja, Uriah réð algerlega um-
ræðuefninu. Hann var auðmýktin sjálf og svo mjúkmáll
við mig, að ég sagði honum langtum fleira en ég hafði
ætlað mér. Áður en við skildum, bauð hann mér að heim-
sækja þau mæðginin og drekka síðdegiste hjá þeim ein-
hvern tíma á næstunni. Hann sagði, að þau væru af
fjarska lágum stigum og að þau mundu telja sér það
mjög mikinn heiður, ef ég heimsækti þau.
Ekki leið á löngu, þar til ég var farinn að kunna prýði-
lega við mig í skólanum og meðal drengjanna. Ég stund-
aði námið af miklu kappi, og cloktor Strong hrósaði mér
oft. Einnig tók ég mikinn þátt í íþróttaiðkunum drengj-
anna og varð brátt einn af þeim fremstu í þeirri grein.
Doktor Strong var afburða vinsæll meðal drengjanna,
og öll störf í skólanum voru unnin með ánægju og af
áhuga. Munurinn á þessum skóla og Salem House var
eins og munur dags og nætur.
Frú Strong kom oft að heimsækja Wickfieldfjölskyld-
una, og við heimsóttum líka oft skólastjórahjónin, svo
að ég kynntist þeim brátt. Það var mikill aldursmunur
á þeim, og þau voru ólík í háttum sínum, en þau virtust
hverjum manni vel og unnust hugástum. Doktor Strong
var mjög blíður og nærgætinn við ungu konuna sína og
reyndi að gera henni allt til geðs, en hann var talsvert
viðutan og var fljótur að gieyma öllu, sem umhverfis
hann var, þegar hann var að vinna að hinni miklu orða-
bók sinni, sem átti að gera hann frægan. Hann var frem-
ur lítill mannþekkjari, og sökum mannkosta sinna og ör-
lætis var hann oft rúinn inn að skyrtunni af ósvífnum
betlurum. Aldrei gat hann synjað þeim bónar, hversu oft
sem þeir komu. Unga konan hans var kát og fjörug, og
það er ekki víst, að hana hafi alltaf langað mikið að
hlusta á fornyrðin, sem áttu að vera í orðabók mannsins
hennar, en alltaf hlustaði hún þó á það, sem hann sagði,
og vildi fegin reynast honum eins góð eiginkona og henni
var unnt.
Ég veitti því athygli, að Wickfield gaf nánar gætur að
henni, þegar hún var með frænda sínum, Jack Maldon,
og á leiðinni heim lét hann ákveðið í ljós, að Maldon
yrði að fara af landi burt. Og það varð líka úr.
Mánuði síðar var haldin skilnaðarveizla hjá doktor
Strong vegna burtfarar Jack Maldons. Ræður voru flutt-
ar fyrir minni hans og kvæði sungin. Ég man þetta enn
glöggt, vegna þess sem bar við, eftir að veizlunni var
lokið.
Þegar vagninn var farinn, fundum við frú Strong hvergi,
og urðu þá allir forviða, en þó urðum við enn þá meira
agndofa, þegar við fundum hana loksins, liggjandi í öng'
viti í einum af göngum hússins. Hún raknaði þó fljott
við, og gestirnir kvöddu og fóru hver heim til sín. En
lengi eftir þetta var ég að hugsa um það, hve annt Wick-
field hafði verið um að koma Jack Maldon úr landi, og
hve frú Strong hafði tekið sér brottför hans nærri.
SEXTÁNDI KAFLl
Dularfull persóna kemur til sögunnar.
Skömmu eitir að ég settist að hjá frænku minni, skrif'
aði ég Peggotty og sagði henni allt af létta um dvöl mínn
í London og flóttann lil frænku minnar. Ég fékk um h®i
langt svarbréf frá Peggotty, og ég sá það á öllum blettun-
um, sem voru á bréfinu, að hún mundi hafa verið grat'
andi, meðan hún var að skrifa það. Frænku mína vild*
Peggotty helzt ekki heyra nefnda eftir þau kynni, sern
hún hafði haft af lienni, þegar ég fæddist, og hún lét svo
um mælt, að ef ég ætlaði mér að flýja aftur, skyldi hnn
senda mér nægilega peninga til þess, að ég gæti farið til
Yarmouth. Hún sagði mér þær fréttir, að Murdstone hefð*
selt húsið í Blunderstone og að hann væri fluttur þaðan
ásamt systur sinni. Einnig minntist hún lítillega á Barkis>
herra Peggotty og Ham, sem öllum leið ágætlega, og a
frú Gummidge, sem leið illa. Á Millu minntist hún ekki
að öðru leyti en því, að hún hefði ekki viljað skrifa mér
línu sjálf í kveðjuskyni, en liefði sagt, að Peggotty gætl
skilað kveðju frá sér, ef henni sýndist.
Dick heimsótti mig að staðaldri og ávann sér brátt hyE1
doktor Strongs og allra skólabræðra minna.
Þar eð frænka mín vissi, að Dick var mikið fyrir hun
angskökur, hafði hún leyft honum að kaupa kökur fyrir
eina krónu í hvert sinn, sem hann færi til bæjarins. En
ekki mátti hann eyða einum eyri fram yíir þá tiltekn
fjárhæð.
Dick gætti þess vandlega að hlýðnast frænku minni °8
gerði aldrei neitt, sem var henni móti skapi. Hann áleú’
að hún væri hyggnasta kona undir sólunni.
„En heyrðu mig, Trotwood," sagði hann dag nokkur •
„Hvaða maður er það, sem felur sig í grenncl við husi
okkar og hræðir hana, frænku þína?“
„Maður, sem hræðir frænku mína?“ spurði ég forvið‘
„Já, það er nú orðið langt, síðan hann kom fyrst.
Ég man ekki, hvenær það var! ... Bíðum við, hven33
var það nú aftur, sem hann Karl 1 var hálshöggvinn?
Var það ekki árið 1649?“
XQoOeöeGoOoOeGoOeGoöoOeOcGeOoOoOoöoOoOoQeGoOeOeöeGcOeOoOeGoOoGoOcGcQoGoOeGoGoGeQoö8*
160