Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 17

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 17
„Af hverju situr hann á hestinum?“ „Af því að þá er hann miklu fljótari og þarf ekki að hlaupa sjálfur, og þá verður hann ekki eins þreyttur.“ „Hleypur þá bara hesturinn?“ „Já, auðvitað.“ „Af hverju gerir hesturinn þetta fyrir strákinn?“ „Strákurinn hefir tekið hestinn og svo hefir hann bundið spotta upp í hann.“ „Hvað er spotti?“ „Það er eins og langt og sterkt strá, sem strákurinn lætur upp í munninn á hestin- unr. Svo snýr strákurinn upp á spottann, svo að hann verður fastur í munninum á hestinum. Það er víst kallað að binda upp í hestinn.“ „Af hverju bindur hann þennan spotta upp í hestinn?“ „Það gerir hann til þess að halda í hann l*ieð hendinni. Og svo kemst strákurinn uPp á bakið á hestinum, af því að hestur- inn getur þá ekki hlaupið, af því að strák- urinn heldur honum alveg föstum.“ „En af hverju hleypur þá hesturinn, þeg- ar strákurinn er kominn á bakið á honum og heldur í spottann?“ „Þegar strákurinn er kominn á bakið á hestinum, heldur hann ekki fast í spottann, en notar hann bara til þess að stjórna hest- inum.“ „Hvernig fer strákurinn að stjórna hest- inum?“ „Þegar hann vill láta hestinn fara til hægri hliðar, þá togar hann fast í spottann til hægri, og eins fer hann að, þegar hann vill láta hestinn fara til vinstri.“ „Togar hann þá líka í spottann til hægri?“ „Auðvitað ekki, litla lambið mitt. Þá togar hann náttúrlega í spottann til vinstri.“ „Og þarf veslings hesturinn að hlaupa með strákinn á bakinu á sér langan tíma?“ „Já, oft verður hann að gera það.“

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.