Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 4
Vöruskipti.
Einu sinni endur fyrir löngu, þegar heimurinn var
ennþá ungur, var margt öðruvísi en það er í dag. Gíraff-
arnir voru ekki með langa halsa, hestarnir klifruðu um
í trjánum og fílarnir líktust mest grísum. Þá kunnu
fuglarnir ekki heldur að syngja og gátu ekki aðvarað
hverjir aðra, þegar hættu bar að höndum. Þeir voru
líka minni en nú og ílögruðu af blómi á blóm og söfnuðu
hunangi býflugunum til hinnar mestu armæðu, því að
þær töldu sig hafa einkarétt á safa blómanna.
Dag nokkurn kom undarlegt bjarndýr til landsins. Það
gekk um með sekkjapípu, sem það blés sífellt í, og öllum
fuglunum fundust hljómarnir svo fallegir, að þeir flykkt-
ust að úr öllum heimshornum til þess að hlýða á sekkja-
pípuleikinn. En undir kvöldið settist bangsinn niður á
vegbrúnina og hætti að blása í sekkjapípuna. Allt um-
hverfis hann sátu allir litlu fuglarnir og urðu daprir við,
því að þeim þótti tónlistin svo falleg og þreyttust aldrei
á henni.
„Leiktu meira, hr. Björn," báðu þeir hver í kapp við
annan, en björninn bað um hvíld. Hann ætlaði fyrst að
tína sér dálítið af berjum, sagði hann, og síðan ætlaði
hann að sofna. En fuglarnir sárbændu hann svo, að hann
féllst loksins á að kenna þeim sjálfum að flauta, ef þeir
vildu í staðinn sækja honum eitthvað að borða. Stærstu
fuglarnir flugu þá burt til þess að leita að hunangi handa
birninum, og á meðan kenndi hann öllum litlu fuglunum,
hvernig á að mynda tóna með nefinu. Sumir fuglanna
sátu lengi og reyndu ýmsa tóna — aðrir létu sér nægja
að læra að mynda bara einn eða tvo tóna — og nokkrir
lærðu bara að láta smella dálítið í kokinu, næstum eins
og þegar maður missir fimmeyring í gólíið.
Bjarndýrið gekk um með sekkjapípu, sem það blés sífellt í,
og öllum fuglunum fundust hljómarnir svo fallegir.
Stóru fuglarnir komu brátt aítur með hunang handa
góða bangsanum. Hann fór strax að borða það, og þegar
Iiann var orðinn saddur, sofnaði hann undir stóra eikai'-
trénu. Þar lá hann og hraut, eins og bangsa er siður, en
stóru fuglarnir héldu, að þetta væri söngkennslan, þv*
að nú var orðið dimmt.
En i nágrenninu sátu litlu fuglarnir og sungu svo fal'
lega, eins og þið þekkið, og stóru fuglarnir flugu h'ka
heim, þegar þeir höfðu lært að syngja — að því er þe*r
héldu. Og þarna er komin skýringin á því, hvers vegna
litlu fuglarnir syngja svo fallega, en stóru fuglarnn'
syngja svo miklum mun grófara. Sjálfir lialda þeir allir, að
þeir syngi svo fallega — og það er líka mest um vert, að
hver sé ánægður með sitt. En litlu fuglarnir eru svo
önnum kafnir við að syngja, að þeir gefa sér ekki lengu*
tíma til að safna hunangi blómanna — og þess vegna eru
býflugurnar svo ánægðar — og þá getum við víst veri^
það líka.
þögninni, og þeim er lítið gefið um
hávaða. Þó eru þau lifandi og hafa
unað af vermandi sól, og finna sárt
til kulda, engu síður en menn og dýr.
í þúsund ár hafa börn á íslandi
fagnað sumri og það hafa íslenzk
ljallablóm gert einnig.
152
Nú fagna börn og blóm Islands enn
einu sinni komu sumars og gera það
í sameiningu, með því að víða brosa
nú blóm í varpa við íslenzkri sumar-
komu.
Gleðilegt sumar.
KÁPUMYND
Anna, Borg Reumert, leik-
kona, sem Fjallkonan
17. júní 19h8.