Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 10

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 10
Úlfuriftii á Sjúft^aufjalli. Kínverslc sa^a. Höfundur: MA SJÚNGSÍ. Eitt sinn var fræðimaður, Túng- kúó að nafni, sem var annálað- ur fyrir vorkunnsemi. Dag nokkurn átti hann leið til Sjúngsan og reið múlasna sínum. Sá hann þá hóp veiði- manna. í sama mund varð á vegi hans úliur sem hljóp til hans auðsýnilega lafhræddur. „Miskunnsami herra,“ sagði úlfur- inn í bænarrómi, „vertu nú svo góð- ur að lofa mér að iela mig í pokanum þínum um stundarsakir. Ef að ég slepp lifandi úr þessum háska, skal ég muna góðvild þína á meðan ég tóri.“ Þegar fræðimaðurinn lieyrði þetta, tæmdi hann í skyndi poka sinn, sem í voru bækur, tróð úlfinum ofan í hann og raðaði bókunum utan um hann. Hann hafði alveg nýlokið þessu, þegar veiðimannahópinn bar þar að. Þegar þeir fundu ekki úlfinn, höfðu jreir sig á brott. Úlfurinn bað þá Túngkúó að hleypa sér út úr pokanum, sem hann og gerði. Lét úlfurinn Jrá skína í vígtenn- urnar og sagði: „Eg var hundeltur af Jressum fúlmennum og ég er þér ákaf- lega Jrakklátur fyrir að hafa bjargað lífi mínu. En nú er ég að dauða kom- inn úr sulti og verð ég því að fá eitt- hvað að éta ef ég á ekki að sálast. Þú verður nú að gera svo vel að lofa mér að éta þig, ef þú á annað borð vilt bjarga mér.“ Að svo mæltu réðist úlfurinn á gamla fræðimanninn, sem var alveg óviðbúinn árásinni. Hann reyndi að 158 verjast eins vel og hann gat. Honum til mikils léttis sá hann þá gamlan bónda nálgast. Honum tókst að hrista af sér úlfinn, hljóp til gamla bónd- ans og bað hann að bjarga sér. „Hvað er hér á seyði?“ spurði gamli bóndinn. „Þessi úlfur var eltur af veiðimönn- um, Jregar hann bað mig um að líkna sér,“ sagði íræðimaðurinn. „Ég bjarg- aði lííi hans, en nú vill hann endilega fá að éta mig. Reyndu að koma fyr,r liann vitinu og fá hann til að skilja að hann hefur gersamlega rangan málstað." (t „Þegar fræðimaðurinn faldi mig> tók úlfurinn til máls, „batt hann sam' an á mér fæturna, tróð mér ofan i þennan poka og bókunum sínum ofan á. Ég gerði eins lítið úr mér og ég frekast gat og gat naumast dregið and- ann. Síðan talaði hann lengi við veiði' mennina og ætlaðist víst til að ég kafnaði ofan í pokanum. Hvers vegna ætti ég svo sem að hlífast við að éta hann?" „Ég hugsa helzt að þú ýkir þetta, sagði gamli bóndinn. „Sýndu mér nn hvernig þetta skeði og hvort að það fór eins illa um þig í pokanum og Jrú vilt vera láta.“ Þetta samþykkti úlfurinn fúslega og skreið ofan í pokann. „Hefurðu ekki haka meðferðis? hvíslaði gamli bóndinn að fræðimann- inum. Túngkúó dró verkfærið úr pússi sínu. Þá sýndi bóndinn honum með bendingum hvernig hann skyldi vinna á úlfinum með hakanum. „Ætli ég meiði hann þá ekki?“ sagði fræðimaðurinn með hryllingi í rödd- inni. Þá hló gamli bóndinn. „Þetta el ákaflega vanþakklát skepna, en sariú liefur þú ekki lrjarta til að drepa hana. Að vísu ertu maður vorkunn- samur, en um leið alveg frámunaleg3 heimskur." Síðan hjálpaði bóndinn fræðimann- inum til að kála úlfinum. Gjalddagi ÆSKUNNAR var 1. apríl sl. Greiðið blað' ið strax. Árgangurinn k°st' ar aðeins 150 krónur.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.