Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 18

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 18
Nú Varð litla lambið þögult dálitla stund og horfði hálf óttaslegið á strákinn á hest- inum. Allt í einu sneri það sér að mömmu sinni og sagði ákveðið: „Mamma, þetta hlýtur að vera reglulega vondur strákur.“ „Af hverju heldurðu það?“ „Af því að hann fer svona illa með hest- mn. „Það er ekki bara þessi strákur, sem ger- ir þetta. Þetta gera allir strákar, þegar þeir geta náð í hest.“ „Þá eru allir strákar vondir.“ „Þeir þurfa ekki endilega að vera vond- ir fyrir það. Þetta gera líka margir full- orðnir.“ „Þá eru þeir líka vondir.“ „Ætli það sé nú víst? Þetta gera hest- arnir fyrir mennina, annars fengju þeir kannski ekkert að borða, þegar veturinn kemur og ekkert gras er til, eins og ég hefi víst sagt þér einhvern tíma áður.“ / „Eg skal bara segja þér það, mamma, að ég skal aldrei láta strák eða fullorðna sitja svona á bakinu á mér, þó að ég fái ekkert að borða um veturinn.“ Nú. gat mamman ekki stillt sig um að brosa svolítið. „O, þeir gera það áreiðan- lega ekki, því að þú getur ekki borið þá á litla bakinu þínu.“ „Það er ágætt.“ Nú var drengurinn koiri' inn fram hjá litla lambinu og mömmu þess. „Farðu nú að kroppa og vertu ekki leng' ur að þessu masi,“ sagði mamman ákveð' in. Litla lambið hlýddi og fór að slíta upp nokkur strá, en leit þó við og við upp, til að horfa á eftir dreno-num. Allt í einu hiisti o það litla höfuðið og hoppaði svo upp í loft- ið og út á hlið. „Af hverju ertu nú að hoppa?“ / (t „Eg hef svo ákaflega gaman af þessu. „Gaman af hverju?“ „Auðvitað að hoppa.“ „Já, þetta gerði ég, þegar ég var lítil „Varst þú einu sinni lítil ?“ „Já, auðvitað. Eg var einu sinni lítið lamb.“ „Hvað er að heyra þetta! Ja, Jretta vai gaman að heyra, ha, ha, ha!“ sagði htla lambið og skellihló. „Verður Jrú svo aftui lítil einhvern tíma?“ „Nei, það verð ég ekki. En þú átt efti' að stækka og verða kannski eins stórt og ég, ef þú sýnir dugnað við að borða nóg11 mikið.“ CHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHKHífíííí1 ChKKhKhKhKhKhKhKHKHKhKhKhKhK 166

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.