Æskan

Árgangur

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 24

Æskan - 01.05.1964, Blaðsíða 24
 Da ur MEÐ U Thant U Thant, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur mikinn áhuga á stjórnmálum og mjög ákveðnar skoðanir, segir í starfsmanna- blaði S.Þ., sem átti viðtal við hann nýlega um daglegar venjur hans og vinnuhætti. En hann tekur fram, að í starfi sinu verði hann stundum að bæla niður eigin skoðanir og snúast hlutlaust við verkefnunum, þannig að hann hafi fyrst og fremst í huga hagsmuni aðildarrikjanna og samtakanna í heild. U Thant segir, að hann byrji daginn kl. hálfsjö með 15 mínútna íhugun: „Ég er, eins og þér vitið, Búddhatrúarmaður. Það er erfitt að lýsa í stuttu máli þeirri aðferð, sem er tengd íhugun okkar. í sem fæstum orðum sagt er þar um að ræða hreinsun hugans með bæn og hugskoðun- I Austurlöndum leggjum við meiri áherzlu á hugann en líkamann. Og sálin situr í fyrirrúmi fyrir hugáhum. Eftir þessa guðræknisstund hefst dagsverkið hjá U Thant með dag- blaðalestri. Það tekur liann hálftíma að lesa blöðin. Hann er áskrifandi nokkurra blaða og tímarita. Tímaritin les hann þó eftir að hann kemur heim úr vinnunni á kvöldin og áður en hann snæðir kvöldverð kk 21.45 eða 22. U Thant býr í Riverdale, og það tekur hann 20 mínútur að aka til eða frá aðalstöðvum S.Þ. Hann kemur til vinnu kl. 10 og vinnur sleitulaust fram til kl. 20 eða 20.30. Á hverjum degi snæðir hann mið- degisverð með einhverjum af sendiherrum aðildarríkjanna eða einum af aðstoðarframkvæmdastjórunum. Að jafnaði afþakkar hann kvöld- verðarboð eða heimboð af öðru tagi á kvöldin. Ástæðuna til þess segir hann vera þá, að honum sé ómögulegt að reikna þann mikla tíma sem til slíks þyrfti. U Thant vinnur líka á laugardögum — þegar skrifstofur Sameinuðu þjóðanna eru lokaðar — en þá er vinnudagurinn ekki jafnlangur og aðra daga. Sunnudagana á ég sjálfur, og þá er ég um kyrrt heirna hjá fjölskyldu minni, bætir hann við. Aðspurður, hvort til sé svonefndur „alþjóðlegur maður“, segir hann, að hver meðalgreindur maður, sem sé trúr liugsjónum og anda Sam- einuðu þjóðanna og gagnsýrður af þörfinni á að þjóna friðinum, geU orðið „alþjóðlegur maður“. Biblían. <©•••••••• Biblian er cnn það ritverk, sem mest er þýtt i heiminum, segir í skýrslu frá Sameinuðu lijóðunum um þýðingar rit- verka í heiminum. Á árinu, 1961, var Biblian þýdd 246 sinn- um. Að öðru leyti er skráin sem um er fjallað, nefnilega yfir þýdda höfunda svipuð og hún hefur verið á undanförn- um árum. Það eru liinir gamal- 172 kunnu klassísku höfundar, sem þar eru efstir á lista: Tolstoj með 115 ])ýðingar árið 1961, Shakespeare með 98, Mark Twain með 72, Tsékov með 66, Balzac 61, Dickens 58 og H. C. Andersen með 53 þýðingar. • • • Heilahrot. Svör: 1. 5 minútur. 2. með þvi að snúa buxunum við, áður en þú ferð i þær. 3. Hún fann, að ijósaperan var lieit ennþá. Pét- ur hafði því slökkt ijósið rétt áður en hún kom inn. Baugfingur. | Sá siður, að bera giftingar- Jiring á næsta fingri við litla fingur — en af þeim ástæðum er hann kallaður haugfingur — mun stafa af ævafornri trú á það, að geysifin og merkileg taug liggi úr lionum beina leið til hjartans. Baugfingur var og liinn lækningamáttugi fingur. Grískir og rómverskir læknar lirærðu í Jyfjablöndum með lionum, þvi þeir töldu af og frá, að nokkur eiturtegund gæti komið í snertingu við han11 án þess að þess yrði vart. ★ ☆ ★ Veútu þaS? Svör: 1. Árið 1807. 2. 1. dfs' ember árið 1918. 3. 17. júní áV' ið 1944. 4. James Watt ári 1784. 5. Leðurblakan. 6. Hu"“' urinn. 7. Steypireyður, 25 metrar. 8. Allt að 20 minútun1- 9. Næturgalinn. 10. Mógrár. Nei. Hér er of kalt fyrir lllllin’

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.