Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 6

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 6
 Ritstjórl: GRÍMUR ENGILBERTS, ritstiórn: Lrskjargötu ÍOA, ilmi 17336, heimasimi 12042, pósthólf 601. Framkvœmdastióri: KRISTJÁN GUÐMUNDSSON, skrifstofa: Lœkjargötu 10A, síml 17336, heimasimi 23230. AfgreiSsla: Kirkjutorgi 4, slmi 14235. Árgangurinn kr. 150,00. Gjatddag!: 1. april. I lausasölu kr. 20,00 eintakið. — Utanóskrift: ÆSKAN, pósthólf 14, Reykiavtk. Útgefandi: Stórstúka íslands. — Myndamót: Prentmyndattofa Helga Guömundssonar. — Prentun: PrentsmlÖjan ODDI h.f. — Janúar 1965 •s||■ll■ll•||•ll■:l■ll■M■l:■:i■■'Ill■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■■l■':■■■■ll■u■l:■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■tl■ll■ll■ll■l'■ll■lt■ll■ll■M■ll■|l■ll■ll■■•■*«''■ll■ll■l'■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■ll■l'■ll■ll•ll■'l■ll■ll■ll■l'■•'■l'■ Þorri liefst að þessu sinni laugardaginn 23. janúar, en Góa iunuudaginn 21. febrúar. Fyrsti þo.'radagur var lengi eins kon- ar tyllidagur víða hér á landi. Eimir þar ef til vill eftir af miðsvetrarblóti eða þorrablóti í heiðnum sið. Góa er nœsti mánuður eftir Þorra. Liggur nærri að munn- mælin hafi gert Þorra og Góu að hjónum, er getið hafi son og dóttur, þau Einmánuð og Hörpu, síðasta vetrarmánuð og fyrsta sumarmánuð. Víða hór á landi var þorra- komudagur nefndur „bónda- dagur“ og var bændum skylt að fagna Þorra eða bjóða hann velkominn — „bjóða honum í garð“, eins og það mun hafa verið kallað. En kalt verk var það og karlmannlegt, ef illa viðraði. Fyrsta dag Þorra áttu bænd- ur að vera snemma á fótum eða „fara ofan“ timanlega. En þeir áttu ekki að klæðast að fullu, fyrr en Þorri hefði verið boð- inn velkominn. Þeir áttu að fara út í skyrt- unni einni saman, hvernig sem viðraði. Berfættir skyidu þeir vera og bcrstripaðir að neðan eða brókarlausir. Sumir segja þó, að þeir hafi mátt fara í aðra buxnaskálmina, áður en út væri komið, en draga hina á eftir sér. Þvi næst áttu þeir að lioppa á öðrum fæti kring- um bæinn og draga brókar- skálmina á eftir. Og meðan á hoppi þessu stóð, áttu þeir allt- af að vera að bjóða Þorra vel- kominn í garð eða á heimili sitt. Það mun og hafa verið talin skylda liúsfreyjunnar að gera vel til hónda síns i mat og drykk á þessum merkilega degi. Fyrsti Góudagur var eins konar „konudagur", að minnsta kosti sums staðar á landinu. Þá áttu húsfreyjurnar að fara á fætur „fyrir allar aldir“. Þær áttu að vcra fáklæddar, eins og bændurnir á fyrsta degi Þorra, lioppa kringum allan hæinn og bjóða Góu velkomna á þennan hátt: Velkomin sérlu, Góa mín, og gakktu inn i bæinn, vertu ekki úti i vindinum vorlangan daginn. Sumir segja, að þær liafi átt að ganga (ekki hoppa) þrisvar kringum bæjarhúsin og þylja erindi ]>að, sem áður greinir. Þá er og sagt, að yngismenn liafi átt að fagna Einmánuði og yngismeyjar Hörpu — á sama eða svipaðan hátt og bændur og húsfreyjur fögnuðu Þorra og Góu. ÞORRI og GÓA Jón Hallgrímsson, Vestra íra- gerði, Stokkseyri, skrifar: Kæra Æska. Það verð ég nú að segja, að aldrei síðan ég tók við Æsk- unni liefur gengið eins vel að rukka hana inn, og hækkaði liún ]ió um helming. Sigrún Ágústsdóttir, Rangár- vallasýslu, skrifar: Kæra Æska. Eg er búin að kaupa þig í 3 ár, og likar mér mjög vel við þig. Mér finnst mest gaman að myndaframhaldssögunum, einn- ig varð ég mjög hrifin af litlu myndunum, sem á að setja saman. Ég vildi, að þær væru sem oftast í blöðunum þínum. Ég sendi þér mynd af hund- inum hérna á bænum. Við krakkarnir höfum mikið uppá- hald á honum. Hann hefur svo gaman af því að leika sér með okkur þegar við erum í bolta- leik. Madda. LESENDURNIR SKRIFA Jóna Halldórsdóttir, Fossgerði, Eiðaþinghá, skrifar: Kæra Æska. Mér hefur vonum fram- ar gengið vel að innheimta verð blaðsins, og mér finnst kaup- endur taka liækkuninni mjög vel, og enginn hefur sagt Æsk- unni upp af þeim sökum. Ég get glatt þig með þvi, að hér i sveit er Æskan keypt á hverju ein- asta heimili, sem stálpuð börn eru á, og ennfremur á nokkrum lieiinilum, sem eintómt fullorð- ið fólk er á. Það kaupir blaðið af tryggð við Æskuna, og hafa sumir keypt hana frá sínum yngri árum. Halldóra Jónsdóttir, Skóga- skóla, skrifar: Kæra Æska. Ég óska þér gleðilegs árs og þakka liðið ár. Ég þakka þér inni- lega allar fallegu sögurnar þín- ar, mamma les þær fyrir mig, en ég er alveg að verða læs (7 ára) og þá get ég lesið þær ein. Það verður gaman. wiwiwiwiwimwimwiwwwwwiwiwiwiwiwimmmwiwiww Jainaldrar í öðrunt löudum. Þeim unglingum, sem biðja um bréfaviðskipti við jafnaidra sína í Danmörku, Noregi og Færeyj- um, skai bent á að skrifa til þess- ara blaða: Norsk Barncblad, Lar- vik, Norge, Det nye IJansk Fami- lieblad, Rygmestervej 2, Köben- havn NV., Danmark og Barna- blaðið í Tórshavn, Föroyum. 2

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.