Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 17

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 17
Mörtu, sat á gólfinu og liélt liöndunum fyrir andlit- inu. Ég sá það bæði á Peggotty og Millu, að þær höfðu grátið. „Martít vill fara til London, Ham,“ sagði Milla. „En hvers vegna vill liún fara til London?" anzaði Ham. „Ég vil heldur vera þar en hérna, þar senr allir þekkja mig,“ sagði Marta. „Ef þið viljið rétta mér hjálparhönd, skal ég reyna að bæta ráð mitt. En hérna, þar sem allir þekkja mig og fyrirlíta mig, get ég ekki! . . . Ó, mér líð- ur svo illa ... svo afskaplega illa!“ Milla gekk til Ham, og hann fékk henni þungan lérefts- pausa. „Nei, ekki þennan, Ham. . . . Það eru allt of miklir peningar í honum .. . Fáðu mér budduna mína,“ sagði Milla. „Þú átt þetta allt saman, Milla mín,“ sagði Ham. „Eg á ekkert nema það, sem þú átt með mér.“ Tárin komu fram í augun á Millu. Hún gekk að Mörtu, stakk pyngjunni í barm hennar og mælti: „Farðu nú, Marta mín, og Guð fylgi þér.“ Marta kyssti hönd Millu heit.t og innilega og labbaði burt með hendurnar fyrir andlitinu. Hún var ekki fyrr komin út úr dyrunum og búin að loka á eftir sér, en Milla lét fallast á stól og fór að há- gráta. „Ó, Ham, .. . elsku vinur minn! ... Ég er ekki nærri nógu góð handa þér, ... ekki nærril ... Þú hefðir held- ur átt; að láta þér þykja vænt um einhverja aðra, langt- tim lieldur.“ „Auminginn minn litli,“ sagði Ham og klappaði henni. „Ó, Peggotty frænka,“ sagði Milla í öngum sínum, „mér líður svo illa. .. . Hjálpaðu mér! Hjálpaðu mérl“ Peggotty þaggaði niður í henni, klappaði henni og kyssti hana, og við Ham gerðum allt, sem í okkar valdi stóð, til þess að hugga hana og telja kjark í hana. Að lokunt tókst það líka, og síðan fóru þau Ham og Milla leiðar sinnar. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hafði séð Millu kyssa Ham og hjúfra sig að lionurn með ástúð, og það gladdi tnig sannarlega, því að ef nokkur maður átti skilið að vera hamingjusamur, þá var það tryggðartröllið og sóma- karlinn hann Ham. TUTTUGASTl KAFI.I Eg vel mér lífsstöðu. Daginn eftir ætluðum við að halda heimleiðis, en áð- ur en við lögðum af stað, fékk ég bréf frá frænku minni, þar sem hún tjáði mér, að hún væri stödd í London, að liún hefði afráðið að gera úr mér lögíræðing og hefði í því skyni komið í skrifstofu, sem væri lientug fyrir mig. Svo sagði hún, að ég gæti hugsað um þetta á heimleiðinni. Ég hafði nú engan tíma til að hugsa um þetta, eins og sakir stóðu, því að nú urðum við að kveðja alla kunn- ingjana. Það var næsta átakanlegt, hve sorgmæddur Peggotty og öll fjölskylda hans var yfir því, að við skyldum vera að f'ara. Þau voru öll með tárin í augunum og vissu ekki, livað þau áttu að gera til þess að vera okkur sem allra bezt. Þau stóðu og veifuðu á eftir okkur, meðan þau eygðu póstvagninn, og við veifuðum á móti. Við Steerforth skildum, þegar við komum til London. Hann fór heim til sín, en ég flýtti mér til frænku minn- ar, sem bjó á litlu gistihúsi í Lincoln’s Inn Fields. Frænka mín hefði ekki getað tekið innilegar á móti mér, þó að ég hefði verið að koma úr ferð umhverfis jörðina. Hún kyssti mig og klappaði mér, og Jane hneigði sig djúpt fyrir mér. „Hvernig líður honum Dick?“ spurði ég. „Vel,“ anzaði frænka mín. „Ég skildi hann eftir heima til þess að gæta hússins, en ég er með lífið í lúkunum yfir því, að ég er viss um, að hann ræður ekki við asn- ana. í gærdag klukkan 4 hefur verið asni úti á grasflöt- inni; það er ég handviss um, því að ég fékk í mig þenn- an líka litla kuldahroll!" Þegar við höfðum snætt kvöldverð, settist frænka mín í venjulegar stellingar fyrir framan eldstóna og fór að tala um tilvonandi lífsstarf rnitt. „Hvernig lízt þér á það, Trot?“ tók hún til máls. „En elsku írænka mín,. .. verður þetta ekki allt of kostnaðarsamt?" „Trot, ég á nú ekki nerna eitt takmark til, og það er að sjá um, að þú verðir góður og nýtur maður og komist í góða stöðu! Ef þú vilt hlíta ráðum mínum, er allt í lagi.“ " 11 11 CHARLES DICKENS DAVÍÐ COPPERFIELD ) .

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.