Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 32

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 32
SPURNINGAR OG SVÖR Flugfreyja að starfi í einni af véium Flugfélags íslands. útjaðra leiksva'ðis skal koma fyrir tveimur stökkgryfjum, hástökks- og stangarstökks- gryfju, 5 X á m, og langstökks- og jiristökksgryf ju 1,5x5 m. Gryfjurnar séu 40 cm djúpar og fylltar fíngerðum sandi. Að gryfjunum skai vera tiiliiaups- hraul 15—30 m löng. Við lang- stökksatrennuhraut stökkgryfju skal fella niður í völlinn tvo planka,'120x20x10 cm, annan i 1 metra fjarlægð frá gryfju- brún en hinn í 5—fi metra f jar- lægð. Æskilegt er, að allt að lielmingur svæðisins sé gras- flötur, sem borið sé á á hverju vori og sleginn 3—4 sinnum á sumri. Hinn hlutinn skal lagð- ur eins oghlaupabrautiríjjrótta- valla eða þakinn áreyrarmöl eða lábarinni möl. Varast skal að nota fíngerðan sand, leir eða mold, malarsalla, asfalt eða steypu. Leiksvæði skal girða, ])ó ekki með gaddavír. Tæki til úti- leikja skulu vera i hverjum skóla sem hér segir: 1) slá fyrir handgang, 2) tréveggur fyrir veggknattleiki, 3) slór og lítil knatttré, 4) 2—3 hand- knettir, 5) 2—3 fótknettir, stærðir samkvæmt aldri nem- enda, G) 2—4 körfuknettir, 7) málband og skeiðklukka, 8) hástökkssúlur með stökkrá eða sandpokasnúru, 9) skíði. Háfjallasólin. Kæra Æska. Getur ])ú frætt mig um ])að, livað veldur því, að það fóik, sem fer á skíði upp um háfjöll, verður sérstalc- lega brúnt? Sigga. Svar: Háf jallasólin er eins sterk og raun ber vitni af þeirri einföldu ástæðu, að geisl- arnir hafa skemmri leið að fara gegnum neðstu loftlögin, |>ar sem margir þeirra glatast, en þessi loftlög eru |>eim mun |)éttari sem nær dregur jörðu. Þetta er ekki eina ástæðan til þess, að fólk kemur sérstaklega sólbrúnt beim úr skíðaorlofi á háfjöllum. Endurskinið hefur sitt að segja. Geislarnir endur- skína frá snjónum, og saina er að segja um vatn, þótt í minna mæli sé, einkum þar sem iiæg- ur er öldugangur. Að verða flugfreyja. Kæra Æska. Ég þakka þér ka'rlega fyrir tillar skemmti- legu sögurnar þinar. Ég er bú- in að kaupa þig í 4 ár og ætla að halda áfrarn að kaupa ]>ig. Ep nú ætla ég að biðja þig um að fræða mig svolítið. Ég er 13 ára og þegar ég er orðin eldri, iangar mig til að verða ílug- freyja. Hvað þarf maður að læra og hvaða aldur er yngst- ur? S. E. S. Svar: bessi eru skilyrði iil að geta orðið flugfreyja hjá Flugfélagi fslands: 1. Stúlkurn- ar þurfa að vera orðnar 19 ára 2. Þær verða að iiafa gagn- fræðapróf og geta talað ensku og dönsku (eða eitthvert Norð- urlandamálanna). Ennfremur er æskilegt, að umsækjendur kunni eitthvað í þýzku. 3. Þýð- ingarmikið er, að umsækjend- ur séu heilsuliraustir, regiu- samir, stundvisir og hafi góða framkomu. Skósmíðaiðn. Kæra Æska. Ég iief áhuga á að læra skósmiðaiðn. Getur þú ekki sagt mér eitlhvað um ])á iðn? Pétur Jónsson. Svar: Námstími er 4 ár. Lág- marksaldur við upphaf náms er 1G ár. Iðnin krefst nákvæmni og handlagni. Með ári bverju vex vélakostur skósmiða. Fyrir 30 árum var eingöngu unnið að skóviðgerðum með liandverk- færum, plukkað og saumað með sil og þræði, neglt með hamri og pússað með heitum púss- járnum. Nú er öldin önnur. Nú má segja, að hver skósmiður eigi skurðarvél, pússvél, sauma- vélar fyrir yfirleður og sóla- saum og margs konar smávél- ar. Félagsskapur skósmiða í Reykjavik stendur á traustum grunni, og ættir þú að leita þér nánari upplýsinga þar. Kúrekakappinn heimsfrægi. Kæra Æska min. Margir kannast við hinn heimsfræga kúrekakappa Roy Rogers. Eg er einn af þeim, sem hafa mik- ið dálæti á honum, en ég heyrði nýlega, að hann hafi iátizt fyr- ir rúmum 3 árum. Getur þú nú, Æska min, ekki frætt mig um, hvort það er satt eða ekki, og ef þú gætir lika frætt mig eitt- hvað um ævi hans, þá væri ég þér þakklátur. Pétur. Svar: Roy liogers var á lifi og í fullu fjöri, þegar við viss- um siðast til. Hann er fæddur 5. nóvember 1912 i iiorginni Cincinnati í Ohioríki i Banda- ríkjunum. Fyrsta aðallilutverk í kvikmynd var i myndinni „Undir vestrænum stjörnum", sem olli þá strax miklum tíma- mótum i öllum kúrekamyndum. Meðleikari hans í öllum kvik- myndunum hefur verið hinn frægi hestur hans, Trigger. Roy hefur tekizt að kenna hon- um að leika um 50 brögð, sem aðrir leika ekki eftir lionum. Roy er bláeygður, skolhærður og liláturmildur .Góð stígvél og skrautlegar skyrtur virðast þau lifsgæði, sem hann hefur sófzl mest eftir um ævina. Heimilisfang hans er: Screen Actors Guild, 7750 Sunset Boule- vard 40, Calif., U.S.A. Tveir skósmiðasveinar við vinnu.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.