Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 12
jg Kínversk þjóðsögn.
T7itt sinn komu þrír kaupsýslumenn
í konungsríki nokkurt og var
þeim veittur beini af konunginum 1
höll hans. Eftir að þeir höfðu dvalið
þar í nokkra daga gengu þeir á fund
konungs og kváðust hver um sig hafa
spurningu, sem þeir báðu kommg að
svara. Konungur hlýddi með sérstakri
eftirtekt á spurningar þeirra, en engri
þeirra gat hann svarað. Hann kallaði
þá fyrir sig ráðgjafa sína, ræðusnill-
inga og töframenn, en enginn þeirra
gat heldur leyst vandann.
Konungur varð bæði gramur og
skömmustulegur og tautaði: „Er ekki
neinn maður í öllu ríki mínu svo
skynsamur, að hann geti svarað spurn-
ingum gesta minna?“
Stóð þá upp maður nokkur, kvaddi
sér hljóðs og mælti: „Það er enginn,
sem getur svarað þessum spurningum,
nema Avanti. Ef yðar hátign þóknast
legg ég tii að hann verði kvaddur
hingað."
Konungur stefndi tafarlaust Avanti
á sinn fund. Avanti kom samstundis
ríðandi á asna sínum með staf í hendi,
sté af baki og mælti:
„Komið þér sælir, yðar hátign. Hvað
get ég gert yfir yður?“
„Svaraðu spurningum gestaminna,"
svaraði konungur.
Avanti lagði hlustir við spurning-
unum. Einn gestanna spurði:
„Jörðin hefur miðdepil. Hvar er
hann?“
Án þess að hika, benti Avanti með
staf sínum:
„Einmitt þarna, rétt undir hægri
framfæti asna míns.“
„Hvernig veiztu að hann er einmitt
þarna?“ spurði gesturinn, og hafði
sljákkað talsvert í honum, því hann
undraðist mjög þetta skorinorða svar.
„Ef þú ekki trúir mér, farðu og
mældu það sjálfur! Ef j>að munar svo
miklu sem hársbreidd, getur þú kom-
ið til mín aftur og fengið frekari leið-
beiningar," svaraði Avanti.
Gestinum var þar með öllum lokið,
hann hafði ekki meira að segja og dró
sig Jtegjandi í hlé.
Avanti bauð Jtá öðrum gestinum að
láta sig heyra hverja spurningu hann
vildi leggja fyrir sig, en liún var svona:
„Hversu margar stjörnur eru á
himninum?"
„Teldu hárin á baki asna míns og
J>á muntu komast að raun um hversu
margar stjcirnur eru á himninum, J>ví
að J>ær eru nákvæmlega jafnmargar
og hárin,“ svaraði Avanti.
„Hvernig ætlarðu að sanna það?“
spurði gesturinn og ætlaði að slá
Avanti út af laginu.
„Ef þú ekki trúir mér, geturðu strax
byrjað að telja hárin — hár fyrir hár
— á baki asnans. Ef það er einu hári
fleira eða færra, máttu koma aftur til
mín og spyrja nánar út í J>etta.“
„Hvernig í dauðanum er liægt að
telja öll hárin á baki asnans? Það er
ógerningur."
„Nú þykir mér þú manna J>ig upp,“
svaraði Avanti. „Hvernig ættir J>ú
annars að vita hversu margar stjörnur
eru á himninum?"
Við þetta slumaði svo í gestinum, að
hann steinþagnaði.
Avanti beið þess nú, að Jrriðji gest-
urinn legði fyrir hann sína spurningu.
„Þú sérð skeggið á mér, segðu mér
hve mörg hár eru í því!“
„Segðu mér þá í staðinn live mörg
hár eru í hala asna míns og þá skal
Tízkan.
Þannig líta kjólarnir út hjá
ungu stúlkunum víða erlendis í
dag. Þið j>ekkið eflaust félag-
ana, sem prýða kjólinn. Ekki
höfum við frétt, að þessi tízka
sé komin hingað til lands enn-
þá.
Alheimsf r ímerki.
Sameinuðu þjóðirnar verða
‘20 ára lí)(>.r>, og Allslierjarþing-
ið hefur afráðið, að þetta ár
verði helgað alþjóðlegri sam-
vinnu. í tilefni af því er ætlun-
in að gefá út sérstakt frímerki,
srin teiknað er af dönskum
téiknara í þjónustu samtak-
anna, Olav Mathiesen. Á fri-
merkinu verður tákn sam-
vinnuársins, tvær sameinaðar
hendur og textinn „friður og
framfarii' með vinnu“.
Sameinuðu þjóðirnar hafa
lagt lil við einstök aðiidarriki,
sem hafa i hyggju að gefa úl
afmælisfrimerki, að j>au noti
sama tákn og texla, en nafn
landsins, tungumál textans, lit-
ir og verðgildi verði eins og
hverjum hentar.
ég segja þér hve mörg hár eru í skegg-
inu á þér,“ svaraði Avanti.
Þar með var einnig þriðja gestinum
öllum lokið, og hann varð að játa
ósigur sinn.
8