Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 22

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 22
í síðasta blaði hófst spurningaþraut á vegum Æskunnar og Flugfélags íslands. Spurningarnar í þrautinni eru 20 alls, og koma hér þær tíu síðari. Fimm glæsileg verðlaun verða veitt fyrir rétt svör. 1. verðlaun verða flugferð til London og heim aftur með einni af hinum glæsilegu vél- um Flugfélags íslands. 2. verðlaun verða flugferð fram og til baka á leiðum Flugfélags íslands hér innanlands. 3.-5. verðlaun verða nýjustu bækur Bókaútgáfu Æskunnar. — Sérhver lesandi Æsk- unnar undir 15 ára aldri hefur rétt til að keppa um verðlaunin. Svör þurfa að hafa borizt fyrir 15. marz næstkomandi. Fresturinn er til 15. marz. Læríð að teikna IHinn hálslanga gíraffa frá Afríku er auðvelt að teikna og gaman að lita. HÉR KEMUR SÍÐARI HLUTINN: 11. Hvað heitir þing Brellands? 12. Hvaða málmar eru mest unnir úr jörðu á Bretlandseyjum? 13. Hvað lieitir frægasta leikritaskáld Bretlands? 14. Hvað heitir ambassador íslands í London? 15. Af hverju verður stundum að láta loga á götuljósunum allan daginn í iðnaðarborgum Bretlands? 16. Hvað hét sá brezkur maður, sem fann upp gufuvélina, en hún helur valdið mestri bylt- ingu í þróun iðnaðarins fyrr og síðar? 17. Hvað heitir forsætisráðherra Bretlands í dag? 18. Hvað heitir frægasti skemmtigarður Lund- únaborgar? 19. Hvað heitir frægasta lögregla heimsins, sem hefur aðalstöðvar í London? 20. Frá hvaða horg eru hinir frægu Bítlar?

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.