Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 11

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 11
^^ooOOOOCOOOOCOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOo, °°o Ævintýri eftir H. C. Andersen. °o( ,0ooOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO°0' P° i spcgilsléttu stöðuvatninu. I>að var mófiir hennar, scm hún sá, kona mýrakonungsins, prinsessan frá ánni Nil. Píslarvotturinn skipaði konunni að sliga á bak hestinum, en dýrið söltk niður undir byrðinni, eins og |>að væri ekki efnis- meira en blæja, sem blaktir fyrir vindi. En merki krossins gaf vofunni styrk og öll ]>rjú riðu ])au gegnum loftið á þurra jörð. í því gól haninn frá veizlusal víkingsins, og sýnin hvarf i móðu, sem barst í burtu með blænum, en móðir og dóttir stóðu lilið við hlið. „Ég sé myndina af sjálfri mér i vatnsdýpinu," sagði móðirin. „Ég sé sjálfa mig i spegli i björtum skildi," sagði dóttirin. En þegar þær nálgiiðust livor aðra og féllust i faðma, þá líarðist iijarta móðurinnar ákafar, og hún skildi. „Barnið mitt, blóm lijarta mins, lótusblóm djúpra vatna.“ Tár liennar voru Helgu litlu ný skirn kærleika og lífs. „Hingað kom ég í svanaham, og hér varpaði ég honum niður,“ sagði móðirin. „Ég sökk niður i fenið, sem umlukti mig. Það var eitthvert afl, sem dró mig alltaf dýpra og dýpra niður. Ég fann hönd svefns- ius loka augum mínuin. Eg sofnaði og mig dreymdi — mér'fannst ég vera aftur i hinum stóra egypzka pýramída. Ennþá stóð hann fyrir framan mig elribolurinn, sem lneyfðist og sem hafði hrætt mig á yfirborði fensins. Eg horfði á sprungurnar í herkinum; þær skinu í björtum litum og mynduðu egypzkt myndletur, það voru umbúðir múmiunnar, sem ég vor að horfa ú. Þekjan Jirast i sundur og út gekk múmía konungs, sem lifað hafði fyrir ])ús- undum ára, hiksvört. Svört eins og gljáandi skógarsnigill eða slimug mýrarleðja. Hvört þetta var múmíukonungurinn eða mýra- konungurinn vissi ég ckki. Hann tók ulan um mig, og mér fannst ég hlyti að deyja. Þegar ég rankaði við mér aftur, fann ég eitt- livað lilýtt á brjóstum mér, lítinn i'ugl, sein blakaði vængjunum og kvakaði. Hann flaug af hrjóstum mér liátt upp í þungbúna, dimma hvelfinguna, en bundinn við mig með löngum, grænum silkiborða. Ég heyrði og skildi þrá hans i söngnum: Frelsi! Sólskin! Til föðurins. É!g minntist mins eigin föður í sólbjörtu föðurlandi mínu, lifs míns og kærieika. Síðan leysti ég borðann og leyfði honum að l'ljúga i burtu aftur, lieim til föður mlns. Síðan hefur mig aldrei dreymt. lig hlýt að háfa sofið lengi og þungt, allt til þessarar stundar, þegar fögur tónlist og dúsam- legur ilmur vakti mig og gaf mér frelsi." Hvar er nú græna, flöktandi silkihandið, sem batt hjarta móð- urinnar við fuglsvængina. Aðeins storkurinn hefur séð það. Silki- handið var grænn stofn, borðalinýtið, glitrandi blóm, sem vagg- aði smábarninu, sem nú var uppkomin blómarós, er enn einu sinni hvíldi við brjóst móður sinnar. Á meðan þær stóðu þannig í faðmlögum, l'kiug storkurinn yfir höfðum þeirra i mörgum hringum. Að lokum i'laug liann aftur til lireiðurs sins og kom aftur með svanahamina, sem svo lengi liöfðu verið varðveittir þar. Hann kastaði einum yfir hvora þeirra. Fjaðrirnar huldu þær gjörsamlega og móðir og dóttir svifu upp i loftið sem tveir hvitir svanir. „Nú skulum við tala saman 1“ sagði storkapabbi, „þvi að nú skiljum við tungumái hvors annars, þó að ein fuglategund hafi öðru visi lagað nef en liin. Það er sú mesta liundaheppni í þess- um heimi, að ])ið skylduð koma þetta kvöld. Á morgun hefðum við verið farin, mamma, ég og ungarnir. Við fljúgum suður. Já, það er von |)ið horfið á mig, ég er gamall vinur frá Nil, það er mamma lfka; hjarta hennar er ekki eins beitt og nefið! Hún sagði aiitaf, að prinsessan myndi gæta sin. Við, ég og ungarnir bárum svanahamina hingað. Hve glaður og humingjusamur ég er að vera liér enn. í dögun höldum við af stað, stór storka- liópur. Við fljúgum fyrstir og það er betra fyrir ykkur að fylgja okkur, l>á villizt ])ið ekki og við munum hafa auga með ykkur." „Lótuslilómið, sem ég ætiaði að taka með mér,“ sagði egypzka prinsessan, „flýgur við hlið mér í svanaliki. Ég tek hlóm hjarta míns ineð mér, og þá er þrautin leyst. Af stað lieim! Heim!“ En Helga sagðist ekki geta yfirgefið Danmörku án þess að sjá ástkæra tósturmóður sina cnn einu sinni, konu vikingsins. Ifelga minntist nú allrar þeirrar hamingju, allra ]>eirra hlýju orða og allra þeirra tára, sem fósturmóðir hennar liafði fellt yfir henni, það virtist næstum sem hún hún elskaði þá móður mest. „Já, við verðum að huldu til hallar víkingsins,“ sagði storka- pahbi, „mamma og ungarnir bíða okkar þar. Hvað þau munu glápa og hlaka vængjunum! Mamma segir eklti margt, hún er stutt i spuna, en hún meinar það vel. Nú ætla ég að kvaka ákaft til þess að láta þau vita, að við erum komin.“ Siðan kvakaði liann og flaug síðan ásamt svönunum til hallar vikingsins. Þar voru allir í fasta svefni. Kona vikingsins hafði liáttað seint, því að liún var svo áhyggjut'ull vegna Helgu litlu, sem enginn hafði séð í þrjá daga. Hún hafði horfið ásamt kristna prestinum, sem hún hlaut að hafa lijálpað til að flýja. Það var liesturinn hennar, sem saknað var úr hesthúsinu. Hvaða vald hafði orsakað ])etta? Kona vikingsins. hugsaði um öll þau kraftuverk, sem sagt var að „Hviti-Kristur“ hefði unnið, og af þeim sem trúðu á hann og fylgdu honum. Allar þessar hugsanir urðu að veruleika i draum- um hennar og henni fannst hún vera ennþá vakandi og sitja Jiugsandi á rúini sínu, á meðan næturmyrkrið rikti úti. Það fór að livessa. Hún lieyrði öldugjálfrið fyrir austan sig og vestan frá Norðursjónum og öldunið Kattegats. Hinn lirikalegi ormur, sem samkvæmt trú liennar umlukti jörðina i útliafsdjúpinu, skalf innvortis af ólta við ragnarök, nótt guðanna. Framhald. ANN A OG HELGI Gúða nótt! Nei, það er engin nótt. ViS eigum bara að sofna svo- litinn blund eftir matinn.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.