Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 7

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 7
KVEDJA Þann 25. október s.l. andaðist Jóhann Ögmund- ur Oddsson, framkvæmdastjóri barnablaðsins Æskan. Árið 1927 tók Jóhann að sér afgreiðslu á barnablaðinu Æskan og gegndi því starfi til árs- ins 1961. Allan þennan tíma var hann vakandi og sofandi fyrir velferð blaðsins og lagði sig all- an fram uin að það yrði sem útbreiddast og kæmi inn á sem flest barnaheimili í landinu, og varð honuin vel ágengt í því. Á þessu tímabili hafði Æskan ágæta ritstjóra, eins og jafnan áður, sem unnu við blaðið, en áhrifa Jóhanns gætti ávallt um cfni þess, og var hann mikill gagn- rýnandi á efnisvali. Hann mat mikils, það sem vel var gert fyrir blaðið, hvort sem það voru ritstjórar, útsölumenn eða aðrir, og eignaðist hann marga vini um land allt. Jóhann átti marga pennavini víðsvegar meðal barna og unglinga, og eru þau ófá bréfin sem hann skrifaði á þeim líma er liann starfaði við blaðið. Æskan hefur alltáf átt marga velunnara, bæði meðal útsölu- manna sinna og annarra, og þetta fann Jóhann vel og gladdist yfir þegar hann fékk óskir, og ekki síður ábendingar, frá hinum mörgu lesend- um blaðsins. Jóhann Ögm. var ávallt opinn fyrir öllum nýjungum og tók allt til athugunar, sem fram kom, ef það mátti verða til góðs fyrir Æskuna. Það má teljast til íurðu, hversu fljótur Jóhann var að tileinka sér allar nýjungar, sem fram komu, því hann var kominn yfir miðjan aldur þegar hann tók við blaðinu. Þar má kannski finna eina ástæðu fyrir velgengni Æskunnar á því tímabili, sem hann er við stjórn, því það er að mörgu leyti mjög viðburðaríkt tímabil í sögu þjóðarinnar. — Fyrst heimskreppa, atvinnuleysi og fátækt, síðan stór styrjöld og að henni lok- inni velgengi og peningaflóð, og mestur tími manna fer í að afla, en fæstir hafa tíma til að sinna nokkru sem kallað er hugsjón eða félags- legt starf. Öll þessi umbrotaár starfar Jóhann við Æskuna, oftast lágt launaður og við lélegar aðstæður. — Vinnutíminn var langur, en hann spurði ekki um laun eða ákveðinn vinnudag. Jóhann Ögmundur Oddsson. Hans ósk og krafa til lífsins var aðeins ein: að Æskunni, óskabarni hans, vegnaði vel — og hon- um varð að ósk sinni. Blaðið hélt göngu sinni og vegur þess óx. Hann lifði það að lians kæra blað, Æskan, hafði komið út í 65 ár. Árið 1930 hóf Æskan að gefa út bækur fyrir börn og unglinga og var fyrsta bókin Sögur Æsk- unnar. Síðan kom hver bókin af annarri, og á því tímabili, sem Jóhann starfaði við Æskuna, gaf hann út 113 bækur. Ástæðan fyrir því, að þessi útgála hófst, var aðallega tvenns konar. í fyrsta lagi til að auka lesefni fyrir börn og ungl- inga, sem var af skornum skammti á þeim tíma, og önnur ástæða var sú, að Jóhann taldi þessa i'itgáfu geta stutt blaðið fjárhagslega, því ávallt átti það við fjárhagsörðugleika að stríða. Þetta var fyrsta barnabókaútgáfan, sem nokkru nam, hér á landi, og ávallt var reynt að gefa út aðeins það bezta, bæði að efni og ekki síður frágangi bókanna — það var skilyrðislaus krafa Jóhanns. Ekki fannst Jóhanni nóg aðgert með þessu, til að tryggja útkomu blaðsins. Árið 1939 stofnar hann bóka- og ritfangaverzlunina „Bókabúð Æsk- unnar“, sem síðan hefur verið rekin af blaðinu. Með þessu framtaki sýndi Jóhann, að hann sá fram í tímann og réðst í það, sem Æskunni var rnjög mikils virði, að tryggja hinn fjárhagslega 3

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.