Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 19

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 19
Höfðu aðeins þekkt myrkrið eitt. Fimm ítulskir drongir, synir bónda nokk- urs á Sikiley, hafa verið blindir frá fæS- ingu. Nú nýlega gengu þeir undir þriðju skurðaðgerðina til að fjarlægja himnu af augum þeirra, sem svipt hafði þá sjóninni. Aðgerð italska læknisins, dr. Luigi Picarda, tókst ágætlega. Bræðurnir hafa á undan- förnum vikum verið á hvers manns vörum á Italíu og víðar. Þcir eru nú byrjaðir að læra að lesa og skrifa, leika sér við lömb- in á búgarði föður síns og semja sig að þeirri miklu breytingu, sem orðið hefur á lífi þeirra. Bræðurnir eru sex, og aðeins sá yngsti þeirra, sem er 2 ára, hefur haft fulla sjón. Hér sjást fjórir þeirra á sjúkrahús- inu, og bíða eftir árangrinum af aðgerð- inni. Frá vinstri: I’aolo, 15 ára, sá yngsti, Vincenzo, 2 ára, Caramello, 13 ára, Gioao- chino, 11 ára og Giuseppe, 9 ára. En hvað sem því leið, var honum ætlað geysimikilvægt hlutverk, því að ef skrifari fór fram á kauphækkun, var alltaf viðkvæðið, að það þýddi ekki að fara fram á slíkt við hann lierra Jorkins. Ef einhver viðskiptamaður þver- skallaðist við að greiða reikning í tæka tíð, þá var það Jorkins, sem gerði sína kröíu og vildi ekki slaka til um hársbreidd. Spenlow var eftir þessu að dæma bæði góð- gjarn og lipurmenni, en Jorkins var regluleg blóðsuga! Við ráðguðumst síðan um það við herra Spenlow, hvenær ég ætti að byrja námið, og að jiví búnu héldum við aftur til gistihússins. Daginn éftir dró frænka mín auglýsingu upp úr vasa sínum og kvaðst hafa dottið ofan á dvalarstað handa mér. Hann var í Buckingham-stræti, hjá konu, sem hét frú Crupp. Við gengum þangað til að líta á íbúðina og sáum, að þar var lítið anddyri og tvö ljómandi vistleg herbergi. Frænka mín tók Jiau á leigu, og ég var stórhrifinn, þegar ég hugsaði til Jiess, að nú yrði ég algerlega út af íyrir mig. Tveim dögum síðar hélt frænka mín heimleiðis, og ég fluttist til frú Crupp. Ég var heldur en ekki upp með mér af jiví að hafa nú uniráð yíir tveim herbergjum og geta opnað og læst dyr- um að eigin vild og hagað mér algerlega eftir Jiví, sem mér sýndist. Ég byrjaði tafarlaust að starfa í skrifstofu lierra Spen- lows, og Jiegar ég kom heim kl. 4 síðdegis, þótti mér Ijarska mikið til þess koma að geta gengið inn í svefn- berbergi, sem ég hafði út af fyrir mig, geta síðan borðað miðdegisverð í dagstofunni minni, hafzt þar að því loknu við og gert það, sem mér sýndist. Fyrstu þrjá dagana fór ég ekkert út, en fjórða daginn fór mig að langa að hitta einhvern að máli. Ég varð Jiess vegna alveg himinlifandi yfir því, að Steerforth heimsótti mig þennan morgun, einmitt þegar ég var að drekka morgunkaffið. „Velkominn, Steerforth minnl" kallaði ég í hrifningu. „Hvar hefurðu verið allan Jiennan tíma? Ég var farinn að verða hræddur um, að þú værir búinn að steingleyma mérl“ „Uss, það náðu tveir strákar í mig, og nú á ég að fara að éta morgunverð með þeim!“ anzaði Steerforth kæru- leysislega. „En þú borðar nú miðdegismat hjá mér,“ sagði ég. „Nei, það á ég alveg ómögulegt með, gullið mitt... Ég verð að vera með þessum vinum mínum í allan dag.“ „En geturðu Jiá ekki komið með þessa vini þína með Jiér hingað?" hélt ég áfram. Steerforth lofaði að gera það, og ég varð nú að segja frú Crupp, livernig hún ætti að haga miðdegismatnum. Þetta varð mér kostnaðarsamt, Jiví að frú Crupp treysti sér ekki til að annast borðhaldið, nema hún fengi bæði þjón og stúlku sér til aðstoðar. Hún útvegaði þau því næst og keypti síðan kynstrin öll af matvælum og auk Jiess drykkjarföng. Klukkan 6 komu þeir Steerforth og vinir hans. Þeir léku við hvern sinn fingur og voru glorhungraðir. Þetta var í fyrsta skipti, sem ég hélt veizlu, og ég gætti einskis liófs, en eggjaði gesti mína að neyta nú hik- laust þess, sem fram var reitt. Til allrar óliamingju varð ég sjálíur alltaf að vera að

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.