Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 18

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 18
Við sátum síðan stundarkorn og töluðum um hitt og þetta, og að því búnu fórum við að hátta. Eg svaf vært, en vaknaði þó nokkrum sinnum við það, að frænka mín kom að rúminu mínu og spurði mig, hvað gengi á úti á götunni. Ég þaut á fætur og flýtti mér út að glugganum til að ganga úr skugga um, hvað væri á seyði. En það var þá aldrei annað en léttikerra eða vöruflutningavagn, sem skrölti úti á götunni. Daginn eftir gengum við að afloknum morgunverði til málaflutningsskrifstofu einnar, sem hét Spenlow & Jorkins, og var það erindi okkar að láta innrita mig þar. Á leiðinni varð ég að halda á pyngju frænku minnar, af því að hún var svo hrædd við vasaþjól'a. Ég leit í pyngjuna og sá, að þar voru 10 gíneur og þó nokkuð af peningum í silfri. Þessi faflegi hundur er kallaður Kolla, og á heima í Hafnarfirði. Hún varð 8 ára á síðustu jólum. Eigandinn, sem sendi Æskunni myndina, lét þau orð falla, að Kolla þekkti bæði á klukku og vissi hvaða dagur vikunnar væri. í Fleetstræti námurn við staðar til að skyggnast inn í leikfangabúð, og meðan við stóðum þarna, tók ég eftir því, að frænka mín varð allt í einu fjarska hrædd. Ég leit við og sá þá, hvar skuggalegur, illa búinn mað- ur kom rakleitt til okkar. „Trot... góði Trot,“ mælti frænka mín óttaslegin, „hvað á ég að gera?“ „O, jretta er bara betlari," anzaði ég. „Ætli ég reyni ekki að losa okkur við hann og það tafarlaust." „Nei, nei, barnið rnitt... þú mátt ekki ávarpa hann. Heyrirðu það?... Ég treysti þér til þess... Ég skipa þér það!“ Ég skildi ekkert í, hvað gekk að frænku minni. Hún titraði eins og laufblað í vindi og var náföl í íraman. „Líttu ekki á hann! Trot... Þú mátt það ekki! . . . Náðu heldur í vagn handa mér, og bíddu mín við St. Pálskirkjugarðinn!" Frænka sagði þetta í svo byrstum tón, að ég hlaut að hlýða. Ég var von bráðar búinn að ná í vagn, og að því búnu greip frænka pyngju sína, sté upp í vagninn og ók burt, en illa klæddi maðurinn hélt í humátt á eftir henni. Meðan ég stóð og beið við kirkjugarðinn, varð mér liugsað til þess, sem Dick hafði sagt mér um dularfulla manninn, og ég þóttist viss um, að það væri sami maður- inn og við höfðum séð áður. Þegar frænka mín kom hálftíma síðar, var liún svo æst, að við urðum að ganga inn í kirkjugarðinn og setjast þar stundarkorn. „Góði, spurðu mig einskis, Trot! .. . Minnstu aldrei á þetta! ... Aldrei!" Skömmu síðar varð frænka þó róleg aftur, en þegar hún fékk mér pyngjuna, sá ég, að allar gíneurnar voru horfnar. Við gengum nú þangað, sem málaflutningsskrifstofan var, og var okkur fagnað þar af herra Spenlow sjálfum. Hann var lítill, ljóshærður maður með glerhart, snjó- hvítt hálslín og á gljáburstuðum stígvélum. „Jæja, svo þér hafið í hyggju að gerast stéttarbróðir vor, herra Copperfield?" Ég játti því, en lét þess um leið getið, að mér íyndist nokkuð mikið að borga eitt þúsund sterlingspund fyrir þetta lögfræðinám. „Já, ef ég væri hér einn í ráðum," anzaði herra Spenlow og hneigði sig, „er ég ekki fjarri því, að ég mundi gera jretta fyrir miklu lægra gjald, en félagi minn, hann herra Jorkins, er svo fjarska vanafastur... Honum verður ekki um jrokað í þessum efnum!" Ég var dauðsmeykur við tilhugsunina um þennan ægi- lega herra Jorkins, en seinna komst ég að raun um, að þetta var allra skikkanlegasti náungi, sem ekki réð neinu. 14

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.