Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 21

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 21
ÆSKAN húsbónda síns. Hér kemur ein undarlegasta stríðs- sagan úr síðustu lieimsstyrjöld. Sagan fjallar um tvo óaðskiljanlega vini — mann og hund, sem fylgdust að gegnum þykkt og þunnt. Sagan liefst árið 1940. Tékkinn Jan Bo/.dech var flugskytta í liði Frjálsra Frakka, og var í ár'ásarflugi yfir Þýzka- landi, er vél lians var skotin niður nálægt hinni frægu Siegíried-víglínu. Jan og ílugmaður lians leituðu hælis á bóndabæ þar í grenndinni. Þar liitti Jan í fyrsta sinn liinn ferfætta vin sinn, sem var munaðarlaus Elsass- hvolpur. Hvolpurinn fylgdi Jan og félaga hans, er þeir gerðu örvæntingarfulla tilraun til að komast í gegnum þýzku víglínuna. Hvolpurinn gelti ámátlega, svo að Jan, sem óttaðist að geltið kæmi upp um þá, sneri við og hugðist drepa hvolpinn. En hann gat ekki féngið sig til Jjess. í Jress stað stakk hann honum inn á sig og saman héldu þcir í átt til frelsisins. Þetta var fyrsta ævintýrið af mörg- um liættulegum, sem Jreir lentu í, Jan og hundurinn, sem hann skírði Antis í höfuðið á tékkneskum flugmanni. Upp frá Jiessu fylgdi Antis Jan livert fótmál. Árið 1941 voru Jan og Antis í skot- turni flugvélar, sem var í árásarferð yfir Miðjarðarhafinu. Vélin varð fyr- ir skoti frá ítölsku herskipi og lirap- aði í sjóinn. ítalska herskipið bjarg- aði flugmönnum og hundi, en skönnnu síðar var Iiið ítalska skip skotið í kaf. Haldandi dauðahaldi í brak úr skipinu komust Jan og hund- urinn Antis eltir harðan leik á land nálægt Gíbraltar. En í Gíbraltar komust Jreir í vand- ræði og urðu fyrir barðinu á skrif- finnum brezka flotans. Tjáðu þeir Jan, að liann fengi ekki að hafa hund- inn með sér til Englands, ef hann ætl- aði aftur í flugherinn. En Jan tókst að smygla hundinum í tunnu um borð í skip, sem fara átti til Englands. Antis ólst upp við hættur stríðsins og virtist alltaf finna á sér yfirvofandi hættur. Þessi hæfileiki hans kom aldrei betur í Ijós en í loftárásum Þjóðverja á England. Hann varaði menn við flugvélum, sem nálguðust, jafnvel þegar loftvarnaflauturnar J)ögðu. Og J)að brást ekki, að hann fann fólk, sem lokazt hafði inni vegna loftárásar, þótt björgunarlið hefði leitað án árangurs. Á kvöldin, þegar Jan lagði upp í árásarleiðangra, lagðist Antis á flug- brautina og beið heimkomu Jans. Undir eins og Antis tók að ýlfra, vissu flugvallarstarfsmennirnir að komu Jans var ekki langt að bíða. Svo var það kvölcl nokkurt, að áhöfnin í flugvél Jans uppgötvaði, að hún hafði óvæntan farþega um borð. Flugvélin var yfir strönd Hollands, Jregar Antis kom allt í einu einhvers staðar innan úr vélinni, hljóp gelt- andi að Jan og llaðraði upp um hann. Eftir þetta var Antis fullgildur með- limur áhafnarinnar. Hann lenti í öll- um hugsanlegum hættum eins og hver annar flugmaður hans hátignar og særðist við skyldustörf. Yíir Kiel í Þýzkalandi lenti sprengjubrot í nefi lians og öðru eyra. Bar hann þess menjar æ síðan. Yfir Hannover særð- ist hann á brjósti. Árið 1949 varð Antis fyrsti erlendi hundurinn, sem Bretar veittu þann heiður að sæma Dickinorðunni — Viktoríukrossi dýra. Wavell marskálki fórust svo orð, er hann sæmdi Antis Jressari orðu: „Þú hefur verið vernd- ari og frelsari húsbónda þíns. Við ósk- um Jress, að þú fáir að bera þessa orðu í mörg komandi ár.“ Fjórum árum síðar lézt Antis, rosk- inn að árum, 13i/i> árs. Hann liggur grafinn í dýrakirkjugarðinum í Ilford. HJÁLPA MÖMMU og vcrður mýkra og safa- ☆ Haldið samau öllUm osta- leifum, rifið eða brytjið smátt, stráið yfir smurðar brauðsneiðar og brúnið i ofni. Á Nuddið bcndurnar með hrá- um kartöflubita strax begar l>ið eruð búin að býða lauk- inn. Við ]jað hvcrfur lauk- iyktin alveg. Á l il að drýgja kjötið er ágætt nð sjóða ])að í hálftíma áður en ]>að er steikt. Það hrekk- ur ]>á ekki nærri cins saman meira. íiott er Iíka að hclla sjóð- andi vatni yfir lifur áður en hún er steikt, til að varna því að hún verði þurr og hörð. ■jY Þvoið aldrci kjöt, ])urrkið aðeins með deigum kiút. Þegar nota á hrisgrjón með kjöti eða fiski, t. d. í karrý, er gott að láta örlitið edik í valnið, scm þau eru soðin i. Grjónin verða livitari og til að sjá hvort bún er bök- klessast ekki saman. uð. Ef prjónninn hreinsar Stingið prjóni i fonnkökunu, sig, er kakan bökuð. 17

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.