Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 43

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 43
BJÖSSI BOLLA Teikningai: J. R. Nilssen. — Texti: Johannes Farestveit. 1. Bjössi fer út í kartöflugeymslu að sækja kartöflur. Þegar hann kenrnr til baka hefur lifrin aldeilis brunnið við á pönnunni. „Nú ligg ég laglega í þvi,“ hugsar Bjössi. „Ekki get ég gefið köri- unum þetta viðbrennda óæti. — 2. Bjössi leitar lúsarleit um allt eldhúsið að ein- hverju matarkyns, en það ber engan ár- angur. Hann sér veiðistöng standa þarna uppi við vegg, og dettur í liug að fara niður að ánni og rcyna að veiða nokkr- ar fiskbröndur, en sér strax að það muni taka of langan tíma. — 3. Bjössi finnur að síðustu launsnina: í krók frammi í ganginum rekur hann augun i hrúgu af gömlum, aflóga gúmmístig- vélum. Hann hefst handa við að búta niður stígvélin. Sum þeirra eru brún, ekki ólik lifrinni á litinn. — 4. Þegar Bjössa finnst hann hafa fengið nóg í miðdagsmatinn og hefur brytjað þenn- an óþverra i mátuiega hita, skellir hann öllu á pönnuna og blandar brenndum lifrarbitunum saman við. Svo býr hann til sósu á allt saman og lætur sósulit i. Já, þá er nú veizlan tilbúin! — 5. Bjössi leggur nú á borð og allt er tilbúið þeg- ar skógarhöggsmennirnir koma i mat- inn. Þeir setjast nú við þessar kræs- ingar og eru orðnir heldur betur svang- ir. „Aldrei hef ég vitað svona ólseiga lifur,“ segir einn mannanna. „Maður gæti ætlað að þetta sé vindþurrkuð lif- ur úr ellidauðum fil.“ Þeir hamast við að sarga þetta ómeti i sundur, og ekki er von að vel gangi. — 6. „Mér finnst vera eins og gúmmibragð af þessu,“ segir einn. Annar segir hlæjandi: „Ef til vill liefur fillinn gengið á gúmm- stigvélum 1“ Meðan mennirnir cru að gera að gamni sínu og rannsaka þennan skrítna mat, sem er auðvitað alveg óæt- ur, stanzar bill fyrir utan kofann. Út úr bilnum stígur hinn rétti kokkur — matseljan, sem von var á —. Eigandi þessa blaðs er: 39

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.