Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 8

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 8
ÆSKAN JÓAKIM að var seint í júni. Loftið ómaði af fuglasöng og blómin vögguðu i blæn- um, og teygðu sig móti vermandi geislum sólarinnar. Vormorgunn i fyllingu fegurðar og unaðar. Ég kallaði á Trygg og hljóp af stað upp túnbrekkuna, ég ætlaði að reka úr túninu uppi á klettunum. Kindurnar sóttu í túnið, enda freistandi fyrir lambærnar, grænt og ilmandi grasið í hrjóstrugu um- hverfinu, sem er graslitil móabörð og gráir melar. I’arna voru ])ær auðvitað, ])rjár ær og fimm lömb. bær tóku viðbragð begar ])ær urðu okkar varar. Pær vissu vel að þær máttu ekki vera í túninu, þær blupu að girðingunni og upp með benni dálitinn spöi, svo stungu þær sér á milli gadd'j- vírsstrengjanna með þeirri ieikni sem kind- ur ná með því að æfa sig daglega. Ör- litlir ullarlagðar urðu eftir á titrandi vírun- um. Svo röltu kindurnar í lest eftir götu- troðningunum vestur með Hesti, en það er fjall með bröttum brekkum og háum hamrabeltum efst. Þar verpir krummi á hverju vori. Tryggur hljóp geltandi i kring- um mig. Það þýddi ckki að hlaupa á eftir þessum túnroilum, þær voru vísar til að snúa aftur og stappa niður framfótunum, viðbúnar að stanga, en ]>að er ein mesta óvirðing sem smalahundur verður fyrir. Veslings Tryggur, sem var allt ol’ feitur, var farinn að gapa af mæði, tungan lafði út úr honum og munnurinn náði út að eyrum. Nú sá ég að lirafn var að lioppa niðri á melnum. Ég fór að gæta að hvað hann væri að gera þar. Hann reyndi ckki að fljúga og cftir dálilinn sprett náði ég honunj. Ég tók föstu taki utan um vængina, en liann vissi hvaða vopn iiann átti, og kleip mig og pikkaði óspart með sinum stóra, svarta goggi. Ég fór heim með krumma og við létum bann inn í garð og gáfum honum mat, og ]>ó liann væri dálitið hræddur bafði hann sæmilega matarlyst. Svo hopp- aði liann fram og aftur, athugull og tor- trygginn. Krummi virtist ætla að taka líf- inu með ró og sætta sig við félagsskap okkar, en sú dýrð stóð ekki lengi. Einhvern næsta dag kom öll krummafjölskyldan fram á klettabrúnina fyrir ofan túnið með gargi og hávaða. Krummi gamli kallaði á son sinn harðri, skipandi röddu og litli krummi svaraði, en ekki var hægl að segja ■að sú rödd væri fögur. Svo hoppaði hann af stað til ættingja sinna, fullvaxinn, úf- inn hrafnsungi, sein ekki virtist vita, iil hvers hann hafði stóra, stcrklega vængi, og nú sást enginn lirafn í langan tíma. Svo fór ég að sjá hann í brekkunum i Hesti, einstæðingslcgan og ófleygan. Ég bað mömmu að gefa mér mat handa hon- um, og nú færði ég honum alltaf. Eg gaf honum í litinn skúta á slétta klöpp. Eg gaf honum vatn i dós, og hætti aljtaf í liana úr flösku, sem ég geymdi vatnið í. Stund- um fékk krummi skyr, þá var gaman að sjá til lians. Hann varð hvítur upp að aug- um, fór svo og skolaði gogginn upp úr vatnsdósinni að lokinni máltíð. Svo tíndi hann ber sér til gagns og skemmtunar. Þannig leið sumarið, en er á leið læsti hausthugurinn sig i vitund krumma litla. Einn morgunn var hann kominn Iieim á tún, niður fyrir kletta rétt fyrir vestan bæinn. Þar hoppaði hann og krunkaði, eins og hann vildi vekja á sér cftirtckt. Við tókum á móti krumma litla með mik- illi gleði, og nú var honum gefið naln og kallaður Jóakiin. Við strákarnir áttum ]>arna ýmislegt dót, sem við lékum okkur að. Jóáfeim dundaði þar oft og skoðaði ]>að rækilcga, og færði til smáhluti cftir sínum smekk, og nú lifði hann áhyggjulausu lifi og átti góða daga. Hann fór ekkert i burtu, cn stundum lioppaði hann stall af stalli upp á klettabrún, breiddi svo út vængina og flaug niður fyrir klettana. Þá fannst Jóa- kim liann vera fleygur fugl. Svo skeði það aö við funduin dauða kind frá pabba niðri í pytti. Við drógum hana uppúr og komum henni upp að klettum og færðum Jóakim liana. Hann vissi lengi vel ekki hvað hann ætti að gera við slíka gjöf. Hann var ekki vanur að liafa mikið fyrir ])vi að afla sér matar, cn ]>egar hann var húinn að atliuga málið og hoi>pa lengi kringum skrokkinn, steig hann upp ú hann og byrjaði að rýja. En ])ó að Jóakim keppt- isl við rúninginn lengi dags, fékk liann ekki marga poka fulla af ull eins og stóru bændurnir, nokkrir smólagðar fuku frá nefi lians og dálítill blettur var ullarlaus á hliðinni, sem upp sneri. Nú var Jóakim cnn í vandræðum og kunni cngin ráð til að ná sér í bita. Hann var i orðsins fyllstu merkingu ósjálfbjarga, og illa gefinn. Við hjálpuðum lionuin, og svo hoppaði hann glaðúr yfir krásunum. Það kom fyrir að aðrir hrafnar licimsóttu Jóakim og fengu sér bita með honum, en að öðru leyti kærðu þcir sig ekki um félagsskap hans. Veslings litli Jóakim var einstæðingur og átti sér cnga vini ncma okkur. Það var farið að ráðgera að liafa hann i húsaskjóli þegar vetur gengi í garð með frosti og snjó, en til þess kom ekki, því að uin mánaðamótin nóvemher og desemher hvarf liann. Við söknuðum hans og leituð- um að honuin, cn íundum ekki svo mikið scm eina svarta fjöður af honum. Jóakim var horfinn fyrir fullt og allt, og enginn vcit hver urðu örlög hans. Einar Kristjánsson. gjrunn þannig, að sem mest öryggi væri fyrir út- gáfu blaðsins. Jóhann Ögm. var mikill dýravinur og var einn þeirra, sem stofnuðu Dýraverndunarfélag íslands 1914. Hann annaðist afgreiðslu Dýraverndarans fyrstu árin sem hann kom út. Það má sjá það í fyrstu árgöngum Dýraverndarans, að Jóhann hef- ur verið vel pennafær, því þar skrifar hann marg- ar greinar um dýrin og er ekki myrkur í máli þegar hann er að berjast fyrir þessa mállausu vini sína, dýrin. — Jóhann Ögmundur Oddsson var fæddur í Odd- geirshólum í Flóa 12. febrúar 1879. Foreldrar lians voru Oddur Ögmundsson og Sigríður Jóns- dóttir. Kvæntur var Jóhann Sigríði Halldórs- dóttur frá Stokkseyrarseli, hinni ágætustu konu. Hún andaðist 1947. Þau Sigríður og Jóhann eign- uðust 7 börn og eru fjögur þeirríi á lífi. Nú að leiðarlokum kveðjum við samstarfsmenn kæran vin og félaga, þökkum þann veg, sem hann hefur varðað, og sem við munum reyna að halda hreinum og ganga eftir beztu getu með ósk hans að leiðarljósi: að Æskan verði kær- kornið lesefni til þroska og ánægju scm flestuin börnum þessa lands.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.