Æskan

Árgangur

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 40

Æskan - 01.01.1965, Blaðsíða 40
BEATLES — BEATLES BEATLES — BEATLES Ævintýrið hófst á strifisárunum i iðnaSarborginni Livcrpool. Af Rítl- uiiuin fætldust fyrst John Lennon og Richard Starkey (Ringo Starr), árið 1940, Paul McCartney 1942 og George Harrison 194,’t. Allir fjórir ólust jieir upp vi'ð þröng kjör og sáu fram á erfi'ða lífsbaráttu. Árúm saman harst raust John Lennons lit úr litlu liúsi i útjaðri borgarinnar, þar sem hann stældi ameríska söngvara, en áheyrendur hans — reiöir nágrannar — launuðu honum aðeins ineð hrópum og skömmum. John liitti Paul McCartney eitt sinn við kirkjuhazar, og jieir komust fijótt a'ð raun um, að þeir liöfðu samciginlegan áhuga á gítarleik og reyndar amerískum nútímabókmenntum lika. Hrátt voru þeir farnir að hittast á liverju kvöldi og spila saman. Þeir gerðust þátttakendur í skiffle- hljómsveit og komu opinberlega fyrst fram í henni árið 1955. Skiffle var tiltölulega róleg músík, og gitarliljómarnir ekki magnaðir með rafmagni. Sá þriðji liinna væntanlegu Rítla var Georg Harrison, sem nú var i hljómsveitinni The Quarrymén. Hann hafði verið i sama bekk og Paul McCartney i þrjú ár, þegar hann loks játaði 1958, að bann hefði alltaf innst inni langað til að leika með þeim. George vakti ekki einungis athygli fyrir gítarleik sinn, lieldur einnig klæðahurð. John Lennon var með snotran ennisiokk, en George var jiegar tekinn að ganga í spjátrungslegum fötum, sein minntu á tízku liðins tíma. Áður en George var tekinn inn i The Quarrymen, var liann í annarri hljómsveit, sem liét The Rebels. Á kvöldin lá liann í bókum frægra gitarleikara og kynnti sér tækni þeirra. Ritlarnir urðu að vísu mjög skyndilega frægir, en að baki frægðarinnar lá margra ára crfið og markviss vinna. ©PIB Ekki er liægt að neita því, að hinir verðandi Rítlar vanræktu skóla- göngu sína mjög á Jiessum árum. Þeir fóru oft í langar gönguferðir og ra'ddu ]iá möguleika framtíðarinnar svo ákaft, að ]ieir gleymdu sinni sáru fátækt. Um þetta ieyti átti Paul McCartney trompet og æfði sig í tíma og ótíma að leika „When The Saints Go Marcliing In“, en hinir þekktu ekki lagið nema þegar Paul tók trompetinii frá vörunum og söng það með textanum. Það var líka löngun hans til aö syngja, sem olli ]>ví, að hann einbeitti sér að gítarnum, og enn í dag er Paul „fegurðarsöngvari" Rítlanna, þegar Ijóðrænni lög eru á dagskrá. Hitl- arnir hafa nefnilega ávallt leitazt við að hafa það, sem John Lennoii kallar „aðra strengi á gítarnum", en þá, sem áheyrendur vilja einmitt lieyra i dag.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.