Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 33

Æskan - 01.11.1966, Blaðsíða 33
★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ brúðkaupsklæðum, því að lijónavígsl- an fer fram um tvöleytið. Brúðarmeyjar og brúðarsveinar ganga á fund lijónaefnanna og er skipað þar saman. Næst á eftir brúð- hjónunum ganga ættingjar og vildar- vinir, tvennt og tvennt. Brúðurin eða trúnaðarmaður, er hún setur til þess, skipar saman karli og konu og segir fyrir um, í hvaða röð skuli ganga. Á meðan hefur unga fólkið og sumt af hinu eldra skipað ser beggja vegna vegarins frá brúðhúsinu. Margir eru vopnaðir byssum, og skot eru látin dynja um leið og brúðhjónin ganga framhjá. Með sama hætti er skotið af byssum á leið frá kirkju. Nú hefst brúðkaupsmáltíðin. Brúð- ur og brúðgumi setjast í öndvegi og foreldrar þeirra til beggja handa. Fað- ir brúðguma við hlið móður brúðar- innar. Prestur á sæti milli brúðarinn- ar og föður brúðguma. Síðan er gest- um skipað út í frá. Fyrst er borin fram súpa, þá lambasteik og loks kransakaka eða þess liáttar. Fyrsta máltíðin er oftast löng, því að hér er allt fyrirfólk komið saman og margar ræður fluttar brúðhjón- unum og foreldrum þeirra. Sungið er þá sezt er að borðum og einnig þegar staðið er upp. Þá er gengið í kaffi- stofu; þar er á borðum kaffi og sæta- brauð og tóbak. Þannig fer fram hvert borðhaldið af öðru, og að lokum er gengið til dansstofu til þess að stíga brúðardansinn. Mönnum er skipað til dansins. Þó dansar fyrstur forsöngvari sá, er syng- ur fyrir brúðarvísuna, þar næst prest- ur og þá brúðurin. Brúðarvísan er ort um efni úr Bibl- íunni; hún er siðsamlega kveðin og dansað hátíðlega undir. Oftast eru á eftir sungin tvö önnur kvæði um hjónabandið, og stendur brúðardans- inn því oft í 1—2 stundir. Síðan dunar dansinn jafnt og þétt, olt langt fram á þriðja dag, meðan nokkur gestur er eftir, því brúðkaupsgestir taka ekki á sig náðir á ákveðnum tíma, heldur sofa til skiptis, svo að alltaf er fjöldi manns í dansstofunni, hvort sem er nótt eða dagur. Við kvöldverð fyrsta daginn er „rófubitinn" borinn fram, skreyttur blómum og silkiböndum. Hann er sendur mann frá manni, skal hver, sem rófubitinn kemur að höndum, kveða vísu, eina eða fleiri, sem hann er maður til, og nefna í vísulok nafn þess, sem hann sendir bitann. Fer rófubitinn svo milli manna, og verð- ur oft að þessu mikil skemmtun. Rófu- bitinn er síðan fram borinn við hvert borðhald og stundum í kaffistofu, ef ctskað er. Til kvöldverðar er borinn fram góður færeyskur matur: skinsa- kjöt, skerpikjöt, köld svið, rúllupyls- ur, kjötbjúgu og ýmiss konar annar áskurður. Ekki var það sjaldgæft, þá er stórbændasynir kvæntust, að einnig væri framreitt ársgamalt skerpikjöt. Var kjöt þetta kallað „eik“ og skyldi þetta bera því vitni, að bóndi væri fornbýll og kynni vel til bús að leggja. Svo sem áður er nefnt er dansinn stiginn án afláts. Ekki er þurrð á kvæðamönnum. Tekur einn við þá er annan þrýtur. En erfiður er færeyski dansinn, einkum forsöngvaranum, því að mörg kvæði eru 200—300 erindi. í meðalkvæði eru urn 100 erindi. Þá kemur brúðarhússdagurinn. Þá er í fyrra lagi etinn morgunverður, svo að brúðarhús verði sett sem fyrst, Brúðhjón í þjó'ðbúningi. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.