Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1966, Page 4

Æskan - 01.11.1966, Page 4
Riddarinn í skúginum. Þegar jólin nálgast, vilja flestir fá að heyra eitt- hvað um jólin. Hér fáið þið stutta sögu, sem gerist á 8. öldinni. Einu sinni var enskur riddari, sem hét Jóhann. Hann lifði á 8. öld, eins og áður er sagt. Dag einn yfirgaf hann þjóð sína og hélt til Þýzkalands. Hann langaði til þess að ferðast gegnum þýzku skógana, til þess að boða hið nýja fagnaðarerindi fyrir öllum þeim, sem á liann vildu hlusta. Fagurt vetrarkvöld kom riddarinn og fylgdarlið hans að stað einum, þar sem fjöldi kvenna og karla var samankominn til þess að blóta guðinn Þór. Fólkið ætlaði að halda hátíð og fórna barni til heiðurs guðnum. En um leið og barnið var lagt á eins konar altari fyrir framan stórt eikartré, þusti riddarinn enski fram og leysti barnið. Síðan hjó hann niður „Þrumueikina“, eins og hún var kölluð. Þegar eikartréð féll, tók hann allt í einu eftir litlu grenitré, sem staðið hafði þétt upp við eikina og teygði fallega toppinn sinn í átt til himins. Hann sneri sér að fólkinu og sagði: „Upp frá þessari nóttu á þetta litla tré að vera ykkar heilaga tré. Þetta er friðartréð, það er tákn um eilíft líf, af því að það er alltaf grænt. Það bend- ir til hiinins, og við getum kallað það tré Jesúbarns- ins.“ Síðan var það tekið upp með rótum og borið til næsta þorps. Þetta er lítil helgisaga um jólatréð. Við skulum leyfa henni að minna okkur á stærstu jólagjöfina, sem nokkru sinni hefur verið gefin: Jesúm sjálfan. Þessi sömu orð hljóma enn í dag, eins og alltah „Yður er í dag frelsari fæddur.“ Þórir S. Guðbergsson. næturgesti í nótt. Hann er ekki í húsinu mínu!“ „Opnaðu húsið þitt samt,“ sagði presturinn í bænum. „Stjarnan stað- næmdist hér. Við skulum sjá, hver er hér inni.“ „Nei, þar eru bara bláfátæk hjón og lítill drengur," sagði góða konan. En hún varð að opna liúsið sitt, og þeir, sem komust, gengu inn. Hvað sáu þeir? í stofunni var bjart eins og í himnaríki, svo að fólkið gat varla horft í birtuna. Milli foreldra sinna lá litli drengurinn í drifhvíta rúmiriu undir dúnsænginni hlýju, og nú var Ijómandi geislabaugur yi'ir höfði hans. Orðlaust horfði fólkið á þetta undur. Stofan var full aí himn- esku ljósi og friði. Geislabaugurinn yíir höfði barnsins glitraði eins og guH. „Jesús!" hrópaði fólkið og féll á kné. Tárin runnu niður kinnarnar á góðu konunni. Nú skildi hún, að fá- tæklegu gestirnir hennar höfðu verið sjálf hin heilaga fjölskylda: Jesús, María og Jósef. Góða konan þurrkaði tárin úr augum sínum og leit á gestina sína. Þau þrjú litu tif hennar, og gleð- in, kærleikurinn og þakklætið ljóin- aði úr augum þeirra allra. Og nu skildi góða konan það, sem þið eigið öll að skilja, elsku börn, að það, sein við gerum minnstu smælingjunum a jörðunni, það gerum við Jesú. Guð geti ykkur öllum gleðileg j°l- Jón Auðuns endursagði. 412

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.