Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 4

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 4
Vinur og velunnari ÆSKUNNAR, Margrét Jónsdóttir, rithöfundur, varð 75 ára að aldri þann 20. ágúst s.l. Hún var ritstjóri þessa blaðs árin 1928—1942, og fyrir löngu þjóðkunn fyrir Ijóð sín og barnabækur. Fyrsta Ijóðabók hennar „Við fjöll og sæ“, kom út árið 1933, en alls hafa komið út eftir Margréti 16 bækur. Eru þær flestar ætlaðar börnum og ungling- um, en 4 Ijóðabækur og eitt smásagnasafn fyrir fullorðna lesendur. Auk þess hefur hún þýtt 5 góðar unglingaþækur, sem út hafa komið. Allar þessar bækur hafa náð miklum vinsældum og eru nú flestar uppseldar. Það sýnir vinsældir þeirra. Margrét Jónsdóttir er skáld gott, ritar fallegt mál og hefur næman skilning á eðli og blæbrigðum íslenzkrar tungu. Hún skilur barnseðlið og á því létt með að ná hugum og hjörtum æsku- fólksins með Ijóðum, leikritum og sögum sínum. ÆSKAN sendir Margréti Jónsdóttur þakkir fyrir frábær störf og árnar henni allra heilla á þessum tímamótum ævi hennar. Hér þirtist eitt kvæði eftir Margréti úr bók hennar „Á léttum vængjum“. Margrét Jónsdóttir, rithöfundur, 75 ára. 1 Blunda þú nú, brúðan mín, brátt leggst nóttin á, en í draumsins undrahöll er ótal margt að sjá. & Þar dansa lítil brúðubörn og bregða sér á leik, og fallegustu leikföngin, þau fara öll á kreik. Sofðu, litla brúðan mín, sofðu, korríró. Á morgun færðu fötin ný og fína silfurskó. Margrét Jónsdóttir. Þjóðsaga frá Indlandi. Á Indlandi eru nautgripir taldir helgar skepnur. I>ar er börnunum sögð þessi saga: Gömul kona á Indlandi hýsti mann og fæddi um nokkurn tíma. Maðurinn gaf henni nautkálf fyrir hjálp- ina. Konan ól kálfinn á graut úr hrísmjöli, og fólkið nefndi hann Grannkonu-Surt. Drengirnir voru vanir að taka um hornin á honum og sveifla sér á bak honum, og hann brokkaði góðlátlega með þá. Oft sagði hann við sjálfan sig: Fóstra mín er fátæk, ég vildi að ég gæti hjálpað henni. Einn dag bar þar að kaupmann með 500 vagna lest. Hann reyndi að teyma fremsta hestinn yfir ána, en tókst ekki. Hann sá þá Surt og heyrði sagt, að hann ætti engan húsbónda. Hann beitti honum fyrir fremsta vagninn. En Surtur stóð grafkyrr. „Ef þú vilt toga í,“ sagði kaupmaðurinn, „þá skal cg borga þér tvo peninga fyrir hvern vagn.“ I>á fór Surtur af stað og dró einn vagn af öðrum, þar til allt var komið yfir. Kaupmaðurinn borgaði honum 500 peninga, lét þá í poka og hengdi við hornið á Surti. „Þú hcfur ekki borgað mér nema hclming af því, sem þú lofaðir," sagði hann. Þá þorði kaupmaðurinn ekki annað en að hengja ann- an poka á hitt hornið, og í honum voru aðrir 500 pen- ingar. Þá rölti Surtur heim til fóstru sinnar. Augun í honum voru blóðhlaupin af erfiðinu, en kátur var hann. Öll börnin hlupu með og voru glöð. Þegar gamla konan heyrði söguna og sá alla pening- ana, varð hún fjarska glöð. Hún þvoði Surt úr volgu vatni, smurði hann allan með olíu og gaf honum gott og mikið að borða. * & & BRUÐUVISUR Sofðu, litia brúðan mín, sofðu, dillidó. Sauma eg þér silkikjól og silfurþrydda skó. Margrét Jónsdóttir. 328

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.