Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 35

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 35
Geimfari? Jerrie Cobb er þrjátíu og sjö ára göniul kona, sem er búsett í Bandarikjunum. Aðaláhuga- mál liennar er allt, sem við kemur flugi, og hefur hún tíu þúsund flugtíma að baki, en ]>að er um það bil helmingi fleiri tímar en John Glenn geimfari licfur að haki. Andleg og líkamleg heilsa Jcrrie er cins góð og á vei-ður kosið, og fyrir skömmu sótti hún um ]>að að fá að verða geimfari. Geimferðastofnun Bandarikj- anna varð ekki ýkja hrifin af þessu uppátæki hennar og neit- aði að gefa henni kost á að reyna sig, og ennþá hefur hún ekki fengið neina skynsamlega skýringu á ]>vi. — Itússar gátu sent Valentinu Tereshkovu úl i himingeiminn, en hvað er eiginlega að handarískum kon- um? spyr Jerric og heldur fast i þá von, að yfirvöldin skipti uin skoðun. Að heiman. Jósef litli, fjögurra ára, var í heimsókn'hjá afa sínum og ömmu i fyrsta skipti. Þegar liann var háttaður, fór liann að gráta og sagðist vilja fara heim, ])ví að hann væri svo hræddur við myrkrið. „Ekki hefurðu ljós heima hjá þér á næturnar, Jósef minn,“ sagði amma hans. „Nei,“ sagði Jósef, „eu það er mitt myrkur." Saga flugsins 1. Gloster Meteor. Ensk, einsætis þrýsti- loftsflugvél með tvo Kolls-Royce Derwent þrýstiloftshreyfla. Fyrsta reynsluflugvélin flaug 5. marz 1943, og hún var cina þota Bandamanna, sem virkan þátt tók í 2. heimsstyrjöldinni. Hún var vopnuð 4 fall- byssum í nefi, og auk ])ess gat hún horið 2. Lockheed Shooting Star. — Amcrísk, einsætis orustuflugvél með einn Allison þrýstiloftshreyfil. Shooting Star fékk tákn- ið F-80. Vænghafið var 11,85 m, lengdin 10,51, hæðin 3,45 m. Tóm vó hún 3070 kg, fullhlaðin 6963 kg. Mesti hraði er 960 km/t og flugþolið rúmir 3 timar. Hún gat borið sprengjur, en annars var hún vopn- uð 6 vélbyssum. F'-80 var notuð i Kóreu- striðinu. 4. De Havilland Vampire. — Ensk, ein- sætis orustuþota með einn de H. Goblin- mótor. Áberandi einkenni hennar eru stutt- ur skrolskur og tvær stélbómur. Hún flaug fyrst 20. sept. 1943 og var framleiðsla haf- in rétt fyrir lok stríðsins. Vampire F.MK. 3 hafði 11,6 m vænghaf, lengdin var 9,37, liæðin 1,9 m. Tóm vó hún 3240 kg, fullhlað- in 5530 kg. Mesti flughraði var 855 km/t. Hún var vopnuð fjórum 20 mm fallbyss- um. tvær 454 kg sprengjur eða 16 rakettu- sprengjur. 3. Republic Thunderjet. — Amerisk, ein- sætis orustuþota með Allison-hreyfil. Hún fékk skráningarstafina F-84 og flaug fyrsl 28. fehrúar 1946. F-84E hafði 10,9 m væng- haf, lengdin var 11,6 m og hæðin 3,9. Tómaþunginn var 4995 kg, fullhlaðin vó ]>otan 8172 kg. Mesti hraði var 960 km/t og flugdrægið 1600 km. Hún var vopnuö 6 vélbyssum, auk sprengna eða rakettu- skota. 5. North American Sabre F-100. — Amerisk einsætis orustuþota með einn Pratt & Wliitney J.57 þrýstiloftshreyfil með eftir- hrennara. Þessi Super Sabre hafði örvar- oddsvængi, ]). e. a. s. þeir viku mikið aftur. Sagt er, að hún hafi i maí 1953 flogið hrað- ar en hljóðið og á þá að hafa flogið 15 km vegalengd með 1234,79 km/t. Væng- hafið var 10,97, lehgdin 13,71, liæðin 4,26. Mesta flughæð var 15.250 m. Fyrsta Sabre- ]>otan var kölluð F-86, og flaug hún fyrst 1. októher 1947. 359

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.