Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 20

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 20
MIKLIR MENN U THANT Alheimsritarinn er starf framkvæmdastjóra Sameinu'öu l)jóðanna oft kallað. Síðan sam- tökin voru stofnsett árið 1944 hafa aðeins þrír menn gegnt þessu mikla embætti. Fyrstur var Norðmaðurinn Trygve Lie, þá kom Svíinn Dag Hamrnar- skjöld, og eftir að hann fórst i flugslysi 1961 tók við starfinu Burmamaðurinn U Thant, og hefur hann gegnt starfinu síð- an. U Thant er fæddur 22. jan- úar 1909. Foreldrar hans áttu fallegasta húsið í Pantanow, tveggja hæða liús úr tekki. Fjölskyldan átti hrisgrjónaakra og hafði svo auk þess nokkurn l)úskap með alls konar naut- pening. Viku eftir fæðingu drengsins var lionum i fyrsta siun þveg- ið um liöfuðið, það er að segja á hátíðlegan hátt, því skirnar- atliöfnin er fólgin í því að þvo harni um höfuðið. Nafn liafði ekki verið valið, en ættingi einn, sem viðstaddur var, lagði til að hann héti Thant en það þýðir „hreinn“, og foreldrarn- ir féllust á nafngiftina. Thant var elztur fjögurra hræðra. Þeir voru aldir upp í góðum búddhiskum siðum og urðu að beygja sig niður í duft- ið fyrir líkneski Búddlia á liverju kvöldi áður en gengið var til náða. Faðir hans var einasti mað- urinn í borginni, sem kunni enska tungu, og liann átti gott bókasafn á ensku, þar sem drengurinn gat mettað lestrar- hungur sitt. Þegar Thant var fjórtán ára, missti liann föður sinn. Það var 344 mikið áfall fyrir fjölskylduna. Tliant varð að hætta víð að verða blaðamaður, og einnig varð hann að hætta við fjög- urra ára háskólanám, sem hanii hafði einsett sér að stunda. f stað þess fór hann til liöfuð- borgarinnar, Rangoon, og var þar í tvö ár, vann og nam. Hann skrifaði i hlöð og tók þátt í umræðufundum á vegum háskólans. Og síðast en ekki sizt, hann kynntist U Nu, er siðar varð forsætisráðlierra og hann varð bezti vinur hans. Hann kom aftur heim til heimaborgar sinnar 1928 og tók kennarapróf, og sama ár var hann gerður að skólastjóra. Litlu síðar var hann gerður að yfirskólastjóra eða námstjóra. Svo leið að þeim tíma, er Japanar réðust inn í Burma og hernámu landið árið 1942. U Thant var kallaður til Rang- oon, en fékk að fara heim aft- ur. Hann varaðist árekstra við Japani. Meðal annars fjarlægði hann úr bókasat'ni sínu allar bækur, sem leitt gátu í ljós, að hann var andfasisti. Hann gekk i andspyrnuhreyfinguna og fékk meðal annars það verk- efni að útvega hrísgrjón, sem fela átti á vissum stað og geyma þar, unz unnt væri að gera uppreisn gegn Japönum. Hernámsyfirvöldin tóku þó að gruna hann um græsku, enda lét hann hjá liða að gera jap- önsku að skyldunámsgrein í skólunum, sem voru undir hans stjórn. Hann afsakaði sig með því, að sér liefði ekki tek- izt að fá hæfa kennara, en liann fékk að heyra það, að dauðadómur vofði yfir lionum. En svo kom að því, að and- spyrnuhreyfingin og banda- r menn gátu gert árás og rekið Japani úr Rangoon í maí árið 1945. Eftir stríðið Jiurfti að sam- eina þjóðina og skapa nýtt þjóðfélag miðað við nýjan tíma U Thant gerðist nú eldheitur baráttumaður þessa nýja tíma, og vinur lians, U Nu, varð for- sætisráðherra landsins. Nú tók U Thant við hverju emhættinu af öðru, og árið 1957 var liann sendur til New York sem aðal- futltrúi þjóðar sinnar hjá Sam- einuðu þjóðunum. Eftir að Dag Hammarskjöld fórst í flugslysinu 17. septemb- er 1961, fóru fulllrúar á þingi SÞ að leita að manni í staðinn fyrir Hammarskjöld, og sú leit endaði með því, að U Thant var ráðinn í það mikla starf til eins árs. Ári síðar var hann svo ráðinn til fjögurra ára til viðbótar. Árið 1966, er ráðniiig- artíma hans var lolcið, ætlaði iiann að láta af störfum, en ekkert samkomulag stórveld- anna náðist um nýjan mann í starfið, og varð það úr, að flestar þjóðir samtakanna skor- uðu á liann að gegna embætt- inu áfram lil næstu fjögurra ára. Dagurinn hefst snemma lijá U Thant. Hann fer á fætur kl. 6.30 og byrjar daginn með hug- leiðingu. Síðan les liann blöð, hlustar á vissa fréttaþætti og Geislar (rá Akureyri. Myndin er af hljómsveitinni Geislum frá Akureyri. Geislar eru örugglega mörgum lesendum Æskunnar vel kun-nir. Geislar hafa skemmt á mörgum skemmti- stöðum um land allt. En hverjir eru Geislar? Jú, því er auðsvarað, talið frá vinstri eru þeir: Pétur Hjálmars- son, bassagítar, Ingólfur Björnsson, rythmagítar, Helgi Sigurjónsson, orgel, Páll A. Þorgeirsson, trommur, Sigurður J. Þorgeirsson, sólógítar. Bygging SÞ í New York. snæðir morgunvei'ð. Hann er vanalega kominn til skrifstofu sinnar klukkan 9. Vinnudegin- um lýkur yfirleitt ekki fyrr en kl. 8—9 á kvöldin, og það sem eftir er kvöldsins les hann og borðar hurmiskan kvöldmat með lionu sinni. Jafnvel á kvöldin hefur hann ekki alltaf frí. Stundum þarf liann að fara yfir skýrslur heima hjá sér. En liálfan laugardaginn og all- an sunnudaginn á hann frí, svo fremi ekki séu einliver sér- stök mál, sem kalla að. U Thant lieimsótti ísland sumarið 1967.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.