Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 9

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 9
TENNURNAR OKKAR Við íslendingar erum að vakna til meðvitundar um gildi þess að halda tönnum okkar. Við höfum séð, að hægt er að gera það með hollu mataræði, með þvi að draga úr sætmetisneyzlu, með auknu hreinlæti og reglu- legu eftirliti. Því er það, að ÆSKAN og Fræðslunelnd Tannlækna- félagsins skora á allt æskufólk þessa lands að láta ekki sitt eftir liggja til þess að draga úr tannskemmdunum. Munið, að með því stuðlið þið að betri heilsu ykkar sjálfra í framtíðinni. Þið sparið foreldrum ykkar fjárútlát. Þið sparið sjálfum ykkur áhyggjur, sársauka og heilsutjón og verðið hraustari og fallegri en ella. Hér eru svo að lokum helztu reglurnar, sem liafa ber í huga: Borðið holla fæðu! Burstið tennurnar vandlega eftir máltíðir! Borðið eingöngu á matmálstímum, en ekki milli mála! Látið gera við tennurnar reglulega tvisvar á ári! Forðizt sætindi í mat og drykk! Leiðbeinið yngri systkinum ykkar í þessum efnum! Sofið ávallt með hreinar tennur! sá hugaði biskup væri, sem þyrði að hætta sér inn á hinar geigvænlegu byggðir þeirra skógarmanna. „Heill og sæll, heilagi faðir,“ kallaði hann, spratt fram úr skógarrunna og greip um taumana á hesti hans. „Þú verður að fyrirgefa, þó ég biðji þig að staldra ofurlítið við. Ef þú hefur gull á þér, þá er það skóginum upptækt eftir lögum Skírisskógar." „Góði vin,“ svaraði biskupinn, „ég hef aðeins fjörutíu pund. Ríkarður konungur hefur verið í Nottingham, og allt hitt hefur gengið í veizlur fyrir hirðina." Því næst tók Iiann pyngju frá belti sér og fékk ræningjanum. Hann taldi féð í lófann. „Eigi máttu með öllu félaus vera til ferðarinnar," sagði hann síðan og fékk biskupnum helminginn aftur. „Vera kann, að við hittumst í annað sinn, og þá geturðu skilað mér aftur þessu lítilræði." „Haf þökk fyrir góðmennsku þína,“ tók biskupinn til máls. „Ekki er þér alls varnað, þótt þú sért ræningi. Ef þú ert, sem mig uggir, Hrói höttur, þá sendi Ríkarður honungur þér innsigli sitt, og býður liann þér og heitir Rfiðum að koma á fund sinn í borginni Nottingham." Margir hirða lítið um tennurnar. Jafnvel em til heim- ili, þar sem enginn eða kannski einn tannbursti er til fyrir alla fjölskylduna, eins og eftirfarandi saga lýsir: Ferðalangur baðst gistingar á bæ á Suðurlandi. Honum var veittur góður beini, en þegar húsfreyja kom með handklæði, heitt vatn og sápu handa honum, kom babb í bátinn. Blessuð konan sagði: „Þér verðið að afsaka, en við getum ómögulega lánað yður tannbursta. Hann er nefnilega í láni á næsta bæ.“ Hrói höttur ícll á kné, þegar liann sá innsigli konungs. „Ég skal lilýða," sagði hann, „ég veit, að orðum’Ríkarðs konungs má treysta, og fyrir hans sakir skaltu, biskup minn, sitja að miðdegisverði með oss.“ Hann blés hvat- lega í veiðihornið, og þyrptust þá tif þeirra nær tvö hundruð manns. Nú var breiddur dúkur á jörðina og alls konar krás- um hlaðið á, bæði af kjöti og fiski, ennfremur var borið fram öl. Biskupinn settist niður ásamt förunautum sín- um, og\nú tóku allir til matar. „Drekkum minni Ríkarðar konungs," mælti Hrói hátt og snjallt og fyllti horn sitt á barma. „Ef hér er nokkur sá, sem ekki tæmir þá skál af alhug, þá er liann ekki vinur Hróa hattar." „Lengi lifi Ríkarður ljónshjarta!“ glumdi frá allra vörum, og sérhver drakk sinn bikar í botn, sneri honum við og setti hjá sér á hvolfi. 333

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.