Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 8

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 8
^yrircjelnincj ^tróci ocj dcui&i |-llHIHKBKHKHKBKB|HKBKHKB|H|HKHKHKHHBKH!H|HKHKH!B!HKHH<H|HKB!H|HIHKHKttKHKttKBKBKttKBKHKB>iKBKHKHKBKBKBKHKtt3 Þegar kona hans sá aðfarirnar, sneri hún hesti sínum við og hleypti af stað í áttina til Skírisskógar. Einbeitt og æst upp af elsku til manns síns reið hún allt hvað aftók, þar til hún komst til skógarins og hélt hún óhrædd inn í hann. Ungur maður einn lá þar í grasinu undir tré einu. „Vinur minn,“ mælti hún til hans, „geturðu sagt mér, hvar ég get fundið Hróa hött?“ Ungi maðurinn spratt á fætur, tók ofan og svaraði: „Ég er einn af mönnum Hróa hattar, göfuga frú, og skal þegar fylgja þér til hans.“ Því næst tók hann í taumana á hesti hennar og teymdi hann eftir mjóum stígum, unz þau komu þangað, er höfðingi skógarmannanna sat í lauf- skála og hlífði sér þannig við sólarhita. „Heill og sæll, Hrói höttur,“ mælti riddarafrúin, þeg- at skógarmaðurinn kom út. „Hjálpið mér svo fljótt sem þér getið. Fjandmaður yðar, bæjarfógetinn í Nottingham, hefur ráðizt á mann minn og flytur hann nú í fjötrum til borgarinnar." Hrói höttur svaraði með því að bregða veiðihorninu að vörum sér og blása í það af afli miklu. Þá glumdj hornahljómur úr öllum áttum, og að lítilli stund liðinni þusti þar að ógrynni ungra manna og staðnæmdust allir kringum foringjann. „Sýnið nú dug af ykkur, drengir," mælti hann til þeirra, „riddaranum af Vinfró til hjálpar. Eiðrofinn og ódrengurinn, bæjarfógetinn frá Nottingham, hefur handtekið hann. Hver sem ekki vill berjast til full- tingis tryggðavini vorum, er ekki lengur minn maður.“ Skógarmennirnir æptu upp yfir sig, svo ákafir voru þeir að korua riddaranum til lijálpar. Höfðinginn bað frúna vera óhrædda, og bíða úrslita heima í höll sinni. Síðan stökk hann af stað og allir menn hans með. Geyst- ust þeir nú áfram, allt hvað aftók, yfir holt og hæðir, ár og læki og allt sem fyrir varð, og náðu til Nottingham eft- ir tveggja stunda reið. En það voru líka síðustu forvöð. Dýflissuvörðurinn hafði lbkið fangelsishliðinu upp til að varpa bandingjanum inn, og bæjarfógetinn var að láta leysa hann úr söðlinum. Þegar skógarmennirnir sáust koma þeysandi, æptu allir liástöfum, sem við voru staddir, og bæjarfógetinn kipptist við í söðlinum. Hann hafði aðeins lítið lið hjá sér, hvergi nærri nóg til varnar móti óvinunum. Hann greip því í taumana á hesti riddarans og ætlaði að flýja, en það var of seint. Ör flaug af boga Hróa hattar gegnum höfuð hans, og hann hné dauður til jarðar. Menn hans flýðu, og riddaranum af Vinfró var borgið. Hrói höttur risti sjálfur af honum böndin með rýtingi sínum, og síðan hélt allur flokkurinn sigri hrós- andi til Vinfróar. Húsfreyja tók þeim tveim höndum og þakkaði þeim með einlægustu orðum hjálpina. Fengu þeir þar veitingar góðar, og sneru síðan aftur til heim- kynna sinna í hinum græna skógi. Fall fógetans í Nottingham spurðist víða og þótti mikil tíðindi. Ríkarði konungi var send skýrsla um aðfarir skógarmanna, og bauð hann að setja nefnd manna, er kveða skyldi upp dóm í málinu og leggja ráð á, hvernig takast mætti að vinna hinn harðsnúna ræningja. Þessir menn lögðu þann dóm á málið, að riddarinn af Vinfro hefði fyrirgert fé og lífi, og að eignir hans, sem þá urðu upptækar til konungs, skyldu faila undir þann, er gæti náð hinum voðalega Hróa hetti lífs eða liðnum. Fimmtán riddarar buðu sig fram til þess, og nú urðu skógarmennirnir svo ofsóttir, að þeim varð ekki vært 1 Skírisskógi. Þeir hurfu þess vegna á burt til Plompton- skógar í Kumralandi, og leyndust þar í margar vikur. Loksins heyrðu þeir, að öllum ofsóknum væri linnt, og þá áræddu þeir að halda heim á fornar stöðvar. En einn morgun brá þeim í brún við nýstárlega sjón. Það voru sex prestar í hvítum klæðum, er konru ríðandi á skraut- lega búnum hestum inn á stöðvar þeirra. Sá, sem fremst- ur var í flokknum, hlaut að vekja lotningu hjá hverjum, sem á hann leit. Svipur hans bar vott um mikla vitsmuni og veglega sál. Hann var mikill vexti, bæði hár og þrek- inn, og að því er ráða mátti af útliti hans, hlaut hann að vera ramur að afli, og þegar hann sat þannig upp- réttur í söðlinum og renndi hvössum augunum til allra hliða, átti hið hraustlega og tígulega yfirbragð hans eigi alls kostar vel við þá kyrrlátu iðju, sem hvíti búningur- inn benti á. Hrói höttur þekkti liann ekki, og gat sízt skilið, hver 332

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.