Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 24

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 24
Sigurður Helgason: Iþróttir ÞRlÞRAUT Þegar skólarnir byrja aftur að loknu sumarleyfi, hefst 2. þríþraut F.R.Í. og ÆSKUNNAR. Vonandi hafa allir æft af kappi, sem ætla sér að taka þátt í keppninni. Við mun- um birta nöfn og árangur 20 beztu í hverjum flokki í blaðinu eftir ára- mótin, en 6 beztu keppa til úrslita næsta sumar. Á meistaramóti íslands í frjálsum íþróttum, sem fram fór í júlí s.l., kepptu 5 stúlkur, sem komust í úrslit í síðustu þríþraut. Ein þeirra, Hafdís Helgadóttir frá Dalvík, varð íslandsmeistari í hástökki og stökk 1,50 m. Þið sjáið hana hér á myndinni til hliðar vera að búa sig undir að stökkva. Á hinni myndinni sjáið þið allar stúlkurnar, en þær heita, talið frá vinstri: Sigurlaug Sumarliðadóttir, Selfossi, Hafdís Helgadóttir, Dal- vík, Sigríður Þorsteinsdóttir, Hvera- gerði, Anna L. Gunnarsdóttir, Rvík, og Margrét Jónsdóttir, Selfossi. í haust lá knattspyrnuunn- endur ef til vill að ujá einn frægasta knattspyrnumann heimsins leika knattspyrnu a Laugardalsvellinum. Hingað cr væntanlegur eng- inn annar en sjálfur Eusebio, sem kemur með liði sínu Ben- fica frá Portúgal. Og það fell- ur sennilega í hlut Sigurðar Dagssonar að verja skotin fra Eusebio, því Valur og Benfica leika saman í undankeppni um Evrópubikarinn í knattspyrnu, og fer annar Ieikur félaganna fram í Reykjavík í september. Nálægt 300 svör bárust við síðustu getraun, og voru flest þeirra rétt. Verðlaun hljóta að þessu sinni: Hildur Gunnars- dóttir, Túngötu 10, Grindavík; ívar Egill Bjarnason, Drangs- nesi, Strand.; Sigurður Blöndal, Nýbýlavegi 24a, Kóp. Rétt svör1 eru þannig: 1. Guðmundur Hermannsson 2. 14:2. 3. Armann J. Lárusson. 4. Tékkar. 5. Grikklandi. Og nú fáið þið 5 nýjar þraut- ir. Reynið að velja rétta svarið. Sendið svör til Æskunnar fyrir 10. okt. n. k. 1. Hverl synti fyrstur manna úr Drangey til lands? a) Erlingur Pálsson b) Grettir Ásmundarson c) Egill Skallagrímsson 2. Ef varnarmaður í knatt- spyrnukappleik snertir knöttinn viijandi með' hendi á vítateig, jjá er dæmd: a) aukaspyrna b) horhspyrna c) vítaspyrna 3. Einn íslenzkur sundmað- ur hefur sett yfir 100 Islandsmet. Hann heitir: a) Guðmundur Gíslason b) Guðmundur Þ. Harð- arson c) Davíð Valgarðsson 4. I sumar var í fyrsta sinn keppt í Maraþonhlaupi á fslandi. Einn íslendingur tók þátt í hlaupinu. Hann hét: a) Þórííur B. Sigurðsson b) Þórður Guðmundsson c) Jón Guðlaugsson 5. Á myndinni sjáið þið mann í keppni í a) fimleikum b) stangarstökki. 348

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.