Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 41

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 41
io*o«o*o*o»o*o»o«o«o«o«o«o«o*o*o»o*o*o#o*o*c‘ )»0*0*0«0*0*0«0»0*0«0«0*0»0*0*0«0«0*0*0*0*0*J HEIÐA — FtfamhalcLssa,^ jLmyjutÍuin. Copyriqht P. I. B. Bo» 6 Copenhogenf 105. HEIÐA er aftur komin i sæti sitt. „Ekkert í víðri veröld er eins gott á bragðið og mjólkin okkar, afi.“ Hún drekkur í einum teyg úr fullri skál. Afi brosir til hennar: „Ég er búinn að lesa bréfið frá herra Sesemann. Pakkinn er til þín. I honum eru peningar. Þú getur keypt þér fyrir þá rúm og fatnað til margra ára.“ „En afi, hvað hef ég við rúm að gera, þegar ég bý um mig uppi á lofti?“ — 106. ALLT í einu þýtur Heiða út. Hún hefur heyrt í geitunum. „Svana, Mjöll og Grána, þekkið þið mig aftur?“ Geiturnar hljóta að hafa þekkt líödd hennar, því að þær núa sér upp við hana. Heiða kann sér ekki læti, svo kát er hún að vera aftur komin í hóp sinna gömlu leikfélaga. Pétur stendur sem þrumulostinn og starir á hana. „Pétur, komdu og heilsaðu,“ hrópar Heiða, þegar hún kemur auga á hann. 107. PÉTUR hleypur til hennar og tekur þétt í hönd hennar. „Ert þú komin heim, Heiða? Er þetta þú sjálf?" „Já nú kem ég brátt með þér í hjásetuna. En hvað ég hlakka til.“ Heiða brosir til Pét- urs. „Keraur þú með á morgun?“ spyr Pétur. „Nei, ég kem ckki á morgun. Á morgun heiinsæki ég ömmu.“ — 108. NÚ hefuil afi búið um Heiðu aftur í heyinu og breitt undir hana fínt lak. Heiða sefur aftur undir gamla rósótta teppinu sinu. Svona rótt hefur hún ekki sofið í heilt ár. Um nóttina er afi alltaf við og við að líta tii hennar. Hann hafði lesið í bréfi Sesemanns, að Heiða hafi gengið í svefni. En í hvert skipti, sem hann lítur til Heiðu, er hún í fasta svefni. SSSS8SSS8SS8SSSSSSSÍ l•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0•0! '0»0»0«0»0«cx ISSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS! DÝRAHEIMAR Kondórinn Kondórinn er risavaxinn gammur, sem liefst við i himin- gnæfandi tindum Andesfjalla í Suður-Ameriku í allt að 5000 metra liæð, þar sem ekkert ann- að líf sést. Þegar l>eir þenja út vængina, eru nálega þrír metrar milli vænghroddanna. Þeir lifa sam- an 40—50 í flokki, en um varptímann búa hver hjón út af fyrir sig, hyggja sér óvand- að hreiður og vcrpir kvenfugl- inn þar einu eða tveimur eggj- um. Þeir eru ágætir flugfuglar, enda þurfa þeir að bera sig víða yfir til matfanga, ]jví að litið e r um æti þarna í óbyggð- unum. Það, sem mest hjálpar þeim til ]>ess að ná sér i hjörg, er hin skarpa sjón þeirra og lyktnæmi. Indíánar egndu fyrir þá þannig, að þeir hlönduðu deyf- andi jurtum saman við kjöt. Þegar gammarnir höfðu etið kjötið, verkaði jurtaeitrið á þá, svo að taka mátti þá með hönd- unum. Það er undravert, live fljót- ú’ gammar eru að sáfnast að ;eti. Þegar egnt er fyrir þá eða úræ fellst til, sést oft enginn Eammur. Jafnvel ekki þótt úorft sé i allar áttir í góðum sjónauka. Er þó slcyggni ágætt, sólríkt og liáfjallaloftið tært. Einum fimmtán mínútum eftir að liræ fellst til, drifur að gamma úr öllum áttum. Er ó- skiljanlegt, hvernig þeir fara að því að fá vitneskju um liræ- ið í slíkri fjarlægð. Önnur aðferð Indíána er að breiða illa flegna uxaliúð á jörðina og snúa holdrosanum upp. Þá skríður Indiáni inn undir húðina og hefur með sér sterkan spotta. Gammarnir safnast nú að, setjast á liúðina og tara að kroppa kjötið. Þá gripur Indiáninn utan um húð- ina og fætur fuglsins. Fuglinn baðar vængjum og reynir að losna, en í nánd hefur annar Indíáni falið sig og ltemur fljótt til hjálpar, og tekst þeim háðum að brjóta liúðina utan um kondórinn. ÍSSSSSSSSSSSS8SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS8SSSSSSSSSSSSSSSSSS2SSS8SSSSSSSSS3S3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS3SSS3SSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS 365

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.