Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 11

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 11
„Ég raá til að iela Hvíting rainn í skógarkofanum, svo að óvinirnir finni hann ekki og ræni honum," kallaði hún og hljóp svo út í hesthús, lagði á hestinn í ílýti, fleygði heypoka á hann og teymdi hann út. Og það var ekki að ástæðulausu, að Maríu datt í hug, að einhver af liðsforingjum óvinanna mundi ágirnast hestinn, því að fáir voru hans líkar. Mjallhvítur var hann, fallega og spengilega vaxinn, fljótur eins og elding og vitur. Enda rann arabískt gæðingablóð í æðum lians. Þegar María kom heim aftur skömmu síðar, sá hún, að tveir liðsforingjar sátu inni í stofu, en Dóra stóð úti í eldhúsi að baka og brasa til að verða við mataróskum þessara óboðnu gesta. Maria gekk um beina og notaði bæði augu sín og eyru eins og hún bezt gat. Hún hellti oft í drykkjarglösin og smátt og smátt fór að losna um málbeinið á liðsforingjunum og þeir tóku að verða háværir. Voru þeir að ræða um árásartilhögun sina og mátti heyra, að þeir ætluðu að komast að baki andstæðingum sínum. Og til þess að tryggja sér, að enginn í þorpinu kæmist á burt og gæti sagt óvinurn þeirra frá ráðagerð- inni, höfðu þeir sett varðmenn allt umhverfis þorpið. María hafði heyrt nóg, og hún læddist hljóðlega upp í herbergið sitt og fór að hátta. Henni kom ekki dúr á auga alla nóttina, en í aftureldingu um morguninn hafði hún ráðið ráðum sínum. Fyrsta verk hennar var að laumast út til Hvítings til að gefa honum morgungjöfina, því að strangt dagsverk var fyrir hendi. í bakaleiðinni þaðan lreyrði hún háreysti mikla, og Jregar hún kom nær, voru þetta liðsforingjarnir, sem heinrtuðu að sjá hvíta arabíska hestinn, sem þeir höfðu heyrt talað um niðri í bænum. Nú mátti engan tíma missa, svo að María hljóp sem skjótast aftur út í skógarkofann. Á leiðinni kallaði varðmaður til hennar, en hún hélt áfram án þess að gegna. Hún reif upp hurðina að kofanum og lagði á hestinn í flýti. Hún hikaði við sem snöggvast og hjalaði við hestinn og bað hann að duga vel, því að líf hennar og frelsi ættjarðarinnar væri í veði. Svo vatt hún sér á bak og reið á fleygiferð út í skóginn. Innan skamms heyrði hún hófaglam ekki langt undan, og þegar hún leit við, sá hún hvar þeir komu hrópandi og bendandi á eftir henni. Hún þekkti manninn, sem var í fararbroddi, það var annar Jreirra, sem bjó lijá lienni. Og líklega gekk hann þess ekki dulinn, hvaða ferðalagi hún væri í, og vildi ekki aðeins ná í hestinn heldur hana líka. Allt í einu hvein í skammbyssukúlu rétt við eyrað á henni, en hesturinn hrökk við af þessari kveðju og herti á sér, svo að bilið breikkaði á milli. Brátt heyrði hún ekki lengur til eltingarmannanna og óx hugur. En þá sá hún varðmenn á ný, og meira en það. Yfir veginn fram undan var felldur trjábolur í axlarhæð. Varðmennirnir stóðu og gláptu, þegar þeir sáu til Hvítings, sem kom eins og elding til Jjeirra með útflenntar nasir, flaksandi fax og löðrandi í svita. Þeir hörfuðu ósjálfrátt til hliðar bæði hræddir og hissa á þessari sjón. Hvítingur lyfti sér yfir torfæruna eins og hann væri borinn upp af vængjum, og þá fyrst tóku varðmennirnir eftir litlu stúlkunni, sem á honum sat. Hófu þeir Jiá skothríð á hestinn og tókst að særa hann. En Hvítingur hljóp enn í tvo tíma með blóðið lagandi úr sárinu og komst í herbúðir Hansens kapteins. Hvítingur hné niður með blóðstorkuna í sárinu, en María kastaði sér Kjökrandi um hálsinn á hestinum. í andarslitrunum renndi liesturinn hálf- brostnum augunum til hennar, eins og hann vildi segja: „Ég komst með þig að markinu.“ Svo bærðist hann ekki meira. Kapteinninn frétti um komu dóttur sinnar og heyrði erindi hennar. Og þeirri fregn var það að þakka, að honum tókst að verjast árás óvina sinna. Stafrófskverið Pre so Það er ótrúlegt en þó satt, að þessi ófrýnilega mynd sé í barnalesbók, en þessi síða er úr barnalesbók frá Chile. Þessi blaðsíða er úr lestrarbók frá Kína. Þar eru öll táknin okkur óskiljanleg. Myndin á að sýna hermenn, sem sækja fram. Heimsmet. Nikki Simon er ung stúlka frá Oxford. Fyrir nokkru setti liún heimsmet í vélritun. Metið var sett i verzlunarglugga í Ox- ford, þar sem Nikki sat i sex- tiu og tvo klukkutima og þrjá- tiu og eina mínútu og hamr- aði á ritvél. Var það nákvæm- lega hálftima lengur en síðasta heimsmet í þessari grein, ef svo má segja, cn ])að met setti stúlka frá Nýja Sjálandi fyrir fjórum árum. 335

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.