Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 23
Septembermánuður er tími
gangna og rétta um allt land.
Nokkuð er það misjafnt eftir
héruðum og landshlutum, hve-
nær göngurnar fara fram, en
einhvern tíma er það í sept-
ember. Hundruð manna, yngri
og eldri, leggja leið sína til
fjalla og inn á öræfi til að
smala því fé, sem rekið var
til afrétta á vordögum. Og
sumt þarf ekki að reka, það
leitar sjálft hins kjarngóða
fjallagróðurs og víðsýnis ör-
æfanna.
Gangnadagurinn, göngurn-
ar og réttirnar, eiga, djúpar
rætur í þjóðarsálinni og er
merkur þáttur í okkar búskap-
arháttum. Sauðfjáreign okkar
íslendinga er ein af þeim
styrku stoðum, er standa und-
ir okkar þjóðarbúskap og
gera okkur kleift að lifa menn-
ingarlífi í landi okkar. Sauð-
kindin hefur fylgt okkur frá m
landnámi Ingólfs og átt drjúg- wy IwWII
an þátt í að fæða og klæða
landsins börn.__________________________________________________________
Unglingahljómsveit.
Enn ein unglingahljómsveit hefur skotið
upp kollinum hér í borg og nefnist hún
MIXTÚRAN.
Meðlimir hennar eru frá v.: Davíð Jóhannes-
son, sólógítar, áður í Tempó, Finnbogi Krist-
insson, bassi, áður í Axlabandinu, Sofja
Tony Kwasanko, söngkona frá Englandi,
Gunnar Jónsson, söngvari, áður í Axlaband-
inu, Guðmundur Óskarsson, rythmagítar,
áður í Axlabandinu. Á myndina vantar Má
Elísson, trommuleikara, áður í Axlabandinu.
347