Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 18
Ljóð: Jóhannes úr Kötlum.
Lag: Ingibjörg Þorbergs.
Höfundur kvæðisins Álftirnar kvaka, er hið þjóð-
kunna skáld Jóhannes úr Kötlum. Jóhannes er
fæddur á Goddastöðum í Dalasýslu 4. nóvemb-
er árið 1899. Hann tók kennarapróf og kenndi
á árunum 1917—33 við barnaskóla á Skarðs-
strönd, í Saurbæ í Dölum, Miðdölum og Reykja-
vík. Eftir það hefur hann nær eingöngu unnið
að ritstörfum. Fyrstu bækur Jóhannesar bera
nöfn, sem mjög auðvelt er að muna: Bí bí og
blaka, Álftirnar kvaka, Ég læt sem ég sofi og
Samt mun ég vaka. Síðan hafa komið frá hon-
'um fleiri Ijóðabækur, og þar að auki hefur hann
sent frá sér skáldsögur og barnabækur. Af þeim
má nefna: Jólin koma, Ömmusögur, Fuglinn
segir, Bakkabræður, Vísur Ingu Dóru og Ljóðið
um Labbakút. Kvæði Jóhannesar, íslendinga-
Ijóð, var annað þeirra kvæða, sem verðlaun
hlutu í samkeppni um hátíðarljóð, þegar lýð-
veldið var stofnað 17. júní árið 1944.
''o/m Jtr/ X/YYY) slstxyvmm /tnirtvtf fX
\!Osf
r d pj—J J 11 f ^ch~ 4-r í
(gþf=..;U _ i i J, J -U J - i p -i—J- Uv- r 1 27
342