Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 22

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 22
Þórunn Páfsdóttir: SLÁTUR OG SLÁTURGERÐ. Samkvæmt úsk ungrar Iiús- móður i Reykjavik birtum við hér hugleiðingar um sláturgerð og uppskrift af hlóðmör og lifrarpylsu. I’egar kaupstaðarbúinn kaup- ir „slátur“ í sláturtíðinni, þai'f hann að vita, að 1 slátur er: 1 lítri lilóðs, 1 lifur, 2 nýru, 1 hjarta m/gollurshúsi, 2 liálsæð- ar, 1 Jiind, 1 sviðinn haus, 1 vömh, 1 vólindiskeppur og stundum fylgir garnmörinn með, en ]iað þarf alltaf að kaupa 1—2 ]cg af mör með hverju slátri. hessi upptalning er ef lil vili lurðuleg fyrir það fólk, sem komið er á miðjan aldur og alið upp í sveit. En með liverju ári fjölgar þeim ungu húsmæðrum, sem alizt hafa algjörlega upp i kaupstað og aldrei haft tækifæri til að kynnast sveitastörfum svo sem slátrun. BLÓÐMÖR. 2 1 hlóð 4 dl vatn 1% msk. salt 1-1% kg rúgmjöl (fer eflir grófleika mjölsins). 1 kg mör vambir, sellófanpappír eða léreftspokar. AÐFERÐ VIÐ BLÓÐMÖR. 1. Hreinsið vamliir úr lieitu vatni, skolið vel og sníðið livcrja vömh i 5 kcppi og vélindiskeppinn í tvennt. 2. Saumið keppina með haðm- ullargarni og hafið opið ekki of lítið. Leggið kepp- ina i kalt vatn. 3. Brytjið mörinn frekar smátt. 4. Takið ailt til, sem á að fara i slátrið, eins og uppskrift- in segir fyrir um. 5. Blandið saman vatni, hióði og salti. Hrærið i með liægri hendinni og hætið mjölinu út í smátt og smátl. Gætið þess, að allt mjölið blotni. fi. Látið mörinn út í liræruna. 7. Strjúkið vatnið af keppun- uin og liálffyllið þá af hrær- unni, saumið fyrir opið, jafnið i keppunum og pikk- ið með nól. Atliugið, að keppirnir mega ekki vera nema hálfir, annars er hætt við, að þeir springi i suð- unni. 8. Keppirnir eru svo látnir i sjóðandi vatn með salli í (2 msk. salt í 4 lítra af vatni). Sjóðið í 3% klst. Snúið við efstu keppunum og fyigizt með, ef keppur • springur. Veiðið hann þá strax upp úr. 9. Takið annaðlivort siátrið strax upp úr að suðu lok- inni eða látið það kólna i soðinu. Reynið sjálfar, hvort er betra. Gott er að iáta rúsínur í það slátur, sem horða á heitt. LIFRARPYLSA. 1 lifur 800 g mör 2 nýru 1 msk. salt 4 dl mjólk 150 g hafrainjöl 300 g rúgmjöl 150 g heilliveiti 1. Takið allt liráefnið til. Brytjið mör, hreinsið og saumið vamhir. 2. Þvoið lifur og nýru, takið himnuna af nýrunum og æð- ar úr lifrinni. 3. Saxið lifur og nýru tvisvar sinnum í söxunarvél. 4. Blandið saman lifur, mjólk og salti. 5. Bætið mjöli smótt og smátt í, þar til þetta er orðin þykk hræra. Hún má vera nokkuð þykkri en blóðmörshræran. (>. Mörnum blandað saman við hræruna jafnóðum og liún er látin í keppina. Munið að liafa kcppina aðeins hálfa. 7. Sauinið fyrir keppina og sjóðið iifrarpyisuna í sali- vatni i 3 klst. Ef horða á lifrarpylsuna hcita, nægir að sjóða hana í 2 klst. Ein vömh nægir ckki utan um eitt slátur, og þarf því að kaupa aukavambir eða nota léreftspoka, eins og gert var áður fyrr. Þá eru þeir fylltir með liræru og bundið fyrir með garni. Þá má ekki pikka eins mikið og vambakeppi. A seinni árum er farið að nota sellófan til að sjóða í slátur (ekki plast, það soðnar i suud- ur). Bezt er að skipta seilófan- pappírnum í jöfn stykki, ca. 25 cin á hvern veg, raða þeim á borðið og láta 4—(> kúfaðar matSkeiðar af liræru á hvern pappíi', vefja síðan paþpírnum vel utan um og hinda fyrir háða enda, eins og teikningin sýnir. Þcssa keppi má ckki pikka. Soðið á sama liátt og vambakcppir. GEYMSLA Á SLÁTRI. Nú er lítið um kaldar geymsl- ur i venjulegum íhúðarhúsum og ]>ess vegna orðið erfitt að geyma slátur í súr. Aftur eru margir, sem liafa frystikistur og frystihólf. Hér verða nefnd- ar 5 aðferðir við sláturgeymslu samkvæml nútima aðstæðum. a. Soðið og kælt slátrið er lát- ið i skyrmysu. Tréílát eru hezt, einnig má nota plast- ílát. Geymt á köldum stað, jafnvel úti ó svölum. Það gerir ekkert til, þótt slótur frjósi einu sinni eða tvisv- ar í ilátinu, en helzt ekki oftar. ]>. Slátrið soðið í 1—2 klst., snöggkælt og geymt i frysti. Síðan soðið til fulls, jafnóð- um og það er notað. Þetta iiefur þann ókost, að slátr- ið missir bragð þar sem það er tvísoðið. c. Slátrið er geymt í frysti alveg lirátt, en tilbúið i keppunum. Er þá pakkað inn 3—6 keppum í plastum- búðir og fryst um leið og slátrið er iiúið til. Þegar það er notað, ]>arf að þiða það næstuin alvcg, áður en þða er látið í sjóðandi vatn með saiti i. Soðið siðan á venjulegan hátt. d. Slátrið er fryst fullsoðið. Fyrir litii heimili cr hand- iia-gast að geta haft nýtt slátur, án ]>ess að ]>urfa að sjóða. Að sjálfsögðu þai'f að hafa plastumbúðir um keppina. Þannig getur slátr- ið gcymzl að minnsta kosti i 2—3 mánuði, en ]>ornar sennilega við lengri geymslu. c. Blóðið fryst nýtt og óbland- að i lientugum ilátum og vambir og mör i plastum- búðum. Þannig geymist hlóðið hezt og er sem nýtt, ]>ótt komið sé fram á vor. Þessi aðferð er iientug fyr- ir stór hcimili og cr víða notuð úti á iandi. LÁTIÐ MÖMMU LESA ÞESSA GREIN! Slátur 09 sláturgerð

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.