Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 12
María er komin heim. Nú er aftur kyrrt í litla þorpinu, stríðið er úti í
þetta sinn. En söknuðurinn eftir Hvíting er mikill, og eina huggunin er sú,
að hann féll fyrir ættjörðina.
En fólkið dáðist að Maríu fyrir hetjudáð hennar, og í þakklætisskyni hefur
það reist Hvítingi fallegt minnismerki úr marmara á torginu: Hvítan hest
með litla stúlku á bakinu.
ÚMSLIT
Á síðastliðnum vetri efndu
Flugfélag íslands og ÆSKAN
til spurningakeppni meðal les-
enda blaðsins.
AIIs bárust yfir 1000 svör og
voru 816 rétt. Fyrstu verðlaun,
sem voru flugferð með þotu
Flugfélagsins, Gullfaxa, til
Noregs, hlaut Þorkell Hjalta-
son, 11 ára, Kiðafelli í Kjós, og
fór1 hann ferð sína 9. júlí s.l.
Bókaverðlaunin, sem Bókaút-
gáfaMenningarsjóðs gaf, hlutu:
Guðbjörg Ingólfsdóttir, 13 ára,
Straumf jarðartungu, Mikla-
holtshreppi, Snæfellsn.; Sigrún
Sæmundsdóttir, 10 ára, Hóla-
vcgi 36, Siglufirði; Kristín
Hálfdánardóttir, 11 ára, Hóli 3,
Bolungarvík; Eggert Stefáns-
son, 13 ára, Þingeyri, Dýrafirði,
og Hafdis Björg Þorsteinsdótt-
ir, 13 ára, Hofsvallagötu 16,
Beykjavík.
Iþróttir fyrir þau yngstuD
Nú höldum við áfram með
morgunleikfimina og tökum vel
eftir, hvernig Bangsi gerir æf-
ingarnar. Hann byrjar á því að
teygja vel úr likamanum um
leið og hann kemur fram úr
rúminu. Siðan sveiflar hann
fótunum til skiptis fimlega yf-
ir stólbakið. Þó tekur hann sér
smáhvíld til að þvo sér vand-
lega og bursta tennurnar. Síð-
an teygir hann vel úr líkam-
anum aftur, beygir sig svo
áfram og styður höndunum 1
gólf án þess að beygja hnén.
336