Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 17

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 17
INGIBJÖRG ÞORBERGS: Cít9vinn min n“ ip U1l d ■ 1IIII III1II II . Mörg eru börnin í Reykjavík, sem farið hafa með mömmu, pabba eða einhverjum öðrum, til að gefa fuglunum á Tjörninni. Það er mikil ánægja að sjá gleði barnanna, og ekki er síður ánægjulegt að sjá stoltar álftir, og endur með ungahópinn sinn, synda þar spakar og öruggar. Öll viljum við hlynna að fugl- unum eftir megni, því að ekki vildum við borgarbúar missa þessa prýði af Tjörninni okkar. Það er vel gert að venja börnin á að gefa þeim brauðmola, en um leið verðum við að kenna börnunum góðan sið, þ. e. að fleygja ekki brauðpokunum, þar sem þau standa. Þið, sem eruð orðin stór, vitið þetta áreiðanlega, og ættuð þið að segja þeim litlu frá því. Þau eru fljót að læra. — I sumar hefur verið skrifað mikið um, að við verðum öll að hjálpa til að halda borginni okkar hreinni, — og ekki aðeins borginni, heldur öllu landinu! — Aldrei megum við skilja eftir rusl, eða einhver leiðindamerki, þar sem við höfum verið á ferð, hvort heldur það var í berjamó, skemmtiferð eða í einhverjum öðrum leið- angri. Munum það öll að ganga vel um, svo að allt fái að halda fegurð sinni óspilltri! Þó að þið séuð kannski ekki farin að hugsa um skólaljóðin ennþá, eru fuglarnir og sitthvað, sem sumrinu fylgir, áreiðanlega ofarlega í huganum. Já, hver þekkir ekki hina hvítu, tignarlegu fugla, sem prýða tjarnir og vötn. Og því nefni ég skólaljóðin, að í þeim (nýju) er Ijóð Jóhannesar úr Kötlum, „Álftirnar kvaka“, sem ég sendi ykkur lag við núna. Þar minnist skáldið æskustöðva sinna. Þar er nú bærinn hans í eyði og margt breytt, en allt á þó sína sömu töfra, og þangað koma ennþá svanih sem syngja. Þeir vitja gömlu varphólmanna sinna, og brátt eru komin lítil svanabörn. Þannig gengur þetta koll af kolli. Eflaust hafa mörg ykkar lært þetta kvæði í skólan- um, og nú getið þið einnig lært lagið við það. Mörgum finnst líka auðveldara að læra og muna Ijóð, sem þeir kunna lög við. Alltaf er verið að biðja mig um að birta fleiri Ijóð við lögin úr „Sound of Music“ (Tónaflóði), sem við Guðrún sungum í Barnatíma Útvarpsins. Hann vinur ykkar, Baldur Pálmason, sendir ykkur enn eitt Ijóð. Það heitir „Til yndisauka". Ég merki inn á það grip, sem þið kunnið. Svo fáið þið kannski fleiri texta úr „Tónaflóði" seinna. Ég vona svo, að þið syngið eins og svanir þangað til við hittumst næst. Kærar kveðjur! Ingibjörg. em Döggin á grasi og kampar á köttum, C kristall í glasi og strompar á höttum, am D7 (G) C að ég ei tali um liest eða hund, G C am H7 — hrífur það allt mína viðkvæmu lund. Til yndisauka (My favourite things) em Frostrós á glugga og fjúkið í skeggi, c iannkoma, mugga, og rokur í hreggi, am D7 (G) C sem víkja þó brátt fyrir vorkomustund, G C am H7 víst eru fró minni hrifnæmu lund. em Fallegar krukkur og bollar og bakkar, C bjöllur og klukkur og mjallskýjaklakkar, am D7 (G) C að ég ei tali um grasið á grund, G C- am H7 — gleður það allt mína viðkvæmu lund. (úr söngleiknum „Soun'l of Music“) BALDUR PÁLMASON þýddi. cin am H7 Þegar eitthvert angur um stund em C að í hug mér sezt, A7 þá rifja ég upp það, sem léttir í lund G C D7 G og líður þá ei sem verst. / 341

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.