Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 5

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 5
ÓHAMINGJUSÖM PRINSESSA ) Það er ekki tekið út með sældinni að vera prinsessa. Þetta vita hins vegar ekki allir, og til dæmis munu flestar stúlkur bera öfund í brjósti til Önnu Englandsprinsessu. En þær vita ekki, að Anna er óliamingjusöm, ef til vill óham- ingjusamasta stúlka i heimi, eða það hefur hún sjálf sagt í viðtali við blaðamann nýlega. Þrátt fyrir það, að drottningin er móðir hennar, og þótt hún hafi nýlega fengið nýjan og dýran bil, er hún alls ekki ánægð með tilveruna. Henni finnst liún vera neydd til að klæðast fötum, sem hæfa fer- tugri konu, og reyndar hafa margir stutt þá skoðun hennar. Hún hefur verið kölluð „verst klædda prinsessan i heimin- um“. Þetta er samkvæmt ósk móð- ur hennar. Hún hefur nefni- lega sagt, að ef dóttirin fengi að ráða, mundi hún klæðast kjólum, sem væru styttri en góðu hófi gegndi. Drottningin takmarkar líka mjög sjálfræði hennar. Segja má, að ég sé viljalaust verk- færi, og betra væri að vera dóttir fátæks verkamanns en það, sem ég er, segir prinsess- an. Móðir hennar velur henni vini, og þegar hún fer á dans- leik, er liún undir stöðugu eft- irliti þjóna drottningarinnar. TIT'inu sinni fyrir löngu voru svo miklir þurrkar, að ár og lækir þornuðu upp og allir brunnar voru tómir. Gras og tré visnuðu og dýr og menn dóu af þorsta. Eina nóttina fór lítil stúlka út með tóma leirkönnu í hendinni. Hún ætlaði að leita að vatni handa mömmu sinni, sem lá veik. Hún gekk og gekk, en fann hvergi vatn. Loksins varð hún svo þreytt, að hún lagði sig út af í grasið og sofnaði. Þegar hún vaknaði, þreif hún til könnunnar og var nærri búin að hella úr henni. Kannan var nefnilega orðin full af hreinu, tæru vatni. Stúlkan varð himinglöð og ætlaði strax' að fara að svala sér og þamba vatnið, en þá datt henni í hug, að liún mætti það ekki, því að þá yrði ekki nóg eftir handa mömmu, svo að hún hljóp strax heim á leið með vatnið. Hún flýtti sér svo mikið, að hún tók ekki eftir litlum hundi, sem lá veikur á götunni. Hún hrasaði og datt um hundinn og missti niður könnuna. Hundurinn ýldi og skrækti, en litla stúlkan greip upp könnuna og hélt að allt hefði farið úr henni. En hún stóð á götunni barmafull. Það hafði ekki farið dropi úr henni. Stúlkan hellti nú vatni í lófa sinn og lét hundinn lepja. Og svo brá við, að hann varð strax alheill, stóð á fætur og flaðraði upp um stúlkuna. Þegar litla stúlkan tók upp könnuna, var hún ekki lengur úr leir, heldur úr skæru silfri. Hún bar hana nú heim til mömmu sinnar. En mamma hennar sagði: „Það er ekki rétt að ég drekki, ég er að deyja hvort sem er.“ Svo rétti hún könnuna að dóttur sinni og bað hana að drekka. En í sama bili breyttist kannan úr silfurkönnu og í glóandi gullkönnu. Litla stúlkan var nú orðin svo þyrst, að liún gat ekki stillt sig lengur. En þegar hún var að bera vatnið upp að vörunum, kom inn fátæklega búinn drengur og sagði: „Ég sá, að þú fórst inn með fulla vatnskönnu. Viltu gefa mér einn dropa að drekka.“ Stúlkan renndi niður munnvatni sínu og rétti honum könnuna. Þá varð kannan að sjö dýrmætum demantskönnum, og úr þeim flóði heil á af silfurtæru vatni. En könnurnar sjö lyftu sér frá jörðinni, hærra og hærra til himins. Þar námu þær staðar. Og það eru sjöstjörnurnar, sem við sjáum á lofti á kvöldin, þegar heiðskírt er. ♦ JEvintýri og sögur, ffrá ýmsum löndum. ♦ 329

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.