Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 6

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 6
EINAR BJÖRGVIN er fæddur þann 31. ágúst 1949 í Krossgerði á Beru- fjarðarströnd, Suður-Múlasýslu, sonur Björgvins Gíslasonar, fyrrverandi oddvita, og Rósu Gísladóttur konu hans. — í Krossgerði ólst hann upp og átti þar gleðiríka bernsku í skjóli hinna tignarlegu austfirzku fjalla. Eftir að hafa lokið skyldunámi í heimavist, stundaði hann einn vetur nám í unglingaskólanum á Djúpavogi, var síðan tvo vetur í Alþýðuskól- anum að Eiðum og lauk þar landsprófi vorið 1967. — Hann byrjaði snemma að skrifa. Hafa birzt eftir hann tvær framhaldssögur í ,,Heima er Bezt“ og svo smásögur í ÆSKUNNI. í haust gefur Bókaútgáfa Æsk- unnar út fyrstu bók hins unga höfundar, og er það mjög ævintýrarík og skemmtileg víkingasaga, sem heitir „Hrólfur hinn hrausti“. Lærddmsrikt vornæturævintýri. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★'A ■jfpg og Jónas bróðir minn stóðum úti á hlaði og horfðum á sólina setjast. Báðir vorum við þög- ulir — hugsuðum án efa það sama: Hvað við ættum nú eiginlega að gera okkur til skemmtunar þetta. fagra vorkvöld. Helzt þyrftum við að gera eitthvað stórkostlegt, sem gæti að einhverju leyti svalað ævintýraþrá okkar. Já, nú höfðum við alveg einstakt tækifæri. For- eldrar okkar höfðu nefnilega fyrr urn kvöldið farið á skemmtun í næstu sveit og mundu ekki koma heim aftur fyrr en morguninn eftir. Af þeim ástæð- um vorum við einir heima, og þrátt fyrir ýmsar ráðleggingar mömmu og pabba töldum við okkur algjörlega sjálfráða á meðan þau voru að heiman. En livað ættum við nú annars að gera af okkur? Jú, þegar sólin var nýhorfin bak við fjallið, sneri Jónas sér að mér og mælti: „Heyrðu, Gummi, nú datt mér snjallræði í hug, já, svo sannarlega er það snjöll hugmynd." „Nú, láttu mig heyra,“ sagði ég forvitinn. „Já, heldur þú að það væri ekki gaman að fara í útreiðartúr í nótt, sem sé fá tvo af beztu hestum Jóns í Hjáleigunni lánaða?" svaraði Jónas. „Ertu frá þér, maður. Heldurðu að Jón mundi lána okkur hesta, nei, hann er ekki þesslegur, svo er hann nýfluttur hingað og við þekkjum hann ekkert," mæfti ég. „Skiptir engu máli, Gummi, það sem ég átti við var það, að við stelum hestunum," svaraði Jónas. Sem vonlegt var fannst mér þetta nokkuð djörf hugmynd hjá bróður mínum. En þar eð ég hafði alveg eins mikla ævintýralöngun og Jónas, féllst ég íljótlega á hugmyndina. En náttúrlega til þess að þetta mætti takast hjá okkur, þurftum við að bíða til miðnættis, því að þá lilutu hjónin í Hjáleigunni að vera sofnuð, en hestagirðingin var skammt frá bænum. Á meðan við biðum þess tíma, grófum við upp tvö gömul beizli, er pabbi átti og ekki höfðu verið notuð frá því hann fékk dráttarvélina og síðasti hesturinn á bænum var kvaddur. Jæja, svo um miðnættið læddumst við bræður af stað út að Hjáleigunni, sem var þriðji bær utan við bæinn heima. Mjög fannst okkur báðum þetta spennandi, og mér varð hugsað til þess, hvað Jón bóndi myndi gera við okkur, stæði hann okkur að verki. Líklega myndi hann berja okkur til óbóta, hann var einhvern veginn þesslegur, karfinn. En hann hafði flutt í sveitina um vorið, komið einhvers staðar norðan af fjörðum. Enn sem komið var þekktu liann fáir þarna í sveitinni, því að hann fór lítið út á rneðaf manna, og sama var að segja um konu hans, en böi'n áttu þau engin. Já, mér fannst Jón þessi hálf skuggalegur, ef svo mætti að orði komast. Sem sagt að öllum líkindum ekki gott að komast í hendurnar á honum. Þrátt fyrir það alh brást ekki hugrekki okkar bræðra og við héldum ótrauðir áfram í vornætur- kyrrðinni. Nú vorum við komnir að liestagirðing- unni, en áður en við fórunt inn í hana ákváðum við, Jivaða hesta við skyldum taka. Ég valdi stóran brún- an, en Jónas Jrann rauða, sem við höfðum svo oft séð Jón bónda ríða. 330

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.