Æskan

Árgangur

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 39

Æskan - 01.09.1968, Blaðsíða 39
Fjögur góð ráð. * MYND 1. Stilltu vekjaraklukkuna svo, að l)ú hafir 10 mínútur til að jafna l»i|? eftir svefninn, teygðu l»ig vel og veltu þér á ýmsar hliðar. Ef ekki er mjög kalt, þá stattu við opinn glugga í eina ínínútu áður en þú klæð- ist, teygðu þig vel, settu hendur á mjaðmir og andaðu djúpt að þér, teldu upp að þremur og andaðu frá þér með opnum munni, hægt. MYND 2. Gefðu þér tíma um miðjan daginn í 5 nun- útur, legðu þig á legubekk með fætur1 upp að vegg eða cinhverju hörðu, eins og sýnt cr á mynd 2. Slappaðu alveg af. Það er ótrúlegt hvað þessar 5 mínútur á þennan hátt geta hvílt líkamann. MYND 3. Það er ekki hollt að vera sí og æ að borða á milli máltiða. Meltingarfærin þurfa líka hvíld. Þeir, sem borða vel á matartímum klukkan 12 og á milli G og 7, ættu ekki að borða neitt þess á milli, sé aftur á móti um mjög grannholda unglinga að ræða, þá eru bezt epli, ávaxtasafi eða grænmetissafi milli máltiða. MYND 4. Hvernig gengur að sofa? Svefninn er hvíld fyrir sál og líkama og líffæri ykkar hvílast. Munið því að borða ekki rétt áður en þið farið að sofa. Gott er að slaka á allri spennu eftir eril dagsins í hálfa klukku- stund eða svo, þegar þið komið í rúmið. Heit mjólk með hunangi, 1 teskeið eða örlítið meira hrærð saman við mjólkina sjóðheita er gott ráð, ef þið eigið bágt með að sofna. Vélhjólaklúbburinn Elding Svar til Munda: Vélhjóla- klúbburinn Elding í Reykjavík l'efur nú starfað í liðlega 5 ár. Markmið klúbbsins liefur verið frá upphafi: Að lcoma á föstum skemmti- og fræðslukvöldum, l>ar sem eigendum og verðandi eigendum véllijóla gefst kostur á að koma saman og ræða á- áhugamál sín. Að efna til fræðslu um umferðarmál. Að fá hentugt æfingasvæði og Uoma á þroskandi æfingum í akstri á vélhjólum. Að gefa Ulúbbfélögum kost á að vinna að viðgerðum á hjólum sinum. Að efna til hæfniprófa í um- ferðarreglum, aksturshæfni og ■neðferð vélhjóla. Að efna til fcrðalaga. f lilúbbnuin eru skráðir að jafnaði um 60 til 70 drengir. Þeir ltoma í klúbbinn fá ára, en svo fá þeir bílpróf '7 ára og hverfa þá flestir úr Ulúbbnym. Klúbburinn hefur aðsetur sitt i Golfskálanum gamla, og þar eru haldnir fund- ir á fimmludagskvöldum. Ann- an hvern fimmtudag eru haldn- ar kvilunyndasýningar. Eru þá sýndar umferðarmyndir, akst- ursmyndir og fræðsiuinyndir um umferðina, akstur á liálku o. fl. Þar er einnig til húsa smáviðgerðaverkstæði, þar sem drengirnir liafa aðstöðu til að gera við hjól sín. Klúbburinn gengst fyrir prófi drengja á vélhjólum. llver drengur, sem orðinn er 15 ára, hefur rétt til að fara í þetta próf, og fer skrásetning hans fram í skrif- stofu klúbbsins að Frikirkju- vegi 11. Þar fær hver amsækj- andi lilvísun til lögreglustjóra um það, að hann sé húinn að koma í klúbbinn og hefur ver- ið skrásettur þar, og að klúhh- urinn mun annast undirhún- ing hans undir prófið, þannig að þeir megi fá bráðabirgða æfingaheimild. Á þeim hálfa mánuði, sem æfingalieimildin gildir, prófar stjórn klúbbsins umsækjanda. Þegar umsækj- andi hefur staðizt prófið lijá stjórn klúbbsins, fær umsækj- andi vottorð um, að liann hafi verið á undirbúningsnámskciði og staðizt próf klúbbsins. A rúmu ári hafa 180 drengir lok- ið prófi. Pappírsltjólar. Svar til lngu: Kostir papp- irskjóla eru vitanlega þeir, að þeir eru ódýrir og krefjast ekki mikillar umhugsunar, því að stúlka getur einfaldlega lient kjól eftir hoð eða dans- leik. Þetta hefur auðvitað i för með sér, að sú skelfing hendir ekki oft stúlkur, að þær sjáist mörgum sinnum i sama kjólnum. Pappírskjólagerð er enn sem komið er á hyrjunar- stigi. Finiist hæði kaupendum og framleiðendum þeir nokkuð dýrir miðað við aðra kjóla, þar eð sauma- og sniðkostnaður er nákvæmlega hinn sami og á venjulegum kjólurn. Þetta ætti þó allt að standa til hóta, þeg- ar tímar líða fram. Pappirs- lcjólar hafa ekki náð verulegum vinsældum hér á landi, enda er líklegt, að íslenzkar stúlkur vilji ganga í öllu vandaðri fatn- aði. A5 verða söngkona. Iværa Æska. Ég hef mjög gaman af að lesa þig og sér- staklega lief ég gaman af þætt- inuin Gítarinn minn, sem hún Ingibjörg stjórnar með mikilli prýði. Ég kann að spila á gítar og er mikið gefin fyrir músik. En segðu mér. Hvernig komast ungar stúlkur í liljómsveitir sem söngkonur? Mig langar til að verða söngkona, og söng- kennarinn minn segir, að ég liafi mjög góða liæfileika til þess. Veiztu um nokkurn hérna á Akureyri, sem tekur stúlkur á æfingar í hljömsveit? Jóhanna. Svar: Það er starfandi tón- listarskóli á Akureyri, og þar ættir þú að geta fengið tilsögn i söng, en til þess að fá að æfa sig með dansliljómsveitum, ættir þú að snúa þér til Ingi- mars Evdal, hljómsveitarstjóra, og sjá, hvort liann gæti nú ekki hjálpað þér mcð þetta áhugamál þitt. 363

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.