Æskan

Árgangur

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 3

Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 3
 Æskan 70 ára SlgurSur Júl. Jóhannesson Þa5 voru merkileg tímamót, þegar ÆSKAN hóf göngu sína 5. október 1897. Með útgáfu hennar var fyrir alvöru farið að viðurkenna hér á landi þá þörf, að börn og unglingar fengju lestrarefni við sitt hæfi. Tildrög að útgáfu hennar voru þau, að Þor- varði Þorðvarðssyni, stórgæzlumanni ungtemplara, höfðu borizt óskir frá ýmsum Góðtemplarastúkum um að stórstúkan gæfi út barnablað ,,til eflingar bindindi, góðu siðferði, framförum og menntun ungl- inga yfir höfuð.“ Stórstúkan veitti til fyrirtækisins 150 krónur og ÆSKAN hljóp af stokkunum undir ritstjórn Sigurðar Júl. Jóhannessonar. Ritstjórinn var vinsælt skáld, einkum meðal æskulýðsins, og ( för með sér valdi hann fræga rithöfunda af Norðurlönd- um, svo sem H. C. Andersen, ævintýraskáldið danska, og Zaharias Topelius, hið finnska skáld. En sögur og ævintýri þessara skálda urðu mjög vin- sæl hér á landi eins og annars staðar. Það var því auðséð, að ÆSKAN mundi ná vexti, hún dafnaði ár frá ári. Þó urðu ýmsir örðugleikar á vegi hennar, svo að hún svaf Þyrnirósarsvefni í tvö ár, árið 1909 og 1920, vegna pappírsskorts. Hún er í raun og veru 72 ára, en þessi ár, sem hún svaf, telur hún ekki í ævi sinni og heldur því 70 ára afmæli sitt á þessu hausti. Ritstjórar ÆSKUNNAR í þessi 70 ár hafa verið: Sigurður Júl. Jóhannesson, árin 1897—1898. Ólafia Jóhannesdóttir, 1899—1900. Hjálmar Sigurðsson, 1900—1903. Friðrik Friðriksson, 1903—1908. Aðalbjörn Stefánsson og Sigurjón Jónsson, 1910 —1922. Sigurjón jónsson (einn), 1922—1928. Margrét Jónsdóttir og Guðmundur Gíslason, 1928—1930. Margrét Jónsdóttir (ein), 1931—1942. Guðjón Guðjónsson, 1942—1955. Þá voru þeir Ólafur Haukur Árnason, Grímur Eng- llberts og Helgi Tryggvason ráðnir ritstjórar. Helgi lét af starfi eftir eitt ár, en Ólafur um áramótin 1957—58. Þá var Heimir Hannesson ráðinn með Qrimi. Hann starfaði við blaðið í eitt ár, en siðan hefur'Grímur Engilberts verið ritstjóri einn. Enginn einn maður hefur annazt afgreiðslu blaðs- ins eins lengi og Jóhann Ögm. Oddsson, eða í 34 ár. Jóhann var meira en venjulegur afgreiðslumaður ÆSKUNNAR. Hann var allan þann tlma framkvæmda- stjóri blaðsins, rak mikla útgáfu á vegum þess og svo bókaverzlun. Framkvæmdastjóri blaðsins og bókaverzlunarinn- ar hefur verið síðan 1962 Kristján Guðmundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.