Æskan - 01.10.1969, Page 4
>►
Afmæliskveðja frá forseta Islands
Margar hugljúfar bernskuminningar eru tengdar Barna-
blaðinu Æskunni. Hún var góður gestur á sveitaheimilinu,
þar sem ég ólst upp fyrir fjórum til fimm tugum ára, og
góður gestur er hún enn á þúsundum heimila, þar sem yngstu
lesendurnir bíða hennar með eftirvæntingu. Æskan hefur
nú verið á vegferð sinni um landið í sjötíu ár. Það er langur
tími og virðulegur aldur, en sízt eru á henni ellimörk. Hún
er glaðleg og frjálsleg og leikur á marga strengi við hæfi
lesenda sinna og lætur ekkert leiðinlegt slæðast inn fyrir
sínar dyr. Gott eitt er erindi hennar.
Ég óska Æskunni til hamingju með merkisafmælið og
þakka langt og gott starf hennar fyrir börnin í landinu.
Kristján Eldjárn
Kristján Eldjárn.
Kveðja
frá formanni Blaðamannafélags Islands
ivar H. Jónsson.
Ivar H. Jónsson, formaS-
Blaðamannafélags islands,
skrifar:
ÆSKAN — 70 ára á
þessu hausti — er ekki ein-
ungis elzt íslenzkra barna-
blaða, heldur og eitt af elztu
blöðum sem út eru gefin á
íslandi og jafnframt í hópi
þeirra sem náð hafa mestri
útbreiðslu; hún skipar virðu-
legan sess meðal íslenzkra
blaða og hefur löngum átt
þátt í að fullnægja lestrar-
þrá og lestrarþörf barna og
unglinga.
Stórstúka íslands hóf út-
gáfu Æskunnar seint á ár-
inu 1897 „til eflingar bind-
indi, góðu siðferði, fram-
förum og menntun unglinga
yfir höfuð", og íyrsti rit-
stjóri blaðsins, skáldið Sig-
urður Júlíus Jóhannesson,
markaði þegar í upphafi þá
stefnu í efnisvali sem arf-
takar hans í starfi hafa sið-
an fylgt í meginatriðum:
Fyrst og fremst hefur þess
verið gætt að efni blaðsins
væri við hæfi lesendanna,
að lestur þess veitti Pörn-
unum gleði, jafnframt þvi
sem blaðið hjálpaði þeim að
vera góð börn og stuðlaði
að þvf að lesendurnir ungu
yrðu upplýst börn, svo grip-
in séu setningabrot úr rit-
stjóraávarpi í einu af fyrstu
afmælisblöðum Æskunnar.
Núverandi ritstjóri Æsk-
unnar, Grímur Engilberts,
hefur á síðustu árum ekki
aðeins lagt áherzlu á mikla
fjölbreytni í efnisvali, held-
ur líka fjörlega uppsetningu
oa umbrot, og þannig tekizt
að gera blaðið einstaklega
líflegt og skemmtilegt. Sí-
stækkandi hópur kaupenda
bendir eindregið til þess að
lesendurnir ungu kunni vel
að meta það ágæta starf
sem við útgáfu blaðsins er
unnið; á þessum tlmamót-
um í sögu Plaðsins verður
því ekki i fljótu Pragði ann-
að séð en Æskan eigi fram-
tíðina fyrir sér og muni á
komandi áratugum flytja
uppvaxandi kynslóðum les-
efni þeim til skemmtunar og
íróðleiks. Þá árnaðarósk á
ég bezta barnablaðinu til
handa nú á sjötugsafmæl-
inu, að það verði lengi enn
kær heimilisvinur íslenzkra
ungmenna.
ívar H. Jónsson.
420