Æskan - 01.10.1969, Blaðsíða 9
■z
Æskan flytur margs kon-
ar efni að vanda og er á-
nægjulegt, að hið nær 70
ára blað skuli þjóna hlut-
verki sfnu við yngstu kyn-
slóðina jafn vel og raun ber
vitni. Æskan er mjög mynd-
skreytt og flest börn munu
finna þar bæði eitt og ann-
að við sitt hæfi.
Dagur á Akureyri.
Efni Æskunnar er mjög
fjölbreytt svo sem verið hef-
ur undir ágætri ritstjórn
Gríms Engilberts, í senn
fróðlegt og skemmtilegt.
Æskan ætti að koma á hvert
barnaheimili, ekki þar fyrir
að fullorðnir geti ekki haft
af blaðinu gagn og gaman.
Austurland i Neskaupstað.
FaSir skrifar: „Velvakandi
góður! Þegar ég var strák-
ur, fékk ég alltaf barnablað-
ið Æskuna og beið hvers
eintaks með mikilli eftir-
væntingu. Eins og að líkum
lætur hætti ég að lesa blað-
ið, þegar ég stálpaðist —
og það var ekki fyrr en mín
börn tóku að stálpast, að
ég endurnýjaði kynni mín
við Æskuna, því að ég gaf
þeim áskrift strax og þau
fóru að stauta.
Ég varð mjög ánægður að
uppgötva, að Æskan er enn
jafn ung, og ég held, að
hún sé miklu friskari nú en
áður. Ritstjórinn, Grímur
Engilberts, vinnur mikið og
vel þakkað starf fyrir börn-
in í landinu. Æskan er aftur
orðin eitt vinsælasta les-
efnið á mínu heimili — og
sjálfur er ég jafnvel farinn
að glugga í hana mér til
ánægju. Æskan mun nú vera
gefin út í fleiri eintökum en
nokkurt ánnað tlmarit á ís-
landi — og mér finnst það
ekkert undarlegt. Berðu rit-
stjóra og öðrum aðstand-
endum Æskunnar mínar
beztu kveðjur.“
Velvakandi, 1968.
Jóhann Ögm. Oddsson
• •
Jóh. Ogm.
Oddsson
Árið 1927 tók Jóhann að sér afgreiðslu og framkvæmda-
stjórn Barnablaðsins ÆSKUNNAR og gegndi þvi starfi til
ársins 1961. Áður en Jóhann tók við þessu starfi rak hann
verzlun um árabil hér i Reykjavik. Á því timabili sem Jó-
hann starfaði við ÆSKUNA óx kaupendafjöldi hennar mjög
mikið. Árið 1930 hóf ÆSKAN að gefa út barna- og ungl-
ingabækur, og meðan Jóhann starfaði við ÆSKUNA gaf
hann út á annað hundrað bækur. Árið 1939 jók Jóhann
enn við starfssvið ÆSKUNNAR með stofnun bóka- og rit-
fangaverzlunar ÆSKUNNAR, sem síðan hefur verið rekin
af Barnablaðinu ÆSKUNNI.
Jóhann var meðlimur i Góðtemplarareglunni og starfaði
þar mjög mikið, og meðal annars var hann stórritari Stór-
stúku íslands um 35 ára skeið. Sæmdur var hann hinni
íslenzku fálkaorðu fyrir félagsmálastörf.
Allt sem Jóhann tók að sér að gera var framkvæmt, og
ekkert var spurt að þvi, hvenær vinnudagur hæfist eða
hvenær hann endaði.
Jóhann var alla tið mikill dýravinur og var einn þeirra,
sem stofnuðu Dýraverndunarfélag jslands árið 1914. Hann
annaðist afgreiðslu Dýraverndarans fyrslu árin, sem hann
kom út.
Jóhann var vel pennafær og skrifaði margar greinar i
blöð um dýrin og var þá oft ekki myrkur i máli, þegar hann
var að berjast fyrir þessa mállausu vini sina, dýrin.
Jóhann andaðist 25. október árið 1964.
Minnizt þess, að eftir þvi
sem áskrifendum ÆSKUNN-
AR fjölgar, verður blaðið
stærra og fjölbreyttara. Á
þessu merkisári i sögu
blaðsins er takmarkið, að
ÆSKAN komist inn á hvert
barnaheimili landsins. Hefj-
umst nú öll handa og lát-
um nýja áskrifendur streyma
STÆRRA
til blaðsins. — Minnumst
þess, að ÆSKAN er stærsta
og ódýrasta barna- og ungl-
ingablað landsins. Sýnið
jafnöldrum ykkar þetta
glæsilega blað og bendið
þeim á að gerast áskrifend-
ur strax!
Árgangurinn kostar að-
eins kr. 250,00.
Ný, sókn
Viljið þið nú ekki athuga,
hvort þið getið ekki glatt
blaðið ykkar á 70 ára af-
mælisárinu með því að
senda því í afmælisgjöf einn
eða fleiri nýja kaupendur.
Minnizt þess, að eftir því
sem kaupendum ÆSKUNN-
AR fjölgar, verður blaðið
stærra og fjölbreyttara. Á
þessu merkisári i sögu
ÆSKUNNAR er það takmark
okkar, að ÆSKAN komist
inn á hvert barnaheimili
landsins.
Árgangurinn kostar að-
eins kr. 250,00.
Jólablaðið
Þeir, sem eiga eftir að
greiða ÆSKUNA, kr. 250,00
fyrir yfirstandandi ár, eru
vinsamiega beðnir að minn-
ast þess, að senda ber
greiðslu strax! Jólablaðið er
næsta blað, og verður það
mjög fjölbreytt að efni.
£