Æskan - 01.10.1969, Síða 12
INGIBJÖRG ÞORBERGS:
TAL OG TÓNAR
Hugleiðing á 7 0 ára
Aðallega œtluð
Stórþjóðir virðast vita, að grundvöllur ríkjanna er uppeldi
æskunnar. Oft finnst mér smáþjóðirnar ekki gera sér
fylliiega grein fyrir þvf. Hér heyrir maður t. d. iðulega
sagt: „Þetta er fullgott fyrir krakkana," hvort heldur um
hljóðfærakaup er að ræða eða val á andlegu efni, sem
hefur uppeldíslegt gildi. Slíkur hugsunarháttur getur haft varan-
legan skaða í för með sér. Allir vita, að grunnurinn verður að
vera traustur, eigi húsið ekki að hrynja.
Megnið af því efni, sem sent er hér á markað fyrir börn, hvort
heldur það er lestrarefni eða tónlist, er yfirleitt látið afskiptalaust.
Af þeim, sem listir dæma og styrki veita, er það heldur lítils
metið, — ef ekki einskis. Venjulega er verr greitt fyrir það en
annað efni, og þess vegna er oft kastað til þess höndunum, í
stað þess að íhuga það og meta betur en það efni, sem þeim er
ætlað, er hafa þroskaðri dómgreind til að velja og hafna.
Þó verð ég að segja, að lesefni barna tekur tónlistinni stór-
lega fram. En þó að þeir rithöfundar, sem rita góðar barnabækur,
séu ekki metnir til jafns við þá, sem rita bækur fyrir fullorðna,
jafnvel þótt lélegar séu, stefnir það þó allt í rétta átt. Þeir eru
a. m. k. margir viðurkenndir sem félagar I Rithöfundasambandi
íslands. Erfiðara yrði fyrir tónskáld, sem semdi lög fyrir börnin
til að syngja og spila, að fá viðurkenningu Tónskáldafélags ís-
lands.
afmæli Æskunnar
lesendum hennar
Sú tónlist, sem dynur í eyrum barna hér og læðist inn í huð
þeirra, er yfirleitt alls ekki við barna hæfi.
Börn og unglingar finna sér alltaf átrúnaðargoð. Hvort þa®
eru söguhetjur, tónlistar- eða kvikmyndastjörnur, sem þau heiH'
ast af, verða þau fyrir sterkum áhrifum frá þeim. Því börn eru
mjög hrifnæm, og skapgerðarmyndun og þroski þeirra mótast
mikið af þessum átrúnaðargoðum. Það er því ekki sama, hvað
festir rætur í hugum þeirra. — Ekki sama hvert átrúnaðargoðið
er. Fjölmiðlunartæki nútímans ráða þar miklu. Sterk auglýsinga'
tækni getur svæft eða vakið skynsemina, eftir því hvernig henrn
er beitt.
Það er vissulega vandi að vera ritstjóri barnablaðs. Hann Þar*
margs að gæta. Efni blaðsins þarf að vera fjölbreytt til að halda
lesandanum vakandi. Ekki má þó láta tízku- eða dægurmál vera
þar allsráðandi. Blaðið þarf að hafa þroskandi og siðferðileð3
góð áhrif á lesanda sinn.
Þetta virðist mér vera undirstaða þeirra stórþjóða-bamablaðar
sem ég hef séð, eins og t. d. eins alþekktasta barnablaðs Banda-
ríkjanna, „Jack & Jill“, kanadísku Rauðakross-barnablaðanna o9
fleiri slíkra.
Og nú á þessu merkisafmæli ÆSKUNNAR óska ég Gríh11
Engilberts ritstjóra sérstaklega til hamingju. Hann getur ófeim-
inn sett ÆSKUNA við hliðina á þessum alþekktu — og öðruh1
beztu — barnablöðum heims. ÆSKAN stenzt þar fyllilega saman'
burð. Þess vegna fer það ekki milli mála, að starf sitt vinnúr
Grímur af heilum hug. Það sannar fjöldi þeirra heimila, sem
ÆSKUNA kaupir, á þessum tímum sjónvarps og alls kyns skemm{'
ana. Mér er kunnugt um, að það eru ekki aðeins börnin og ungl'
ingarnir, sem bíða hvers blaðs með óþreyju, heldur fólk á öllum
aldri — vitanlega ungt í anda! Svo að óhætt er að segja>
ÆSKAN er sannkallað heimilis- eða fjölskyldublað. — Og ar,itt
á ég með að skilja, að sá maður, er stýrir og hefur stýrt svo
útbreiddu blaði í fjölda mörg ár, skuli enn sem stendur ekki
hafa öðlazt réttindi sem félagi í Blaðamannafélagi (slands, sök
um þröngsýni og afturhaldssemi forráðamanna þess. Væri skk1
kominn tími fyrir Blaðamannafélagið að endurskoða lög sín?
Nú eru sem sagt liðin 70 ár frá þvl að Barnablaðið ÆSKA
kom fyrst út. Þeir, sem þá voru ungir og lásu hið fyrsta tölubla ’
eru nú líklega flestir látnir... Og þeir, sem enn lifa, orðmr